Sveitarstjórn

33. fundur 07. september 2016 kl. 14:00
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

            33. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 7. september  2016  kl. 14:00.

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar.

1.    Tilboð í leigu fjallaskálans í Hólaskógi. Tilboð bárust frá tveimur aðilum um leigu á fjallaskálanum í Hólaskógi. Frá Extreme Iceland og Gesti Þórðarsyni. Samþykkt að fela Sveitarstjóra, oddvita og Höllu Sigríði Bjarnadóttur að ræða við báða tilboðshafa og óska eftir nánari upplýsingum frá þeim.

2.    Umsóknir um leigu Reykholtslaugar í Þjórsárdal. Eftir auglýsingu sendu  eftirtaldir fimm aðilar inn umsókn um leigu laugarinnar. Elín Moquvist, Ólafur Freyr Ólafsson, Rauðikambur ehf, Valdimar Jóhannsson og Sigfús Brynjar Sigfússon,  Josefine Denami, Vestra Geldingaholti, Guesthouse  ehf , Guðmundur Arnar Sigfússon/ Arnon ehf, Sten Bastman, Orsa Svíþjóð.

Umsóknir teknar til umræðu. Sveitarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum að hefja viðræður við Rauðakamb ehf um útleigu sundlaugarinnar. Samþykkt er jafnframt að óska eftir  viðhaldsáætlun um uppbygginguna á sundlaugarsvæðinu. Oddvita og sveitarstjóra falið að vinna að samningsgerð um útleigu eignarinnar og leggja samningsdrög og tilheyrandi fylgiskjöl þar með talda viðhaldsáætlun fram til samþykktar á næsta fundi sveitarstjórnar.

Gunnar Örn Marteinsson greiddi atkvæði gegn málinu og lagði fram eftirgreinda bókun: Ekki hefur verið staðið við þann samning sem gerður var við Þjórsárdalslaug sf þar sem leigutakar hafa ekki með nokkru móti haldið eigninni í því horfi sem samningar kveða á um, raunar er ástand eignarinnar til háborinnar skammar. Réttast er að rifta núverandi samningi þar sem allar forsendur eru til þess vegna vanefnda og auglýsa síðan eftir aðilum sem tilbúnir eru til uppbyggingar á svæðinu og hafa til þess getu.

3.    Sorpþjónusta í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Niðurstöður útboðs.

Útboð um sorpþjónustu var opnað 6 september. Tveir aðilar buðu í sorpþjónustuna. Íslenska gámafélagið hf og Gáma-þjónustan hf. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 96.828.000 kr.

Gámaþjónustan hef bauð 100.812.656 kr. Íslenska gámafélagið hf bauð 93.045.320 kr. Niðurstöður kynntar og afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar sveitarstjórnar.

4.    Ósk Ragnars Ingólfssonar og Guðbjargar Bjarnadóttur um kaup á landi í Heiðargerði. Lagt var fram erindi fram kauptilboð frá ofangreindum aðilum, þar er óskað eftir að kaupa landspilduna Heiðargerði af sveitarfélaginu. Spildan er 3,9 hektarar að stærð tilboðið hljóðar uppá  700.000 kr. Sveitarstjóra falið að ræða og semja við Ragnar og Guðbjörgu um kaupverðið.

5.    Korngrís. Umsókn um styrk úr Atvinnuuppbyggingarsjóði. Vísað er til erindis frá fundi nr 28. Þann 1. júní sl. Þar var lögð fram

ítarleg skýrsla frá um verkefnið ,,Kjötvinnsla í Laxárdal“. Umsögn frá Atvinnuráðgjöf SASS lögð fram málinu til stuðnings. Samþykkt samhljóða að veita 1.500.000 kr styrks úr sjóðnum til verkefnisins. Greiðsla styrksins verði samkvæmt framvindu verkefnisins.

6.    Dilkur ehf Umsókn um styrk úr Atvinnuuppbyggingarsjóði. Lögð var fram umsókn um styrk úr sjóðnum frá Lofti Erlingssyni fyrir hönd félagsins Dilks ehf. Félagið fæst við ferðaþjónustu. Umsókn hafnað samhljóða.

7.    Erindi frá Eyþóri Brynjólfssyni, varðar leigu á Neslaug. Lagt fram erindi frá Eyþóri Brynjólfssyni umsjónarmanni sundlauga þar sem hann óskar eftir að taka rekstur Neslaugar á leigu árið 2017, gegn því að fá framlag frá sveitarfélaginu til rekstrar laugarinnar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga til samninga við Eyþór um rekstur laugarinnar árið 2017 og felur sveitarstjóra að vinna að gerð tilheyrandi samnings og leggja hann fyrir sveitarstjórn á næsta fundi sveitarstjórnar.

8.    Bændasamtök Íslands. Fjallskil. Lagt fram og kynnt bréf frá Bændasamtökum Íslands undirritað af Sigurði Eyþórssyni framkvæmdastjóra.

9.    Möguleikar til vatnsöflunar. Lögð var fram og kynnt skýrsla frá Orkurannsóknum um möguleika til vatnsöflunar. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að skoðun möguleika á þessu sviði með sérfróðum aðilum.

10.   Skerðing þjónustu Lyfju. Lögð fram tilkynning frá apótekinu Lyfju þar sem þess er getið að ekki verði starfandi lyfjafræðingur í útibúi Lyfju í Laugarási tímabundið frá 1. September. Mun það ótvírætt skerða þjónustu. Sveitarstjórn mótmælir skertri þjónustu lyfju. Oddvita falið að taka málið til umræðu í oddvitanefnd Laugaráslæknishéraðs.

Fundargerðir

11.   Fundargerð Skólanefndar, grunnskólamálefni. Fundargerð lögð fram og kynnt.

12.   Fundargerð Skólanefndar, leikskólamálefni. Fundargerð lögð fram og kynnt. Fram kemur að ráða þarf starfsmann í leikskóla vegna fjölgunar barngilda. Máli vísað til viðauka við fjárhagsáætlun.

13.   Fundargerð Skólanefndar Flúðaskóla. Fundargerð lögð fram og kynnt.

14.   Fundargerð 20. fundar stjórnar BS Bergrisans. Fundargerð lögð fram og kynnt.

15.   Skipulagsnefnd. 116. fundur. Lagt fram og kynnt. Engin mál lögð fram vegna Skeiða- og Gnúpverjahrepps á fundinum.

Samningar og styrkbeiðnir

16.   Lamaðir og fatlaðir. Beiðni um styrk. Lögð fram beiðni um framlag til félagsins vegna sumarsins 2016, kr 49.000. Undirrituð af Vilmundi Gíslasyni framkvæmastjóra. Beiðni samþykkt samhljóða. Framlag rúmast innan fjárhagsáætlunar.

17.   Orna ehf. Uppsögn samnings um félagsheimli og tjaldsvæði. Fyrirkomulag leigu félagsheimils og tjaldsvæðis við Árnes. Sveitarstjóra falið að ræða við eigendur Orna ehf um uppsögn samningsins. Máli frestað til næsta fundar.

Rætt var um fyrirkomulag leigu félagsheimilisins Árnesi og tjaldsvæðis. Sveitarstjórn samþykkir að stefna að því að óska eftir tilboðum í útleigu félagsheimilisins Árnes og tjaldsvæðis við Árnes ásamt reksturs mötuneytis fyrir skóla og grunnskóla sveitarfélagsins. Sveitarstjóra og oddvita falið undirbúa útboðsgögn fyrir næsta fund.

18.   Samningur um kaup á iðnaðarhúsnæði við Tvísteinabraut 2. Lagður fram og samningur við Búnaðarfélag Gnúpverjahrepp um kaup á hluta iðnaðarhúsnæðis sem byggt mun verða við Tvísteinabraut 2. Samningur staðfestur.

19.   Lóðarleigusamningur um Tvísteinabraut 2. Samningur lagður fram og staðfestur.

20.   Samingur um framkvæmdaeftirlit við Búrfell 2.Máli frestað.

Annað

21.   Kjör fulltrúa á aðalfund SASS.

Sveitarfélagið á rétt á þremur fulltrúum á aðalfundinn. Samþykkt að Björgvin Skafit Bjarnason, Einar Bjarnason og Halla Sigríður Bjarnadóttir verði fulltrúar á fundinum. Til vara Meike Witt, Kristjana Gestsdóttir og Anna Þórný Sigfúsdóttir.

22.   Ársreikningur Hitaveitu Brautarholts 2015. Ársreikningur lagður fram. Hagnaður varð af rekstrinum að fjárhæð 900.000 kr. Eigið fé nam 12,2 mkr. Ársreikningur samþykktur samhljóða og undirritaður af sveitarstjórn.

23.   Friðlýsingar í Kerlingafjöllum. Lögð fram drög að auglýsingu friðlýsingar Kerlignafjallasvæðis. Drög auglýsingar samþykkt samhljóða.

24.   Bláhiminnn ehf beiðni um framlengingu á leigusamningi á Gisti-heimilinu Nónsteini. Jóhanna Reynsidóttir óskar fyrir hönd Bláhimins eftir framlengingu samnings um gistiheimilið Nónstein til 31. Október 2017. Beiðni samþykkt samhljóða. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi fyrir hönd sveitarfélagsins.

25.   Önnur mál

 I.  Halla Sigríður Bjarnadóttir kvaddi sér hljóðs og spurðist fyrir um staðsetningu geymslugáms við íþróttavöll við Árnes og hvort til stæði að ganga betur frá honum. Sveitarstjórn upplýsti um að til stæði að fjarlægja gáminn og setja í hans stað lítið geymsluhús.

II.    Halla Sigríður lagði áherslu á að snyrta þyrfti aspir við Neslaug. Tekið var undir það og verður það tekið til skoðunar í aðalskipulagsvinnu.

III.    Erindi barst frá Kristjáni Guðmundssyni varðandi lagfæringu heimagrafreits í Skáldabúðum en þar er Sigurgeir fjallkóngur jarðaður. Óskað er eftir stuðningi við verkefnið. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið.

Mál til kynningar

A.   SASS 510 fundur stjórnar.

B.   Vinna við aðalskipulag. Vinnufundur 17 ágúst. Fundargerð.

C.   Samntekr um lögreglukostnað.

D.   Þakkir frá vinabæ.

E.    Heilbrigðisnefnd 174 fundur.

F.    Fundur Umhverfisstofnunar, Hrun og Skogn. Varðar Friðlýsingar.

G.   Viðaukasamningur um skólaakstur.

H.   Bráðabirgðauppgjör sveitarfélagsins janúar-júní 2016.

I.       Skýrsla sveitarstjóra.

J.      Námsgagnsjóður.

K.   Frumvarp til laga um Umhverfisstofnun.

L.    Afgreiðslur byggingafulltrúa frá 03.08.16.

M. Afgreiðslur byggingafulltrúa frá 17.08.16.

N.   Viðbragðsáætlun við samfélagslegum áföllum. Drög.