Sveitarstjórn

29. fundur 01. júní 2016 kl. 12:10
Nefndarmenn
  • Fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 1. júní  2016  kl. 14:00
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

               

Dagskrá:

Mál til umfjöllunar og afgreiðslu

1.     Búrfell 2. Staða á verkefni- verkáætlun og fleira. Gunnar G Tómasson og Ásbjörg Kristinsdóttir mættu til fundarins og greindu frá gangi mála við framkvæmdir við Búrfell 2. Framkvæmdir hófust í apríl sl. Marty og ÍAV sjá um byggingahlutann. Andrits Hydro framleiða véla – og rafbúnað. Samið hefur verið við Mannvit um framkvæmdaeftirlit. Með virkjuninni er framhjárennsli nýtt að stærstum hluta og orkugeta aukin um 300 GWst á ári. Ekki þarf að bæta við tengivirki eða flutningslínum. Áætlað er að rafmagnsframleiðsla í virkjuninni hefjist vorið 2018. Hugmynd kom upp um að halda opinn kynningardag fyrir íbúa um framkvæmdirnar

2.     Hvammsvirkjun matsáætlun. Lögð var fram skýrsla um matsáætlun vegna Hvammsvirkjunar sem unnin er á vegum Landsvirkjunar. Erindi lagt fram frá Skipulagsstofnun undirrituð af Val Klemenssyni þar sem óskað er eftir umsögun um skýrsluna. Skýrslan ber nafnið ,,Mat á umhverfisáhrifum: Ferðaþjónusta og útivist og landslag og ásýnd lands.“ 

Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun vegna málsins : Við gerum alvarlegar athugasemdir við þau gögn og rannsóknir sem lögð eru til grundvallar um tillögu að matsáætlun (sjá kafla 4.7.) þar sem um er að ræða áhrif virkjana á ferðaþjónustu og útivist. Þar er verið að styðjast við gögn m.a. frá 2002 sem eiga tæpast við í dag þar sem aðstæður eru gjörbreyttar. Við viljum sjá álit fagaðila og hagsmunaaðila  t.d. SAF og Félag Leiðsögumanna á áhrif virkjana á ferðaþjónustuna á svæðinu og sérstaklega viljum við að leitað verði álits ferðaþjónustuaðila á svæðinu.

Varðandi Ásýnd og Landslag hvetjum við framkvæmdaaðila Matsáætlunar að kannaður verði hugur íbúa til breytinga á landslagi vegna fyrirhugaðar virkjana. Allir Sveitarstjórnarfulltrúar tóku samhljóða undir bókunina

3.     Kerlingarfjöll friðlýsing. Lagt fram bréf frá Hildi Vésteinsdóttur þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn samþykki kynningarferli vegna friðlýsingar Kerlingarfjallasvæðis. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við að kynningarferlið fari fram, engu að síður vill sveitarstjórn leggja áherlsu á að kynningartíminn sé óeðlilega stuttur.

4.     Rauðukambar ehf. Drög að samningi um Reykholtslaug. Oddviti lagði fram  fram drög að samningi milli sveitarfélagsins og Rauðukamba ehf um Reykholtslaug í Þjórsárdal. Samningsdrög lögð lögð fram og kynnt. Oddvita og sveitarstjóra falið að vinna áfram að gerð samnings við Rauðukamba.

5.     Hólaskógur. Uppsögn rekstraraðila. Framtíð rekstrar í Hólaskógi. Lagt var fram bréf undirritað af Vilborgu Guðmundsdóttur fyrir hönd Gljásteins ehf. Í bréfinu er uppsögn leigusamnings félagsins við sveitarfélagið um fjallaskálann í Hólaskógi frá 20 september 2016. Sveitarstjórn samþykkir uppsögnina  samhljóða sem og að bjóða út leigu skálans. Sveitarstjóra falið vinna að gerð útboðsgagna vegna fjallaskálans í Hólaskógi og leggja fram á næsta fundi sveitarstjórnarfundi.

6.     Umsókn Landstólpa um lóð. Lagt var fram erindi frá Berglindi Bjarnadóttur fyrir hönd Landstólpa ehf þar sem félagið óskar eftir að fá úthlutað íbúðarhúsalóðum við Holtabraut í Brautarholshverfi. Umsókn samþykkt og sveitarstjóra falið að vinna að gerð lóðarsamnings.

7.     Lóð Búnaðarfélags við E-götu við Suðurbraut. Minniháttar breyting á byggingareit á lóð er Búnaðarfélagi Gnúpverja hefur verið úthlutað. Breyting unnin af Oddi Hermannssyni hjá Landform lögð fram. Breyting samþykkt samhljóða.

8.     Lóð Urðarholts. Landspilda úr Réttarholti. Lítilsháttar breyting. Lögð fram gögn um breyttar útlínur landspildunnar óskað var eftir að eignarhald verði leiðrétt samkvæmt því. Breytingar samþykktar.

9.     Samband Ísl sveitarfélaga. Beiðni um skipan fulltrúa í nefnd. Lagt fram erindi frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga undirritað af Karli Björnssyni. Varðar vinnu við landsáætlun um uppbyggingu innviða – greining á uppbyggingaþörf ferðaþjónustu. Óskað er eftir skipan fulltrúa fyrir hönd sveitarfélagsins í verkefnið. Samþykkt tilnefna í verkefnið Kristófer Tómasson sveitarstjóra fyrir hönd sveitarfélagsins.

10.  Fjárhagsáætlun 2016. Viðaukar. Lagðir voru fram viðaukar við fjárhagsáætlun , í viðaukum koma fram breytingar á upphaflegri fjárfestingaáætlun fyrir yfirstandandi ár. Viðaukar sýna áhrif vegna kaupa á fasteigninni Holtabraut 27 kaupverð 18.600.000 kr. Útgjöldum verði mætt með lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga nánar undir lið 25. Viðaukar fjárhagsáætlunar samþykktir samhljóða.

11.  Sorpþjónusta, útboðsgögn. Drög að útboðsgögnum ásamt minnisblöðum lögð fram og kynnt. Unnið verði áfram að undirbúningi útboðs.

12.Bréf frá Landgræðslu. Svör við fyrirspurn sveitarstjórnar frá 04.05.16.  Þar er fjallað um hvar reitir eigi að vera, hve lengi þeir eigi að standa og hversu stór girðingarhólfin eigi að vera. Svarbréf undirritað af Sigþrúði Jónsdóttur sérfræðingi hjá Landgræðslunni. Samþykkt að vísa erindi til Afréttarmálanefndar.

13.    Erindi frá Landgræðslu. Beiðni um heimild til uppgræðslu á Hafinu. Lagt var fram erindi undirritað af Sigþrúði Jónsdóttur sérfræðingi hjá Landgræðslunni Landgræðslan óskar eftir heimild til að græða upp landsvæði vestan við núverandi uppgræðslusvæði á Hafinu á Gnúpverjaafrétti Fáist heimild munu uppgræðsluaðgerðir hefjast í júní 2016. Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til Afréttarmálanefndar.

14.    Félag um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá. Anna B Hjaltadóttir, Jakob Eiríksson, Pálína Axelsdóttir Njarðvík, Edda Pálsdóttir og Iðunn Pálsdóttir sögðu frá félaginu og hlutverki og framtíðarsýn þess.

15.    Reglur um hvar megi tjalda eða gista. Oddviti lagði fram svohljóðandi tillögu Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að bannað sé að tjalda eða gista í húsbílum, hjólhýsum, fellihýsum eða tjaldvögnum á almannafæri utan merktra tjaldsvæða í landi sveitarfélagsins. Samanber 2.mgr. 23 gr laga um náttúruvernd þar sem fram kemur að leyfilegt sé að vísa fólki sem gistir á ómerktum tjaldsvæðum á nærliggjandi tjaldsvæði. Tillaga samþykkt einum rómi.

16.       Erindi um sameiningar sveitarfélaga. Kjör fulltrúa í nefnd. Erindi lagt fram undirritað af Ingibjörgu Harðardóttur fyrir hönd sveitarstjórnar Grímsnes  - og Grafningshrepps. Í erindinu er óskað eftir að skipaðir verði tveir fulltrúar í hverju sveitarfélagi í nefnd sem muni hafa það hlutverk að fjalla um kosti og galla sameiningar allra sveitarfélaga í sýslunni í eitt sveitarfélag. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Björgvin Skafti Bjarnson og Gunnar Örn Marteinsson verði fulltrúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps í nefndinni.

17.       Trjágróður á vegamótum og meðfram vegum í sveitarfélaginu. Áhrif á umferðaröryggi. Sveitarstjóri lagði fram Ástæða er til að hafa áhyggjur af því að trjágróður dragi úr útsýni á vissum stöðum meðfram vegum og við vegamót í sveitarfélaginu. Hætta getur verið á að þar sem hagar þannig til geti umferðaröryggi verið stefnt í hættu. Æskilegt væri að gera úttekt á þessum aðstæðum af þar til bærum aðilum. Sveitarstjóra falið að leita eftir úttekt af til þess bærum aðilum.

18.      Korngrís. Umsókn um styrk úr atvinnuuppbyggingarsjóði. Umsókn undirrituð af Petrínu Jónsdóttur lögð fram ásamt gögnum. Umsóknin er um Kjötvinnslu og verslun. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að meta gögn með umsókninni leita álits hjá Atvinnuráðgjöf SASS. Afgreiðslu að öðru leiti frestað.

Fundargerðir

19.      Fundargerð 111. Fundar Skipulagsnefndar. Mál nr. 6. Þarfnast afgreiðslu. 

Flúðalína 1: Endurnýjun 66 KV jarðstrengs við Búrfell: Umsagnarbeiðni - 1605044. Lögð fram tilkynning Landsnets um matsskyldu vegna lagningu 66 kV jarðstrengs yfir Fossá við Búrfell. Óskað er eftir umsögn um hvort að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðum og vöktun, og hvort að hún skuli háð mati á umhverfisáhrifum framkvæmda. Meðfylgjandi eru umsagnir Veiðimála-stofnunar og Forsætisráðuneytisins.Að mati skipulagsnefndar er gert nægjanlega grein fyrir framkvæmdinni og ekki er talið að hún sé háð mati á umhverfisáhrifum framkvæmda.   Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og telur nægjanlega grein gerða fyrir framkvæmdinni og telur að hún sé háð mati á umhverfisáhrifum framkvæmda.

20.     Fundargerðir 17 og 18 funda. Menningar- og Æskulýðsnefndar. Fundargerðir lagðar fram og kynntar.

21.     Fundargerð atvinnumálanefndar. Fundargerð lögð fram og kynnt.

22.    Fundargerð 10 fundar Skólanefndar Flúðaskóla 26.05.16. Fundargerð lögð fram og kynnt.

Samningar og styrkir

23.    Samstarfssamningur um seyrusvæði. Samningur staðfestur.

 

24.    SÍBS Beiðni um styrk. SÍBS óskar eftir styrk til útgáfu blaðs. Beiðni hafnað.

Annað

25.    Lánssamningur við Lánasjóð sveitarfélaga. Sveitarstjóri lagði fram lánasamning við Lánasjóð sveitarfélagsins að fjárhæð 18.600.000 kr.

Lögð var fram svohljóðandi tillaga : Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf að fjárhæð 18.600.000 kr. til 18 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til kaupa á íbúðarhúsnæðinu Holtabraut 27 og í fullu samræmi við 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.   Jafnframt er Kristófer Tómassyni kt. 060865-5909, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Skeiða og Gnúpverjahrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari. Tillaga samþykkt samhljóða.

26.      Fundargerð 13. Fundar Umhverfisnefndar 30 maí. Fundargerð lögð fram og kynnt.

27.      Önnur mál.

Halla Sigríður Bjarnadóttir óskaði eftir lista yfir eignir sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að gera lista yfir eignirnar.

 

Mál til kynningar :

A.   Fundargerð Stjórnarfundar Sambands Svf nr. 838.

B.   Skoðunarskýrsla Brunavarna á bókasafni og Leikskóla.

C.   Matslýsing raforka Landsnet.

D.   Heilbrigðisnefnd. 172. Fundur.

E.    Fundargerð Héraðsnefnar Árnesinga nr.8.

F.    Ársreikningur Landskerfis bókasafna.

G.   Fundargerð 110 fundar Skipulagsnefndar.

H.   Ályktanir Foss.

I.       Fundargerð 5. Fundar stjórnar Burnavarna Árn.

J.      Skólanefnd Flúðaskóla. Fundargerð 10 fundar.

K.   Seyruhótel. Lokaskýrsla.

Fundi slitið kl 18:00

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 29. júní næstkomandi kl 14:00