Sveitarstjórn

15. fundur 03. júní 2015 kl. 14:00

15. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn  03. júní  2015  kl. 14:00.

Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason, Einars Bjarnasonar, Gunnar Örn Marteinsson, Halla Sigríðar Bjarnadóttir og Meike Witt. Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri ritaði fundargerð. Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo reyndist ekki vera. Oddviti óskaði eftir að einu máli yrði bætt á dagskrá. Samstarf við lögreglu um átak gegn heimilisofbeldi.

Dagskrá:

Mál til umræðu og umfjöllunar

  1. Útboðsgögn, akstur.

    Lögð fram að nýju útboðsgögn vegna skólaaksturs. Um er að ræða akstur skólabarna  á leiðinni Þjórsárskóli/Laxárdalur. Auk þess akstur matar frá mötuneyti í Árnesi að Leikskólanum Leikholti og strætóakstur frá Árnesi að Sandlækjarholti. Útboðsgögn unnin af Guðjóni Sigfússyni verkfræðingi. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða útboðsgögnin og felur sveitarstjóra að auglýsa útboðið.

  2. Fjárhagsáætlun viðaukar. Sveitarstjóri lagði fram viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2015. Áætluð niðurstaða A og B hluta sveitarsjóðs er áætluð jákvæð um 24.129 þkr eftir viðauka. Skafti Bjarnason, Einar Bjarnason og Meike Witt samþykktu viðauka við fjárhagsáætlun. Gunnar Örn Marteinsson sat hjá. Halla Sigríður Bjarnadóttir samþykkti viðaukana með tilmælum um að vinna við endurskipulagningu fjármála sveitarfélagsins verði hafin áður en sumarleyfi hefjast.

  3. Framlenging yfirdráttarláns. Sveitarstjóri lagði fram beiðni um heimild til að framlengja yfirdrætti á veltureikningi sveitarfélagsins. Fjárhæð allt að 40 mkr til 1. ágúst 2015. Samþykkt samhljóða.

  4. Rekstrarleyfi. B Guðjónsdóttir ehf. Lögð var fram beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi undirrituð af Agli Benediktssyni með beiðni um umsögn um rekstrarleyfi gistihúss að Álftröð eigandi B. Guðjónsdóttir ehf kt. 710101-2640. Með vísan til laga 85/2007 um gististaði. Með beiðninni var lagt fram afrit af teikningu umrædds gistihúss. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við að umrætt rekstrarleyfi verði veitt.

  5. Íþróttasamstarf. Drög að samningi milli SKGN og Hrunamannahrepps.

    Oddviti lagði fram drög að Samstarfssamningi vegna íþrótta- og æskulýðsstarfs milli Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Tilgangur með slíku samstarfi verði að efla íþrótta- og æskulýðsstarf og tryggja að börn sem búsett eru í sveitarfélögunum hafi góðan aðgang að íþrótta- og æskulýðsmannvirkjum þeirra. Stefnt verði að því að  skipaður verði samstarfshópur um verkefnið. Allnokkrar umræður urðu um málið. Samþykkt var á grundvelli umræðna að vinna áfram að íþrótta- og félagssamstarfi milli umræddra hreppa.

  6. Skipun fulltrúa í Velferðar- og jafnréttisnefnd. Oddviti lagði fram tillögu um Odd Guðna Bjarnason og Bergljótu Þorsteinsdóttur sem aðalmenn. Til vara Jóhannes Eggertsson og Anna Þórný Sigfúsdóttir. Gunnar Marteinsson og Halla Bjarnadóttir lögðu fram tillögu um Kristjönu H Gestsdóttur og Kjartan Ágústsson til vara. Tilnefningar samþykktar samhljóða. Jafnframt var samþykkt samhljóða að Kristjana H. Gestsdóttir verði formaður nefndarinnar og Oddur Guðni Bjarnason verði varaformaður.

    Fundargerðir:

  7. Fundargerð 89. fundar Skipulagsnefndar. Mál nr 9,10,11 og 12 þarfnast umfjöllunar. Mál nr 14 og 29 eru til kynningar.

    Mál 9.

    Sigöldulína 3 : Framkvæmdaleyfi – 1505016

    Umsókn Landsnets dags. 6. Maí 2015 um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun mastra í Sigöldulínu 3. Sveitarstjórn samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við framlagða umsókn.

    Mál 10.

    Búrfellsvirkjun: Stöðvarhús í Sámsstaðaklifi: Deiliskipulag – 1502079.

    Lýsing deiliskipulagstillögu lögð fram er nær til núverandi Búrfellsvirkjunar og fyrirhugaðrar stækkunar virkjunarinnar. Um er að ræða 1.500 ha landsvæði.

    Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að fela Skipulagsfulltrúa að kynna umrædda lýsingu skv. 3. Mgr. 40. Gr. skipulagslaga og leita umsagnar viðeigandi umsagnaraðila sem tilgreindir eru í lýsingunni.

    Mál 11.Tjarnarver 166707. Umsókn um byggingaleyfi. Fjallaskáli – 1504059.Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu nefndarinnar og felur skipulagsfulltrúa að leita samþykkis Forsætisráðuneytis. Þar sem um þjóðlendu er að ræða.

            Mál 12.

          Hlemmiskeið 5. 166468. Stækkun lóðar Hlemmiskeið lóð 6 191254 – 1505033. Umsókn Benedikts H. Ingvarssonar þar sem óskað er eftir að ofangreind lóð verði                 stækkuð í 1,1 ha. Stækkun úr landi Hlemmiskeiðs 5 166468. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti stækkun lóðarinnar.

      8. Fundargerð 90. fundar Skipulagsnefndar. Mál nr 1 og 2 þarfnast umfjöllunar. Mál 22 til kynningar.

         Mál 1.

          Bugðugerði 3a og 3b : Árnes Deiliskipulagsbreyting 1503068.

          Tillagan lögð fram að lokinni grenndarkynningu. Í tillögunni er gert ráð fyrir parhúsalóð, Bugðugerði 3a og 3b. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu                      nefndarinnar og samþykkir deiliskipulagsbreytinguna skv 2. Mgr. 43. Gr skipulagslaga óbreytta, en að möguleiki á byggingu bílskúra á öðrum lóðum við götuna                    verði skoðaðar í tengslum við endurskoðun deiliskipulagsins í heild.

Mál 2.  Vorsabær 1 166501 : Vorsabær 1 land 3 og Vorsabær 1 lóð lnr. 192936 : Stofnun lóðar og sameining – 1505058. Umsókn um stofnun 20,98 ha lóðar úr landi Vorsabæjar 1. (lnr. 166501) Eftir stofnun er gert ráð fyrir að lóðin verði sameinuð lóðinni Vorsabær 1 lóð ( lnr. 192936) verður lóðin 25 ha að sameiningu lokinni.  Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir fyrir sitt leyti stofnun lóðarinnar og sameiningu hennar við lóðina Vorsabær 1 lóð. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landsskipti samkv. 13 gr. jarðarlaga og samþykkir þau með fyrirvara að stærð Vorsabæjar 1 verði lagfærð í fasteignaskrá í samræmi við þinglýst gögn.

   9.  Fundargerð sameiginlegrar Atvinnu – og samgöngunefndar og Menningar – og æskulýðsnefndar nr.7. Fundargerð lögð fram og staðfest.

  10. Fundargerð Menningar- og æskulýðsnefndar nr. 9. Fundargerð lögð fram og staðfest.

  11. Fundargerð Menningar – og æskulýðsnefndar nr. 10. Fundargerð lögð fram og staðfest

  12. Fundargerð vorfundar þjónustusvæðis um málefni fatlaðra 30 apríl. Byggðasamlagið Bergrisinn. Fundargerð lögð fram og staðfest.

Þjónustusamningur. Byggðasamlagið Bergrisinn. Samlag er sveitarfélög í Árnes- Rangárvalla- og Vestur- Skaftfellssýslu, er fjallar um málefni fatlaðs fólks. Samningur lagður fram og staðfestur. Samningur  milli Byggðasamlagsins Bergrisans og Árborgar um sameiginleg verkefni á sviði þjónustu við fatlað fólk. Samningurinn er í samræmi við lög nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks og samkomulag frá 23. nóvember 2010 á milli ríkis og sveitarfélaga um tilfærslu þjónustunnar til sveitarfélaganna. Stofnun byggðasamlagsins Bergrisans bs byggir á 94. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Samningur lagður fram og staðfestur.

 13.  Fundargerð NOS. Frá 30.04.2015. Fundargerð lögð fram og staðfest.

    Umsagnir:

14. Umsögn um Landsskipulagsstefnu. Umsögn lög frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga undirrituð af Karli Björnssyni framkvæmdastjóra lögð fram og kynnt. Umsöng lögð fram og kynnt.

          Samningar:

    15. Samningar um refaveiðar. Sveitarstjóri lagði fram drög að samningi um refaveiðar við Berg Björnsson og Skúla Helgason. Samningur verði unnin í samstarfi við       Flóahrepp. Nokkrar umræður urðu um samninginn og komu fram nokkrar ábendingar um lagfæringar. Samþykkt að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi og                 undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins.

    16. Samningur við Landsvirkjun og Skógræktarfélag Íslands um land við Bjarnarlón. Undirritaður samningur lagður fram og staðfestur.

 Beiðnir um stuðning:

   17. Sumarlestur í Þjórsárskóla. Beiðni um stuðning. Lögð var fram beiðni undirrituð af Kristínu Gísladóttur kennara um styrk til verkefnisins ,,Sumarlestrar 2015." Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu.

  18. Yfirlýsing um samstarf um átak gegn heimilisofbeldi. Lagt var fram bréf frá Lögreglustjóranum á Suðurlandi með samstarfsyfirlýsingu milli sveitarfélaga á Suðurlandi og Lögreglunnar um að beita sér gegn sameiginlega gegn heimilisofbeldi. Samþykkt samhljóða að taka þátt í samstarfinu.

  19. Önnur mál.

  I ) Sveitarstjóri lagði fram tillögu um Hildi Lilju Guðmundsdóttur sem fulltrúa sveitarfélagsins í 17. júní nefnd. Tillaga samþykkt samhljóða.

  II) Beiðni frá Framkvæmdastjóra SASS um tilnefninu tveggja fulltrúa frá hverju bæjar- og sveitarfélagi á Suðurlandi til þátttöku á fundum um svæðisskipulag og mögulegt hlutverk þess við byggðaþróun. Samþykkt samhljóða að velja Björgvin Skafta Bjarnason og Gunnar Örn Marteinsson.

IV) Gunnar Örn Marteinsson kvaddi sér hljóðs og rifjaði upp eldra erindi um aðgengi að Gljúfurleitarsvæði. Óskaði eftir að skipaður yrði starfshópur um bætt aðgengi að Gljúfurleitarsvæði á Gnúpverjaafrétti. Samþykkt samhljóða að skipa Einar Bjarnason, Gunnar Örn Marteinsson og Sigþrúði Jónsdóttur í starfshópinn. Hópnum falið að skila skýrslu um málið fyrir 1. desember næstkomandi.

 

   Mál til kynningar:

 

A. Heilbrigðisnefnd Suðurlands. 164. fundur. 30.04.2015.

B. Athugasemd vegna breytinga á uppbyggingu tónlistarnáms.

C. Hlutverk skólastjórnenda.

D. Kynningar- og hugarflugsfundur v. Sunnlenska skóladagsins 2016.

E. Reiðhöllin á Flúðum ársreikningur 2014.

F. Samtök sjálfstæðra skóla. Kynning.

G. Styrkir til verkefna. Atvinnuvegaráðuneyti.

H. Afgreiðslur byggingafulltrúa 29.94.15.

I. Afgreiðslur byggingafulltrúa 20.05.15.

J. Frumvarp 478 mál. Skiplagsmál Rvk flugvelli.

K. Þingskjal 478 undirb Þjóðhagsáætlana.

L. Samantekt hópumræðna. Skipulagsráðstefna.

M. Fundur samstarfsnefndar Lögreglustjóra.

N. Heimilisofbeldi –samtarfsyfirlýsing – Frá lögreglustjóra.

O. 491. Fundur stjórnar SASS.

P. 492. Fundur stjórnar SASS.

Q. 493. Fundur stjórnar SASS.

R. 494. Fundur stjórnar SASS.

S. Greinargerð um nám á framhaldsstigi í tónlist.

T. Skipulagsstofnun. Ákvæði um mat á umhverfisáhrifum.

U. Lok verkefnis um framlög til verkefnis um sölu félagslegra íbúða.

V. Bergrisinn staðfesting samþykkta.

W.Vindlundir viðhorfskönnun.

Fundi slitið kl  : 17: 32

Næsti fundur ákveðinn   5. ágúst n.k. kl 14:00