Sveitarstjórn

37. fundur 04. janúar 2017 kl. 14:00
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

 

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar.

1.     Lögreglustjórinn á Suðurlandi. Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi mætti til fundarins ásamt Oddi Árnasyni yfirlögregluþjóni og Víði Reynissyni verkefnastjóra almannavarna hjá embættinu. Þeir munu heimsækja allar sveitarstjórnir á Suðurlandi á yfirstandandi vetri. Kjartan sagði frá umfangi og verkefnum embættisins. Embættið fékk til rekstrarins um 706 mkr framlag úr ríkissjóði á árinu 2016. Fjöldi lögreglumanna er 1,7 á hverja 1000 íbúa. Gerð hefur verið krafa um að fjárveitingin verði aukin um 200 mkr. Er það mjög brýnt svo að umferðareftirlit verði sinnt með viðunandi hætti að sögn Kjartans. Kjartan fór yfir helstu verkefni embættisins. Meðal annars, umferðareftirlit, átak gegn heimilisofbeldi og fleira. Hann ræddi um skyldur sveitarstjórnarmanna samkvæmt Almannavarnarlögum. Víðir Reynisson ræddi um almannavarnarmál, hann sagði frá fræðslustarfi og æfingum. Hann ræddi um getu almannavarna og lögreglu til að takast á við samfélagsleg áföll. Auk þess ræddi hann um gerð viðbragðsáætlana sveitarfélaga á svæðinu og úrbætur á fjarskiptasambandi. Unnið er að greiningu fjarskiptasambands með  Póst – og fjarskiptastofnun. Kjartan sagði frá hugmyndum um íbúafundi um skipulag Almannavarna. Oddur Árnason sagði frá viðbrögðum við flóðahættu.

2.     Skipulagsstofnun. Álit um mat umhverfisáhrifa Búrfellslundar. Lögð var fram skýrslan ,,Búrfellslundur álit um mat á umhverfisáhrifum“ Undirrituð af Ásdísi Hlökk Theódórsdóttur og Hólmfríði Bjarnadóttur.Í  skýrslunni kemur fram að Skipulagsstofnun telur vera tilefni  til að endurskoða áform um uppbyggingu 200 MW vindorkuvers við Búrfell. Niðurstöður um mikil umhverfisáhrif gefa, að mati stofnunarinnar,  tilefni til að skoða hvort önnur landsvæði henta betur fyrir uppbyggingu  af þessu tagi og umfangi. Að mati stofnunarinnar er þörf á ítarlegra mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Lagt fram og kynnt. Sveitarstjórn lýsir ánægju með gerð skýrslunnar.

3.     Kæra til Þjóðskrár vegna fasteignamats á vindmyllum. Lagt var fram bréf frá Þjóðskrá undirritað af Guðjóni Steinssyni. Í janúar 2016 var útgefið fasteignamat á Vindmyllum á Hafinu fnr. 220-2843 kært fyrir hönd sveitarfélagsins af Ívari Pálssyni hrl. Í áðurnefndu bréfi er tilkynnt ákvörðun Þjóðskrár að fasteignamatið standi óbreytt. Í bréfinu kemur fram að unnt sé að biðjast rökstuðnings fyrir matinu. Lagt var fram afrit af bréfi frá Ívari Pálssyni þar sem óskað er eftir rökstuðningi Þjóðskrár fyrir því að fasteignamat vindmyllanna standi óbreytt. Sveitarstjórn lýsir undrun sinni á að vinmyllurnar skuli vera svo lágt metnar sem raun ber vitni. Enginn vafi leikur á að matið er langt undir stofnkostnaði mannvirkjanna.

4.     Umræður um kosti og galla sameiningar sveitarfélaga. Oddviti greindi frá umræðum sem átt hafa sér stað um kosti og galla á sameiningum sveitarfélaga. Fulltrúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafa tekið þátt í umræðum við tvo hópa af þessu tilefni. Annars vegar um sameiningu allrar Árnessýslu og hins vegar um sameiningu sveitarfélaganna, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Flóahrepps, Rangárþings Ytra, Ásahrepps og Rangárþings Eystra. Í fyrrnefnda hópnum verður haldinn fundur 16. janúar nk. Á fundi síðarnefnda hópsins var samþykkt að leita eftir því við sveitarstjórnir tilheyrandi sveitafélaga að þær taki afstöðu til þátttöku í verkefninu og eftir atvikum skipi tvo fulltrúa í samstarfsnefnd sem verður kölluð saman fyrir lok janúar 2017. Samþykkt samhljóða að taka þátt í verkefninu. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að skipa Gunnar Örn Marteinsson og Björgvin Skafta Bjarnason í samstarfsnefndina fyrir hönd sveitarfélagsins.

5.     Styrkur til foreldra nýfæddra barna. Sveitarstjóra falið að útfæra styrk/viðurkenningu til foreldra nýfæddra barna.

6.     Nefndir sveitarfélagsins. Oddviti greindi frá breytingum á nefndum sveitarfélagsins. Meike Witt hefur óskað eftir að láta af formennsku í Skólanefnd. Oddviti lagði til að Einar Bjarnason varaoddviti tæki við formennsku í skólanefnd. Sveitarstjórn samþykkti samhljóða afsögn Meike og kjör Einars í hennar stað. Oddviti greindi einnig frá því að Einar Bjarnason óskaði eftir að láta af formennsku í atvinnumálanefnd sveitarfélagsins. Oddviti lagði fram tillögu um að Bjarni Hlynur Ásbjörnsson tæki við formennsku í Atvinnumálanefndinni. Framlögð breyting á skipan í Atvinnumálanefnd samþykkt samhljóða. Meike Witt óskar eftir að láta af setu í Ferðamálaráði uppsveita. Var það samþykkt. Samþykkt samhljóða að skipa Gunnar Örn Marteinsson  í hennar stað og Björgvin Skafta Bjarnason sem varamann í Ferðamálaráðið.

7.     Afslættir ellilífeyrisþega á fasteignagjöldum. Sveitarstjóri lagði fram tekjuviðmið og tilheyrandi uppreikning vegna afsláttar ellilífeyrisþega fyrir árið 2017 samkvæmt hækkun vísitölu milli ára. Uppreikningurinn byggir á eldri samþykkt sveitarstjórnar. Samkvæmt tekjuviðmiðinu fá einstaklingar 67 ára og eldri með tekjur allt að 2.394.396 kr, 100 % afslátt  af fasteignagjöldum. Sambúðarfólk með tekjur allt að 3.647.237 kr, 100 % afslátt. Afsláttur fasteignagjalda ellilífeyrisþega lækkar í þrepum að tekjum einstaklinga allt að 3.253.496 kr og hjá hjónum allt að 4.857.629 kr. Framlagt tekjuviðmið samþykkt samhljóða.

8.     Sundlaugar gjaldskrá/opnunartímar 2017. Oddviti kynnti tillögu um opnunartíma og gjaldskrá sundlauga. 17 -66 ára einstaklingar greiði kr 900, 67 ára og eldri greiði 500 kr. 10 miða kort verði selt á kr 4.500. og 20 miða kort á kr 6.500. Opnunartímar verði janúar til 1. júní 2017 mánudaga og fimmtudaga frá kl 18:00-22:00.

9.     Árnes útleiga. Útboð- ákvörðun um framvindu. Auglýst var í desember eftir tilboðum í félagsheimilið Árnes, tjaldsvæði og skólamötuneyti. Sveitarstjóra falið að auglýsa útboð ofangreindra eigna á ný.

10.   Breytingar vegna nýrra laga um opinber innkaup. Sveitarstjóri kynnti breytingar vegna nýrra laga um opinber innkaup nr. 120/2016. Meðal helstu breytinga laganna eru styttri tilboðsfrestir, styttri biðtími innanlands, sömu viðmiðunarfjárhæðir  innanlands fyrir sveitarfélög og ríki. Skýrari reglur um innanhússamninga og breytingar á samningum. Lagt fram og kynnt.

Fundargerðir.

11. Skipulagsnefnd. Fundargerð. 123 fundar. Mál nr. 17 þarfnast afgreiðslu.

Mál nr. 17. Hjólhýsabyggð í Þjórsárdal: Skriðufell Deiliskipulagsbreyting – 1612010. Tillaga lögð fram öðru sinni um breytingar á skilmálum deiliskipulags hjólhýsasvæðisins. Breytingin var samþykkt 3. sept 2014. Hún hlaut ekki formlegt gildi með auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda. Sveitarstjórn samþykkir að breytingin veðri auglýst að nýju skv 1. Mgr. 41. Gr. skipulagslag nr. 123/2010.

12.   Skipulagsnefnd. Fundargerð 124 fundar. Mál nr. 15 og 16 þarfnast afgreiðslu.  Mál nr. 15. Hvammsvirkjun: Virkjun Þjórsár á móts við Skarðsfjall : Deiliskipulag 1509062. Lýsing deiliskipulags fyrir Hvammsvirkjun lögð fram öðru sinni. Sveitarstjórn samþykkir að lýsing deiliskipulagsins verði kynnt skv. 3. Mgr. 40. Gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 16. Réttarholt A lnr. 166587. Ferðaþjónusta : Deiliskipulag – 1612035. Umsókn um deiliskipulag fyrir landið Réttarholt A lnr 166587 þar sem afmarkaðir eru þrír byggingareitir. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar. Sveitarstjórn samþykkir ekki að svo stöddu að gert verði ráð fyrir öðru en byggingu smáhýsa til útleigu eins og sú lýsing á aðalskipulagsbreytingu sem nú er í kynningu gerir ráð fyrir.

13.   Fundargerð 41. Fundar Stjórnar Bs Skipulags- og Byggfltr. Í fundargerð kemur fram að breyta skuli nafni byggðasamlagsins í Umhverfis – og tæknisvið Uppsveitar. Sveitarstjórn samþykkir nafnabreytinguna fyrir sitt leyti.

14.   Fundargerð 21. Fundar stjórnar Bergrisans. Fundargerð lögð fram og kynnt.

15.   Fundargerð 22. Fundar stjórnar Bergrisans. Fundargerð lögð fram og kynnt.

16.   Fundargerð 19 fundar stjórnar Skóla – og velferðarþj. Árnesþ. Fundargerð lögð fram og kynnt.

 Umsagnir og samningar.

17.   Umsögn um Br. á lögum um Líf. Sj starfsm. Ríkisins. Bréf undirritað af Karli Björnssyni framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga. Lagt fram og kynnt.

18.   Sólheimar SES. Áskorun. Lagt fram og kynnt.

19.   Þroskahjálp. Skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðum. Lagt fram og kynnt.

20.   Ráðningarsamningur Sveitarstjóra- oddvita. Máli frestað.

21. Fornleifaskráning. Lagður fram undirritaður samningur við Fornleifaskráningu ehf um skráningu fornminja í sveitarfélaginu. Samningur staðfestur.

22. Hólaskógur. Leigusamningur Extreme Iceland. Lagður fram undirritaður leigusamningur við Extreme Iceland um Hólaskóg. Samningur staðfestur.

23. Blesastaðir. Leyfi til gistingar, umsögn. Lögð fram beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn um rekstrarleyfi fyrir gististað að Blesastöðum 3. Beiðni undirrituð af Agli Benediktssyni. Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við að umbeðið rekstrarleyfi verði veitt.

24. Reglur Skóla- og velf.þj. Árnesþings Húsn.kostn lögmkostn. Oddviti kynnti reglur Skóla- og Velferðarþjónustu Árnesþing um greiðslu lögmannskostnaðar í barnaverndarmálum. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti reglurnar. Einnig kynnti oddviti reglur þjónustunnar um sérstakan húsnæðisstuðning. Sveitarstjórn samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti.

25. Ályktun tónlistarkennara. Lögð fram og kynnt.

26. Íslenskunám fyrir útlendinga. Fræðslunet Suðurlands stendur fyrir íslenskunámskeiði fyrir útlendinga. Kostnaður við slíkt námskeið nemur í heild ca 240 þkr. Líklegt er að Starfsmenntasjóður styðji verkefnið um 70 % af kostnaði. Samþykkt samhljóða að sveitarfélagið standi fyrir námskeiði fyrir útlendinga. Útgjöld rúmast innan fjárhagsáætlunar. Sveitarstjóra falið að auglýsa og undirbúa námskeiðið.

Mál til kynningar.

A.      Heilbrigðisnefnd fundargerð 176. fundar.

B.     Afgreiðslur byggingafulltrúa frá 30.11.16.

C.    Afgreiðslur byggingafulltrúa frá 14.12.16.

D.    Fundargerð fundar stýrihóps um Aðalskiðulag SKOGN.

E.   Kerfisáætlun, matslýsing.

F.    KPMG, endurskoðun.

G.   Tilnefning til menntaverðlauna. Rökstuðningur.

H.   Fundargerð 103. fundar Samstarfsn. SÍS og  KÍ

I.       Fundargerð 845. fundar Sambands svf.

J.      Umhverifsstofnun endurgr.  refa – og minkaveiða.

K.   Skýrsla sveitarstjóra.

Fundi slitið kl. 17:30.

Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn  1. febrúar næstkomandi.