Sveitarstjórn

36. fundur 07. desember 2016 kl. 14:00
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

           

               Fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 7. desember  2016  kl. 14:00.

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :

1.  Gjaldskrá Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017. Síðari umræða.

Vatnsgjald :
Gjaldskrá vatnsveitu fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði veðrur óbreytt frá þeirri
gjaldskrá sem í gildi hefur verið frá árinu 2012.

 Vatnsgjald er 0,20% af fasteignamati íbúðarhúsa, lóða og atvinnuhúsnæðis. þó að hámarki 35 þúsund krónur. Vatnsgjald sumarhúsa er 24.000 kr.
Seyrulosunargjald :
Árlegt gjald fyrir losun á seyru samkvæmt samþykkt nr. 149/2004 um hreinsun fráveituvatns og reglubundna losun, vinnslu eða förgun seyru verður 8,368.-kr á rotþró.

Sorpgjöld :
Sorpgjöld eru lögð á samkvæmt samþykkt um sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Skeiða- og
Gnúpverjahreppi sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar 8. Desember 2005. Samþykktin var staðfest á 84.fundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands þann 14. Mars 2006, og staðfest af
Umhverfisráðuneyti þann 5. Janúar 2007.

Sorpgjöld árið 2017 verða eftirfarandi:

Sorphirðugjald 240 Lítrar 15.101-kr.
Sorphirðugjald 660 Lítrar 43.755-kr.
Sorphirðugjald 1.100 Lítrar 75.824-kr.
Sorpeyðingargjald íbúðarhús 15.319.-kr.
Sorpeyðingargjald sumarhúsa 11.459-kr.
Sorpeyðingargjald atvinnu 41.878-kr.

Samþykkt um afslætti til íbúa sveitarfélagsins varðandi lífrænt hráefni frá 3. September 2013 gildir óbreytt frá fyrra ári.

Fráveitugjald :
Þar sem holræsakerfi er til staðar á vegum sveitarfélagsins er innheimt holræsagjald, nemur gjaldið 0,25% af fasteignamati.

Lóðaleigugjöld :
Lóðaleigugjöld innheimtast eftir lóðaleigusamningum.

Gjaldskrá mötuneytis:

Hádegisverður til nemenda Þjórsárskóla 317-kr Hádegisverður til nemenda Leikholts 235 kr.

Gjald fyrir hádegisverð til starfsmanna nemi hráefnisverði máltíða.

Gjaldskrá Þjórsárskóla :

Morgunhressing kr. 83.-Skólavistun klst. kr. 316 Aukavistun klst. kr.316 Náðarkorter 15 mín. 559 kr

Gjaldskrá leikskólans Leikholts :

Vistun á kjarnatíma, frá kl 08:00-16:00 er gjaldfrjáls.

Stök morgunhressing kr. 83- Stök síðdegishressing kr.93-

Gjald fyrir klukkustund utan kjarnatíma kr. 2.298. fyrir 30 mínútur kr. 1.149

Gjald fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur kr. 574.-

Gjaldskrá gatnagerðargjalda verði óbreytt frá árinu 2016.

Gjaldskrá samþykkt  samhljóða

 

2.     Álagningarhlutfall Útsvars- og fasteignagjalda í Skeiða- og Gnúpverjahreppi 2017. Síðari umræða. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að útsvarsprósenta verði 14,48 % árið 2017.

Fasteignagjöld 2017

A-flokkur.

Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis eins og þær eru skilgreindar í 3.gr. í lögum nr.4/1995 verður 0,50% af heildar fasteignamati.

B-flokkur.

Fasteignaskattur af opinberum byggingum eins og þær eru skilgreindar í 3.gr. í lögum nr. 4/1995 verður 1.32 % af heildar fasteignamati.

C-flokkur.

Fasteignaskattur atvinnuhúsnæðis og öðrum  eignum eins og þær eru skilgreindar í 3. Gr. Í lögum nr. 4/1995 verður 1,65% af heildarfasteignamati.

Afsláttur af fasteignaskatti fer eftir samþykktum sveitarstjórnar frá 7 febrúar 2006. Samkvæmt 3. Grein þeirrar samþykktar geta þeir sem eru eldri en 67 ára og þeir sem eru 75 % öryrkjar eða meira sótt um afslátt á fasteignagjöldum þeirrar íbúðar sem þeir búa í og ekki er nýtt af örðum, tekjuviðmið er í lið 7.

Lagt er til að afsláttur á fasteignagjöldum taki breytingum frá árinu 2016 í samræmi við breytingu á vísitölu neysluverð á tímabilinu 1.des 2015 til 1.des 2016. Gjalddagar fasteignagjalda 2017 verði 10  í samræmi við það sem lög og reglur heimila. Álagningarhlutfall fasteignagjalda samþykkt samhljóða.

3.     Ákvörðun um Tómstundastyrk 2017. Samþykkt samhljóða að tómstundastyrkurinn verði kr. 55.000 árið 2017.

4.     Fjárhagsáætlun Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017 og 2018-2020. Síðari umræða. Fjárhagsáætlun 2017.

Gert er ráð fyrir að útsvarstekjur  nemi  243.8mkr.

Fasteignagjöld  193,7  mkr

Tekjur frá Jöfnunarsjóði 64,1  mkr

Rekstrargjöld samstæðu 516,2 mkr

Afskriftir  26,3 mkr

Rekstrarniðurst. A-hluta tekjur umfram gjöld  37,6 mkr  

Rekstrarniðurst. samstæðu A og B-hluta tekjur umfram gjöld  32,3 mkr      

Handbært fé frá rekstri samstæðu 52,9 mkr.

Næsta árs afborganir langtímalána 3,1 mkr.

Fjárfestingar á árinu eru áætlaðar fyrir 52,0 mkr. Stærsta fjárfestingaverkefni verður lagfæring gatna 30,0 mkr. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 borin upp til samþykktar og samþykkt samhljóða

Fjárhagsáætlun 2018-2020. Sveitarstjóri lagð fram fjárhagsáætlun 2018-2020. Skatttekjur, framlög úr jöfnunarsjóði og aðrar tekjur eru áætlaðar þær sömu árin 2018-2020 og árið 2017. Ef ekki kemur til lækkun útsvars er áætlað að rekstrarniðurstaða eftir fjármagnsliði verði 30,820 þkr árið 2018, 29.368 þkr árið 2019 og 29.557 þkr árið 2020. Ekki er tekið tillit til verðlagsbreytinga. Áætlað er að heildarvirði eigna vaxi og muni nema 826.530 þkr í lok árs 2019. Veltufé frá rekstri er áætlað 56.667 þkr 2017 og 55.218 þkr árið 2019. Útlit er fyrir að handbært fé hækki frá ári til árs og verði komið í 79.618 þkr í lok árs 2020. Gert er ráð fyrir að fjárfest verði fyrir 52 mkr á ári 2017. Tilefni er til að það verði endurskoðað. Ekki hafa verið lögð fram áform um framkvæmdir árin 2018-2020. Útlit er fyrir að eiginfjárhlutfall verði 82 % í lok árs 2020 og veltufjárhlutfall  verði 1,55. Fjárhagsáætlanir 2017 og 2018-2020 samþykktar samhljóða.

5.  Fjárfestingaáætlun sveitarfélagsins 2017. Samkvæmt áætluninni er áætlað að framkvæmt verði á vegum sveitarfélagsins fyrir 51.985 þkr. Fjárfestingaáætlun samþykkt samhljóða.

6.  Laun kjörinna fulltrúa og sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 

Laun kjörinna fulltrúa, í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps tengjast þingfararkaupi samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar að loknum sveitarstjórnarkosningum 2014. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að laun kjörinna fulltrúa hækki ekki samkvæmt hækkun sem Kjararáð ákvað í nóvember sl. Hækkun júní 2016 standi. Framvegis taki laun kjörinna fulltrúa breytingum samkvæmt breytingum á launavísitölu.  Bókun sveitarstjóra: Laun sveitarstjóra Skeiða- og Gnúpverjahrepps eru bundin þingfararkaupi samkvæmt ráðningarsamningi. Undirritaður samþykkir að laun hans hækki ekki samkvæmt frá því sem Kjararáð ákvað í nóvember.  Hækkun ráðsins frá  júní 2016 standi og framvegis taki laun hans breytingum samkvæmt launavísitölu.  Kristófer A Tómasson sveitarstjóri.

       7.  Tilboð í bókhaldskerfi fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp. Lögð voru fram tilboð frá tveimur aðilum í bókhaldskerfi fyrir sveitarfélagið. DK undirritað af Dagbjarti Pálssyni og Wise undirritað af Birni              Þórhallssyni. Er þar um að ræða möguleika á leigu eða kaupum á þeim kerfum. Samþykkt samhljóða að ganga að tilboði um leigu á bókhaldskerfi frá DK. Oddvita og sveitarstjóra falið að ganga frá          samningi um það.

      8.  Ferðamálafulltrúi- Markaðsstofa Suðurlands. Umræða. Samþykkt að fela Atvinnumálanefnd  að kalla saman ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu til fundar varðandi þau mál.

      9.  Tæknisvið Uppsveita. Minnisblað um söfnun á seyru frá Berki Brynjarssyni hjá Tæknisviði Uppsveita. Þar sem kynnt eru áform um útboð á söfnun seyru í uppsveitum Árnessýslu. Sveitarstjórn           samþykkir samhljóða að taka þátt í útboðinu.

     10.  Bréf frá skólastjórum. Varðar staðsetningu náms- og starfsráðgjafa.

      Lagt var fram erindi frá skólastjórum innan Skólaþjónustu Árnesþings. Þar er lýst ánægju með ráðningu sameiginlegs náms- og starfsráðgjafa. Í bréfinu er lögð áhersla á að staðsetning ráðgjafans             verði á skrifstofu Skólaþjónustu Suðurlands. Sveitarstjórn tekur undir erindi bréfsins.

     11.   Áskorun frá kennurum í Tónlistarskóla Árnesinga. Lagt fram og kynnt.

     12.  Tilnefning til menntaverðlauna Suðurlands. Sveitarstjórn samþykkir að leggja til að leikskólinn Leikholt verði tilnefnt fyrir framsækið starf, sérstaklega fyrir kynningarmyndband um leikskólann.

      Fundargerðir:

     13.   Fundargerð starfshóps um kosti og galla sameiningar sveitarfélaga í Árnessýslu. Lögð fram fundargerð fyrsta fundar starfshóps sem skipaður hefur verið vegna viðræðna um kosti og galla                 sameiningar sveitarfélaga í Árnessýslu. Sveitarstjórn samþykkir án allra skuldbindinga að taka þátt í sviðsmyndagreiningu á möguleikum Árnessýslu og greiningu á helstu drifkröftum samfélagsins.          Greiningin getur nýst öllum sveitarfélögum burtséð frá því hvort að sameiningar verða að veruleika eða ekki.  Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar  Gunnar Örn Marteinsson lagði fram         eftirfarandi bókun: Sveitarstjórn samþykkir að boða til fundar með Þjórsársveitum og fara yfir hvort ástæða þykir til að halda áfram með það samstarf sem sveitarfélöginn voru kominn af stað með             varðandi atvinnumál og í leiðinni að ræða önnur mál er varðar samstarf og sameiningar sveitarfélaganna. Samþykkt samhljóða.

14.  Fundargerð 121. fundar Skipulagsnefndar. Mál nr. 2,3,4,5 og 6 þarfnast afgreiðslu. 

Mál nr 2.Gunnbjarnarholt 166549 og Sandlækur 1 land 2 lnr 201307 : Skipulagsáform um uppbyggingu á þremur svæðum. Um ræðir sex stórar íbúðarhúsalóðir í landi Sandlækjar, svæði fyrir verslun og þjónustu vestan gatnamóta Skeiða- og Hrunamannavegar og byggingar á bæjartorfu Gunnbjarnarholts. Óskað er eftir breytingu aðalskipulags samkvæmt áformum og leiðbeiningum varðandi sameiginlegt deiliskipulag fyrir umrætt svæði.

Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir að vísa málinu til vinnslu í aðalskipulags sveitarfélagsins.

Mál nr 3.Réttarholt B lnr. 223803. Urðarholt : Aðalskipulagsbreyting : Umsókn – 1606007 : Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2.mgr. 30. Gr. skipulagslaga. Í breytingunni felst að afmörkun þéttbýlisins minnkar og svæði utan þéttbýlismarka skilgreinist sem landbúnaðarsvæði. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemdir við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1.mgr. 31. Gr. skipulagslaga samhliða breytingu á deiliskipulagi svæðisins.

Mál nr 4.Réttarholt B lnr. 223803. Urðarholt: Deiliskipulagsbreyting – 1609048. Umsókn um breytingu á deiliskipulagi er nær til landsins Urðarholts, sunnan þjóðvegar. Í breytingunni felst að gildandi skipulagi sem gerir ráð fyrir hesthúsasvæði verði breytt í byggingareit fyrir íbúðarhús, útihús og smáhýsi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst samkv. 1. Mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr 5. Fossnes 166548. Breytt stærð. Staðfesting afmörkunar – 1501025. Lagfært lóðarblað fyrir jörðina  lagt fram. Samþykki eigenda aðliggjandi lands lagt fram.

Mál nr 6. Fossnes lóð 176972 og Fossnes lóð 176472. Sameining lóða – 1501025. Sameining lóðanna í 14.200 fermetra. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti sameiningu lóðanna og gerir ekki athugsemd við landsskipti.

15.    Fundargerð 122. Fundar Skipulagsnefndar. Mál nr. 11,12,13 og 14 þarfnast umfjöllunar. Auk þess, umsagnarbeiðni um mál nr. 15.

Mál nr 11. Kálfhóll lóð 178950. Íbúðabyggð: Aðalskipulagsbreyting -1611043. Umsókn eigenda lóðarinnar um breytingu á aðalskipulagi. Óskað eftir að 7,2 ha sumarhúsalóð veðrir breytt í íbúðarhúsasvæði. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að  málinu verði vísað til vinnslu aðalskipulags sveitarfélagsins.

Mál nr 12. Arngrímslundur lnr 224679 : nýbyggingar: Deiliskipulag – 1611044. Umsókn um að vinna deiliskipulag fyrir lóðina Arngrímslund. 0,7 ha að stærð. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 1. Mgr. 41.gr. skipulagslaga.

Mál nr 13. Eystra-Geldingaholt 166545 Eystra- Geldingaholt 9: Stofnun lóðar 1611045. Umsókn um skiptingu lóðarinnar Eystra- Geldingaholt 166545 í tvær lóðir. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir landskiptin fyrir sitt leyti.

Mál nr 14. Hvammsvirkjun. Deiliskipulag 1509062. Umsókn um heimild til deiliskipulagsgerðar vegna Hvammsvirkjunar. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir að kynna lýsingu aðalskipulagsbreytingar skv.  1. Mgr. 30. Gr. skipulagslag. Nr. 123/2010. Vísað er til aðalskipulagsvinnu.

16.    Stjórnarfundur BS Skipulags- og Byggingafulltrúa nr. 40. Í fundargerð er lögð fram fjárhagsáætlun fyrir byggðasamlagið fyrir árið 2017. Fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða.

17.    Héraðsnefnd Árnesinga bs. Fundargerð 9 fundar. Frá 12. Október 2016. Fjárhagsáætlanir Héraðsnefndar og tilheyrandi undirstofnana fyrir árið 2017 koma fram í fundargerðinni. Fjárhagsáætlanir  samþykktar samhljóða.

18.    Aðalfundur Bergrisans. Haldinn 12.10.2016. Í fundargerðinni er tekin fyrir ársskýrsla og fjárhagsáætlun.

19.    Fundargerð 12.fundar Skólanefndar Flúðaskóla. Fundargerð lögð fram og kynnt.

20.    Fundargerð skólanefndar 28.11.2016. Sameiginlegur grunn- og leikskólamál. Fundargerð lögð fram og kynnt.

21.    Fundargerð Skólanefndar 28.11.2016. Leikskólamál. Fundargerð lögð fram og kynnt.

22.    Fundargerð Afréttarmálanefndar 01.12.2016. Lagt fram og kynnt.

23.    Fundargerð 11. Fundar stjórnar Brunavarna Árnessýslu 22.11.2016. Fundargerð lögð fram og kynnt.

Beiðnir um styrki:

24.    Landgræðslan. Beiðni um styrk til verkefnisins : Bændur græða landið.

Lagt var fram erindi undirritað af Sigþrúði Jónsdóttur héraðsfulltrúa Landsgræðslunni þar sem óskað er eftir stuðningi til verkefnisins ,,Bændur græða landið“  Samþykkt að leggja 36.000 kr til verkefnisins. Rúmast innan fjárhagsáætlunar.

25.    Strókur. Beiðni um rekstrarstyrk. Erindi lagt fram undirritað af Bryndísi Tryggvadóttur og Sigríði Jensdóttur þar sem óskað er eftir styrk til starfsins. Beiðni hafnað.

26.    Kvennaathvarf. Beiðni um rekstrarstyrk. Lagt var fram erindi frá Margréti Marteinsdóttur framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins, þar sem óskað er eftir styrk til starfseminnar. Samþykkt samhljóða að styrkja Kvennaathvarfið um 50.000 kr. Rúmast innan fjárhagsáætlunar.

27.    Fræðslunet Suðurlands. Vísindasjóður, beiðni um framlag. Erindi undirritað af Eyjólfi Sturlaugssyni þar sem óskað er eftir framlagi til Vísindasjóðsins kr 50.000 á ári til áranna 2017-2020. Beiðni samþykkt. Samræmist fjárhagsáætlun 2017.

Samningar og umsagnir:

28.    Samningur um umsjón jarðarinnar Laugarás. Þarfnast staðfestingar samningur staðfestur. Gunnar Örn Marteinsson lagði fram svohljóðandi bókun : Eðlilegast er að setja hlut Laugarásjarðarinnar sem er í eigu sveitarfélaganna í sölu. Á þeim tíma sem sveitarfélöginn sem stóðu að uppbygging heilsugæslu í Laugarási keyptu þau land og heitavatnsréttindi í Laugarási, þau kaup voru nauðsynleg á þeim tíma, í dag eru hinsvegar aðrir tímar og eingin þörf fyrir sveitarfélöginn að hald í þessa eign. Samþykkt samhljóða.

29.    Samningur um náms- og starfsráðgjafa. Þarfnast staðfestingar. Samningur staðfestur.

30.    Samningur um Hólaskóg. Sveitarstjóri lagði fram drög að leigusamningi milli sveitarfélagsins og Extreme Iceland ehf. Um Leigu á Hólaskógi til fimm ára.

Gunnar Örn Marteinsson lagði fram eftirfarandi bókun :

Ljóst er að leigutakar ætla ekki að hafa reksturinn í Hólaskógi með svipuðu sniði og verið hefur frá því að húsið var tekið í notkun, það er að hafa það til almennrar útleigu fyrir þá sem leið eiga um svæðið. Eðlilegra er að setja húsið á sölu og sjá hvort möguleiki er að fá fyrir það viðunandi verð og byggja í staðinn hús sem hentaði fyrir fjallmenn og álíka stóra hópa sem leið eiga um svæðið en væri jafnframt hagkvæmara í rekstri, af umræðum í sveitarstjórn og fundargerð afréttamálanefndar frá 1.des 2016 að dæma er vilji fyrir að gera hlutina með þeim hætti. Verði gengið að þeim leigusamningi sem hér liggur fyrir til samþykktar er ljóst að mun erfiðara er að selja húsið og leigutaki hefur í hendi sér hvort og þá hvernig það er mögulegt á meðann á leigutíma stendur, slíkt kann að valda sveitarfélaginu fjárhagslegu tjóni.

Leigusamningur um Hólskóg samþykktur með fjórum atkvæðum. Skafti, Halla, Einar og Meike samþykktu. Gunnar Örn greiddi atkvæði á móti. Samþykkt að setja eignina í söluferli í framhaldinu.

31.   Kaupsamningur Heiðargerði. Þarfnast staðfestingar. Samningur staðfestur.

32.   Almannavarnarnefnd. Lagt var fram samkomulag milli Almanna-varnarnefndar Árnessýslu, Rangárvalla og Skaftafellssýslna og Lögreglustjórans um ráðningu starfsmanns lögreglu í Almannavarnarmála. Samkomulag samþykkt og staðfest.

33.   Samningur við Georg Kjartansson um fráveituverkefni. Samningur um framkvæmdir við fráveitumannvirki í Brautarholti. Samningur staðfestur

34.    Frá Sambandi Ísl Sveitarfélaga. Beiðni um umsögn um drög að reglugerð um veitingastaði, gististaði og heimagistingu undirrituð af Karli Björnssyni. Tekið er heilshugar undir umsögn sambandsins um málið.

35.    Fjölbrautarskóli Suðurlands. Fjárveiting til Hamars. Óskað er eftir framlagi til tækjalaupa í Hamar. Verknámshúsi Fjölbrautaskóla Suðurlands. Um er að ræða um 1.160 þkr. Beiðni samþykkt. Samræmist fjárhagsáætlun 2017.

36.    Erindi til umræðu um svæði undir húsbíla. Lagt fram erindi frá Kristni Kristjánssyni þar sem óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið um land undir svæði fyrir húsbíla. Erindi hafnað.

37.    Drög að reglum um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings.

38.    Þrándarlundur beiðni um breytingu  á Fasteignamati. Beiðni samþykkt.

Mál til kynningar:

A.  Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands.

B.   Stjórnarfundur Sorpstöðvar Suðurlands nr. 250.

C.   Afgreiðsla byggingafulltrúa. 02.11.2016.

D.   Afgreiðsla byggingafulltrúa. 16.11.2016.

E.   Bréf frá Eftirlitsnefnd um fjármál Sveitarfélaga.

F.    Fagráð Tónlistarskóla Árnesinga. Fundur nr. 178.

G.   Húsnæðismál Tónlistarskóla Árnesinga.

H.   Fundargerð 1. Fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands.

I.     Fundargerð 2. Fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands.

J.    Fundargerð 3. Fundar stjórnar Markaðsstofu Suðurlands.

K.   Skýrsla um Fasteignamat.

L.    Kynning Samband á fundum erlendis.

M.   Vinnufundur um aðalskipulag 01.12.2016, punktar.

N.   Drög að 9 mánaða uppgjöri Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

O.   Skýrsla sveitarstjóra.

P.    Íslandsmót iðn og tæknigreina.

       Fundir framundan.

A.   Ársfundur Sambands Íslenskra sveitarfélaga 24 mars 2017.

B.   Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 5-6 október 2017.

Fundi slitið kl. 18:30.

Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 4. janúar  næstkomandi.