Sveitarstjórn

39. fundur 01. mars 2017 kl. 14:00
Starfsmenn
  • Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

               39. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 1. mars 2017  kl. 14:00.

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar 

1.     Reykholtslaug Þjórsárdal. Rauðikambur ehf. Magnús Orri Schram mætti til fundarins fyrir hönd félagsins og kynnti hugmyndir um uppbyggingu ferðaþjónustu við sundlaugina  í  Reykholti í Þjórsárdal og svæðinu þar í grennd.

2.     Skipulagsstofnun, lýsing Hvammsvirkjun. Lagt var fram bréf frá Skipulagsstofnun undirritað af  Guðrúnu Höllu Gunnarsdóttur. Stofnunin óskar eftir að skipulagsgögn er varða málið verði send til stofnunarinnar. Lagt fram og kynnt. Skipulagsfulltrúa falið að afla gagnanna.

3.     Framkvæmdir. Gatnagerð í þéttbýliskjörnum. Börkur Brynjarsson verkfræðingur hjá Tækniþjónustu Uppsveita mætti til fundar og fór yfir kostnaðaráætlun fyrirhugaðra gatnagerðarframkvæmda í þéttbýliskjörnum við Brautarholt og Árnes. Heildarkostnaður framkvæmdanna er áætlaður um 90 milljónir króna. Lagt er til að framkvæmdunum verði dreift á árin 2017-2018. Samþykkt samhljóða  að fela Berki og Tækniþjónustu uppsveita að vinna útboðsgögn um verkið og leggja þau fram á næsta sveitarstjórnarfundi. Samhliða verði lagður fram viðauki við fjárfestinga- og fjárhagsáætlun vegna verkefnisins.

4.     Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Lýsing aðalskipulagsins 2017-2029 lögð fram og samþykkt samhljóða. Skipulagsfulltrúa falið að kynna lýsinguna.

5.     Erindi frá Huga Ármannssyni. Varðar land við Stóra-Núpskirkju. Erindi undirritað af  Huga Ármannsyni fyrir hönd db. Katrínar Briem lagt fram. Í erindinu er óskað eftir að sveitarfélagið kaupi landspildu meðfram kirkjugarðinum að Stóra- Núpi. Að mati sveitarstjórnar heyra mál kirkjugarðs Stóra-Núps ekki undir sveitarfélagið. Sveitarstjórn bendir á að æskilegast sé að erindinu sé beint til  sóknarnefndarinnar þar sem málið heyri undir hana.

6.     Skaftholtsréttir. Erindi frá Vinum Skaftholtsrétta undirritað af Lilju Loftsdóttur formanni félagsins. Í erindinu kemur fram að ógreidd sé skuld við Landsbankann að fjárhæð um 1.550.000 kr í formi yfirdráttarláns. Er skuldin tilkomin vegna framkvæmda við endurbyggingu Skaftholtsrétta á sínum tíma. Óskað er eftir að sveitarfélagið komi að málinu með því að greiða skuldina upp. Samþykkt samhljóða að skuldin verði greidd  úr sveitarsjóði. Sveitarstjóra falið að ganga frá uppgjöri skuldarinnar í samráði við ,,Vini Skaftholtsrétta“.  Kostnaður vegna málsins  bókast á atvinnumál og rúmast innan fjárhagsáætlunar.  Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að ekki verði ráðist í frekari fjárskuldbindingar vegna verkefnisins.

7.     Félagsheimilið Árnes og tjaldsvæði. Niðurstöður útboðs. Fyrirkomulag. Sveitarstjóri greindi frá því að eitt tilboð hefði borist í rekstur Félagsheimilisins Árnes, tjaldsvæðis og skólamötuneyti. Eitt tilboð barst eingöngu í rekstur tjaldsvæðisins. Ákveðið var að hafna báðum tilboðunum og auglýsa að nýju eftir rekstraraðilum að Árnesi og tjaldsvæðinu  til næsta sumars.

8.     Skeiðalaug. Rekstur.  Auglýst var eftir rekstraraðilum að sundlauginni. Ekki bárust umsóknir um rekstur sundlaugarinnar. Sveitarstjóra falið að auglýsa eftir starfsfólki í Skeiðalaug fyrir sumarið.  

9.     Skólaakstur. Fyrirkomulag. Samningar við skólabílstjóra renna út í lok núverandi skólaárs. Samþykkt að ganga til viðræðna við núverandi skólabílstjóra í sveitarfélaginu. Sveitarstjóra falið að annast viðræður við þá, fara yfir núverandi samninga og leggja fram drög að nýjum samningum á næsta fundi sveitarstjórnar.

10. Kaup á búnaði af  Kvenfélagi Skeiðahrepps. Oddviti lagði fram upplýsingar um verðmæti á borðbúnaði sem staðsettur er í félagsheimilinu í eigu Kvenfélags Skeiða. Kvenfélagið hefur óskað eftir að sveitarfélagið kaupi þann búnað. Máli frestað.

11. Fjárhags/fjárfestingaáætlun. Viðauki. Máli frestað til næsta fundar.

12. Spectus ehf.  Umsókn um lóð í Brautarholti. Lagt var fram erindi frá félaginu Spectus ehf undirritað af  Finni Ingólfssyni þar sem sótt er um lóðir nr 18-20 við Holtabraut í Brautarholtshverfi.  Samþykkt samhliða að úthluta lóðunum samkvæmt reglum sveitarfélagsins.

13. Erindi frá Aðalsteini Aðalsteinssyni. Aðalsteinn óskar eftir styrk til þátttöku í Heimsmeistaramóti Border Collie fjárhunda í  Hollandi sumarið 2017. Samþykkt að veita 20.000 kr til málsins.

14. Kaup á landi í Knarrarholti. Erindi frá Lindu og Atla. Lögð voru fram drög að kaupsamningi milli sveitarfélagsins annars vegar og Atla Eggertssonar og Lindu Óskar Högnadóttur hins vegar um kaup á landinu Knarrarholt, 3,9 hektara landsspildu. Samningsdrög samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

15. Erindi frá Sigrúnu Bjarnadóttur Fossnesi. Umsókn um leyfi til gistingar. Umsókn lögð fram frá Sigrúnu Bjarnadóttur  um rekstrarleyfi til gistingar í sumarhúsi í Fossnesi. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að leyfið verði veitt.

16. Bolette Hoeg Koch. Beiðni um framlag til inntökugjalds ljósleiðara.

Boletter hefur byggt nýtt íbúðarhús þar sem starfsfólk hennar hefur lögheimili. Sveitarstjóra falið að annast afgreiðslu málsins samkvæmt afgreiðslu sveitarstjórnar frá 2013.

17. Umhverfisstofnun. Mat á fráveitum. Lagt var frá bréf frá Umhverfisstofnun  þar sem óskað er eftir aðstoð sveitarfélagsins við mat á þörf fyrir fráveitur og áætlaðan kostnað við slíkar framkvæmdir. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

Fundargerðir

18. Skipulagsnefnd fundargerð 127. fundar. Mál nr 16,17 og 18. Þarfnast  afgreiðslu.

Mál nr. 16. Kálfhóll lóð lnr 178950: Fimm frístundalóðir : Deiliskipulag 1701074

Fyrir liggur beiðni um skiptingu landsins í fimm frístundalóðir. Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagið verði auglýst skv. 1.mgr 41.gr. skipulagslaga með fyrirvara um að skilmálum verði breytt þannig að nýtingarhlutfall verði að hámarki 0,03 og að hámarksstærð aukahúss verði 40 m2.

Mál nr. 17. Ósabakki lóð 2 lnr. 178244: staðfesting á afmörkun lóðar 1702006

Lögð fram staðfesting á afmörkun lóðarinnar Ósabakki 2 lnr 178244. Stærð hennar mun ekki breytast. Sveitarstjórn samþykkir afmörkun lóðarinnar fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lands á hnitsetningu landamarka.

Mál nr. 18. Ósabakki 2 166487: Ósabakki 3 skemma: Stofnun lóðar – 1702007.

Umsókn um stofnun 2.228 m2 lóðarum skemmu úr landi Ósabakka 2 sem mun fá nafnið Ósabakki 3 skemma. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leiti stofnun lóðarinnar og tilheyrandi landsskipti með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi lands á hnitsetningu landamarka.

19. Skipulagsnefnd fundargerð 128. fundar. Mál nr 13,14,15,16,17,18 og 19. Þarfnast afgreiðslu.

Mál nr. 12. Hvammsvirkjun: Virkjun Þjórsár á móts við Skarðsfjall: Aðalskipulagsbreyting 1611065.

 Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna Hvammsvirkjunar. Breyting á afmörkun Hagalóns og færslu austasta hluta Gnúpverjavegar. Auk þess lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar um lýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir fyrir sitt leiti tillöguna. Einnig samþykkir sveitarstjórn að hún verði kynnt skv. 2. mgr. 30.gr skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða kynningu á deiliskipulagi virkjunarinnar. Auk þess samþykkir sveitarstjórn að auglýsing skv. 1. Mgr.31.gr. verði samhliða deiliskipulagi virkjunarinnar og frummatsskýrslu. Meike Witt sat hjá.

Mál nr. 13. Hvammsvirkjun: Virkjun Þjórsár á móts við Skarðsfjall: Deiliskipulag-1509062.

Tillaga að deiliskipulagi Hvammsvirkjunar. Umsagnir liggja fyrir frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Fiskistofu og Umhverfisstofnun, auk nokkurra athugasemda.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 4.mgr.40.gr. skipulagslaga samhliða kynningu á breytingu á aðalskipulagi fyrir hluta svæðisins. Samþykkt að kynna skipulagsmál svæðisins á almennum íbúafundi. Meike Witt greiddi atkvæði á móti og lagði fram svohljóðandi bókun :  Að svo stöddu tel ég ekki rétt að samþykkja umrætt deiliskipulag. Ekki er tímabært að mínu mati að það verði samþykkt fyrr en niðurstaða umhverfismats liggur fyrir.

Mál nr. 14. Háholt 1 lnr. 176073: Afmörkun lóðar – 1702037

Umsókn um staðfestingu á afmörkun lóðarinnar Háholt 1 úr landi Háholts (lnr.166557). skráð 2.500 m2. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti afmörkun lóðarinnar og landskiptin skv. 13.gr. jarðarlaga með með fyrirvara um samþykki eiganda lóðarinnar Öxl lnr. 209231, hvað varðar aðkomu að lóðinni.

Mál nr. 15. Háholt lnr 166557 : Skemma: Stofnun lóðar - 1702038

Umsókn um stofnun 1.200 m2. Lóðar um svínahús fastanr. 220-2327 úr landi Háholts(lnr 166557) Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti stofnun lóðarinnar og landskiptin skv. 13.gr. jarðarlaga.

Mál nr. 16. Háholt lnr. 166557 : Sjónarhóll : Stofnun lóðar – 1702039.

Umsókna lögð fram um stofnun 10.000 m2 lóðar úr landi Háholts (lnr. 166557). Nafn lóðarinnar verður Sjónarhóll. Sveitarstjórn samþykkir stofnun lóðarinnar og landsskiptin skv. 13.gr.jarðarlaga með fyrirvara um samþykki eiganda lóðarinnar Öxl lnr. 209231, hvað varðar aðkomu að lóðinni.

Mál nr. 17. Minni-Mástunga lnr. 166582: Breytt nýting lóðar : Fyrirspurn – 1701046.

Drög að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Minni-Mástungu. Í breytingunni  er um að ræða að lóð hótels verði breytt til raunverulegrar afmörkunar og stærð, ásamt því að tvær frístundalóðir verði felldar út, í stað þeirra verði gert ráð fyrir einni íbúðarhúsalóð. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 1. Mgr. 41.gr. skipulagslaga með fyrirvara um lagfæringar á gögnum í samráði við skipulagsfulltrúa.

Mál nr. 18. Stöng og Gjáin í Þjórsárdal : Deiliskipulag – 1511004

Tilaga að deiliskipulagi sem nær til Stangar og Gjárinnar í Þjórsárdal. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir möguleika á að endurnýja yfirbyggingu bæjarrústa ásamt því er afmarkaður byggingareitur fyrir salerni við bílastæði sunnan Rauðár. Gert er ráð fyrir að aðkoma að Gjánni verði frá frá bílastæði við Stöng um göngu og reiðleið.  Sveitarstjórn samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og samþykkir að hún verði kynnt skv. 4.mgr. 40.gr. skipulagslaga og leitað umsagnar um hana hjá Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti Suðurlands.

Mál nr. 19. Skaftholt lnr. 166592. Hraunhólar : Deiliskipulagsbreyting – 1702023.

Umsókn Sjálfseignarstofnunarinnar Skaftholts um að bæta við 4 ha spildu við deiliskipulag Hraunhóla. Gert er ráð fyrir að reisa 600 m2 íbúðarhús á spildunni. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir fyrir sitt leyti að auglýsa hana skv. 1. Mgr. 41. Gr. skipulagslaga, með fyrirvara um að vegtenging við þjóðveg verði unnin í samráði við Vegagerðina.

20. Atvinnumála- og samgöngunefnd, fundargerð 13. fundar. 17.02.2017. Fundargerð lögð fram og kynnt.

21. Atvinnumála- og samgöngunefnd, fundargerð 14. fundar. 24.02.2017. Fundargerð lögð fram og kynnt.

22. Menningar- og æskulýðsnefnd, fundargerð. 24. Fundur 14.02.17. Fundargerð lögð fram og kynnt.

23. Skólanefnd Flúðaskóla. Fundargerð 13.fundar. Fundargerð lögð fram og kynnt.

24. Umhverfisnefnd. Fundargerð frá 1. febrúar. Fundargerð lögð fram og kynnt.

Annað

25. Samningur við DK um bókhaldskerfi. Undirritaður samningur lagður fram og staðfestur.

26. Frumvarp til laga um farþega- og farmflutninga. Beiðni um umsögn. Þingskjal lagt fram og kynnt.

27. Gjálp, félag áhugafólks um atvinnuuppbygginu við Þjórsá. Anna Björk Hjaltadóttir og Edda Pálsdóttir í stjórn félagsins mættu til fundar og ræddu um deiliskipulag Hvammsvirkjunar og starfsemi félagsins.

28. Björgunarfélagið Eyvindur.  Erindi frá Björgunarfélaginu Eyvindi undirritað af Halldóru Hjörleifsdóttur og Meike Witt. Þar er óskað eftir styrk til að halda námskeið fyrir börn í 4- 7 bekk grunnskóla. Meike WItt vék af fundi. Samþykkt að styrkja verkefnið um 20.000 kr.

29. Erindi frá Gesti Þórðarsyni. Gestur óskar eftir að tak á leigu land til beitar fyrir hross í nágrenni við land við Réttarholt. Afgreiðslu málsins frestað.

Mál til kynningar

A.   Heilbrigðisnefnd, fundargerð 177. fundar.

B.    516. Fundur Stjórnar SASS.

C.    Afgreiðsla Byggingafltr. 01.02.2017.

D.   Afgreiðsla Byggingafltr. 16.02.2017.

E.    Athugasemdir Gjálpar við Hvammsvirkjun.

F.     Umfí. Landsmót.

G.   Lánasjóður sveitarfélaga.

H.   Minnisblað fyrir þingmannafund.

I.       Aðalskipulagsvinna. Fundargerð 16.02.17.

J.      Stjórnarfundur nr 253. SOS.

K.   Kynning gistireglur.

L.    Frumvarp. Beiðni um umsögn.

M.  Skrá um kjörna fulltrúa á Landsþingi Sambands Ísl. Svf.

N.   Félag orkusveitarfélaga. 20.01.17. Stjórnarfundur.

O.   Stofnframlag leiguíbúða. Húsnæðisfélög.

P.     Korngrís framvinda verkefnis.

Q.   Athugsemdir við Deiliskipulag að Hvammsvirkjun.

R.    Vegvísir Umbótaverkefni. SNS-KÍ.

S.     Skýrsla sveitarstjóra.

Fundi slitið kl 18:30.

Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn  5. apríl næstkomandi.