Sveitarstjórn

40. fundur 05. apríl 2017 kl. 14:00
Starfsmenn
  •  Björgvin Skafti Bjarnason Gunnar Örn Marteinsson

                40. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 5.apríl 2017  kl. 14:00.

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :

1.     Ársreikningur Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2016. Fyrri umræða. Auðunn Guðjónsson endurskoðandi sveitarfélagsins mætti til fundarins og fór yfir og útskýrði ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2016. Samþykkt var að vísa afgreiðslu ársreikningsins til síðari umræðu.

2.     Ársreikningur Hitaveitu Brautarholts 2016. Ársreikningur lagður fram.  Gögn hér

Auðunn Guðjónsson endurskoðandi sveitarfélagsins útskýrði ársreikninginn og svaraði spurningum. Heildartekjur námu 2.746 þkr á móti 2.494 þkr árið áður. Hagnaður eftir skatta nam 1.136. þkr á móti 946 þkr árið áður. Heildareignir námu 14.010 þkr og eigð fé 13.335 þkr. Handbært fé í árslok 5.938 þkr. Ársreikningur samþykktur samhljóða.

3.     Skýrsla endurskoðanda SKOGN 2016. Auðunn Guðjónsson endurskoðandi sveitarfélagsins lagði fram og kynnti endurskoðunarskýrslu til sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

4.     Undirbúningur Hvammsvirkjunar. Staða mála. Ólöf Rós Káradóttir og Helgi Bjarnason frá Landsvirkjun mættu til fundar og greindu frá undirbúningi framkvæmda við Hvammsvirkjun. Meðal þess sem þau komu inn á var mat á umhverfisahrifum, útlitshönnun, framkvæmdatíma og leyfismál. Lögð verður áhersla á að gera virkjunina aðgengilega fyrir ferðamenn. Greint var frá viðhorfskönnunar sem gerð var meðal íbúa, sumarhúsaeigenda í sveitarfélaginu, ferðamanna og fagfólks í ferðaþjónustu.

5.     Tillaga að aðalskipulagsbreytingu vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá.

Lögð var fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna Hvammsvirkjunar- afmörkunar Hagalóns. Unnin af Steinsholti sf.

Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Í breytingunni felst breyting á afmörkun Hagalóns og færslu á austasta hluta Gnúpverjavegar. Tillagan var kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga með auglýsingu sem birtist 23. mars sl. samhliða kynningu á deiliskipulagstillögu fyrir virkjunina.

Sveitarstjórn samþykkir með fjórum atkvæðum að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til athugunar Skipulagsstofnunar skv. 3. mgr. 30. gr. laganna. Gert er ráð fyrir að aðalskipulagsbreytingin verði auglýsta samhliða deiliskipulagi Hvammsvirkjunar. Skafti, Einar, Gunnar Örn og Halla Sigríður voru samþykk. Meike Witt greiddi atkvæði gegn tillögunni og lagði fram svohljóðandi tillögu. Að svo stöddu tel ég ekki rétt að samþykkja umrædda aðalskipulagstillögu fyrr en niðurstaða umhverfismats liggur fyrir.

6.       Framkvæmdir. Útboðsgögn vegna gatnagerðar í þéttbýliskjörnum. Lögð voru fram útboðsgögn vegna gatnagerðarinnar unnin af Berki Brynjarssyni verðfræðingi hjá Umhverfis og tækniþjónustu Uppsveita. Útboðsgögn samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að auglýsa og annast útboð í samstarfi við Umhverfis og tækniþjónustu Uppsveita. Útlit er fyrir nokkurn kostnaðarauka frá því sem áður var talið. Máli vísað til viðauka fjárhagsáætlunar.

7.     Framkvæmdir. Kaldavatnsveita. Lagt var fram minnisblað frá Eyþóri Sigurðssyni verkfræðingi hjá Umhverfis- og tækniþjónustu Uppsveita um lausnir til að bæta vatnsöflun við Árnes og nágrenni. Áætlaður kostnaður erum 3.557 þkr. Samþykkt að greina aðstæður betur. Afgreiðslu frestað

8.     Þjóðskrá Íslands- Rökstuðningur fyrir fasteignamati á vindmyllum. Bréf lagt fram frá Þjóðskrá. Undirritað af  Ragnari Thorarensen.Í bréfinu er vísað þess að Þjóðskrá hafi borist beiðni frá lögmanni og sveitarstjóra fyrir hönd sveitarstjórnar um rökstuðning við fasteignamat á vindmyllum á Hafinu. Í bréfinu er greint frá því að fasteignamat á vindmyllum standi óbreytt. Þar er vísað til lagagreina og úrskurða Yfirfasteignamatsnefndar í öðrum skyldum málum. Ennfremur er í bréfinu bent á að sveitarfélagið geti kært niðurstöðuna til Yfirfasteignamatsnefndar. Samþykkt samhljóða að leita álits lögmanns vegna málsins.

9.     Fjárfestinga – og fjárhagsáætlun. Viðaukar. Afgreiðslu frestað.

10.  Fjárhagsmál. Sveitarstjóri lagði fram greinargerð þar sem bent er á að útgjöld vegna framkvæmda hafi verið mikil að undanförnu. Það kom til tímabundinnar þarfar á töku yfirdráttarláns í mars sl. Sveitarstjóri fékk samþykkt sveitarstjórnar fyrir því með tölvupóstum. Að sögn sveitarstjóra gætu skapast tímabundin þörf fyrir yfirdrátt innan ársins allt að 20 mkr vegna fyrirhugaðra framkvæmda síðar á árinu. Samþykkt með fjórum atkvæðum að veita sveitarstjóra heimild til töku yfirdráttarláns allt að 20 mkr til 31.12.2017 ef þörf krefur. Gunnar Örn Marteinsson sat hjá.

11.    Umsóknir um rekstur í Árnesi. Þrjár umsóknir bárust um rekstur í félagsheimilinu Árnesi og tjaldsvæða. Ein umsóknin var dregin til baka. Sveitarstjórn samþykkir að hafna innkomnum umsóknum.

12.    Rekstraraðilar að Skeiðalaug. Ein umsókn hefur borist um rekstur Skeiðalaugar og er frá South central. Samþykkt að fela sveitarstjóra að ræða við umsækjandann um rekstur Skeiðalaugar.

13.     Samningar um skólaakstur. Sveitarstjóri lagði fram drög að samningum við skólabílstjóra fyrir skólaárin 2017-2018 og 2018-2019. Sveitarstjórn samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að ganga frá samningum við núverandi skólabílstjóra.

14.       Umsókn um lóð við Holtabraut. Stefán Þorleifsson og Anna Þórný Sigfúsdóttir óska eftir að fá til úthlutunar lóð við Holtabraut í Brautarholtshverfi. Um er að ræða einbýlishúsalóð merkta nr.11  alls 1053 fm og  stendur vestan við Holtabraut  35. Samþykkt samhljóða að úthluta Önnu og Stefáni lóðina. Sveitarstjóra falið að ganga frá lóðarleigusamningi.

15.       Umsókn um lóð við Bugðugerði. Þrándarholt sf óskar eftir að fá til úthlutunar lóðir nr. 6a, 6b, 9a og 9b.við Bugðugerði í hverfi við Árnes. Samþykkt að úthluta Þrándarholti sf umræddar lóðir. Sveitarstjóra falið að ganga frá lóðarleigusamningum.

16.       Kaup á borðbúnaði í Brautarholti. Oddviti lagði fram öðru sinni bréf frá Kvenfélagi Skeiðahrepps þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið kaupi borðbúnað a félaginu.

Kvenfélag Skeiðamanna óskar eftir að Skeiða- og Gnúpverjahreppur  kaupi leirtau og fleira (skv.lista) á kr. 2.667. 515

Eftir endurreikning lækkar verðið um 440.000.

Heildarpakki upphafl.            2.667.000

Skápar                                         550.000

Lækkun v endurr.                      440.000

Upphæð eftir lækkun             1.677.000

Gunnar Örn Marteinsson lagði fram svohljóðandi bókun

Það verður að teljast hæpið að sveitarfélagið sé að leggja í kostnað sem þennan þar sem veitingarrekstur telst varla til þeirrar starfsemi sem sveitarfélagið á að standa í, það sama má raunar seigja um ýmsa aðra starfsemi sem rekinn er í eigum sveitarfélagsins þar sem skattgreiðendur hafa verið að greiða með rekstri einstaklinga. Hvað varðar borðbúnað í Brautarholti er til nægjanlegt magn þar til að þjóna þeim rekstri sem sveitarfélagið er með á þeim stað. Það hljómar dálítið sérstakt að kaupa eigi borðbúnað af Kvenfélagi Skeiðahrepps sem félagið ætlar væntanlega að nýta sér áfram í sinni fjáröflun, bent hefur verið á að stundum séu haldinn ættarmót í húsinu og þá sér þörf á auknum borðbúnaði umfram það sem til er á staðnum, slík stafsemi stendur varla undir kostnaði hjá sveitarfélaginu og spurning hvernig hún fer samann með rekstri leikskólans.

Oddviti lagði til við sveitarstjórn að hún samþykki að kaupa af kvenfélaginu leirtau ofl skv lista á 1.677.000 kr og samtals  1.750.000 kr fylgi skápar með skv áðurnefndum lista.

Samþykkt með þremur atkvæðum. Skafti, Einar og Meike samþykktu. Gunnar Örn og Halla greiddu atkvæði á móti. Útgjöld vegna kaupanna rúmast innan fjárhagsáætlunar. Bókast á eignasjóð lykil 2994.

17.      EBÍ Styrktarsjóður. Óskað eftir umsóknum í sjóðinn. Samþykkt að sækja um styrk til styrktarsjóðsins til merkingar ferðamannastaða. Sveitarstjóra falið að annast það.

18.      Tilnefning fulltrúa í bakhóp innflytjenda. Meike Witt hefur verið fulltrúi í hópnum fyrir hönd sveitarfélagsins, hún hefur óskað eftir að láta af setu í hópnum. Tillaga lögð fram um að Camilla Fors taki sæti í bakhópnum. Var það samþykkt samhljóma.

Umsagnir.

19.       Umsókn um leyfi til gistingar á Blesastöðum. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi undirritað af Agli Benediktssyni þar sem leitað er umsagnar um leyfi til gistingar á Blesastöðum. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umbeðið leyfi verði veitt.

20.      Umsókn um leyfi til Gistingar á Stóra-Hofi. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Suðurlandi undirritað af Agli Benediktssyni þar sem leitað er umsagnar um leyfi til gistingar á Stóra-Hofi/ Stóru-Paradís.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umbeðið leyfi verði veitt.

21.        Þingsályktun um samgönguáætlun. Beiðni um umsögn. Samþykkt að fela sveitarstjóra og oddvita að semja bréf þar sem því verði mótmælt að ekki sé gert ráð fyrir framlagi til vegaframkvæmda á næstu árum.

Fundargerðir

22.    Skipulagsnefnd. Fundargerð 126. Fundar. Mál 16 og 17 þurfa afgr.

17. mál. Réttarholt A lnr 166587: Verslun og þjónusta; Breyting á nýtingu lóðar: Aðalskipulagsbreyting-1610004

Umsögn Skipulagsstofnunar um lýsingu aðalskipulagsbreytingar vegna nýs verslunar- og þjónustusvæðis austan við Árnes.

Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillögu að breytingu í samræmi við 2. Mgr. 30 gr. skipulagslaga þar sem tekið hefur verið tillit til ábendinga Skipulagsstofnunar.

18. mál. Réttarholt B lnr. 223803: Urðarholt: Aðalskipulagsbreyting: Umsókn- 1606007.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar er varðar heimild til að auglýsa breytingu aðalskipulags á Urðarholti. Er þar mælt með að umrædd breyting verði sameinuð breytingu sem unnið er að norðan þjóðvegar, austan við Árnes.

Sveitarstjórn gerir ekki athugsemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og felur Skipulagsfulltrúa að auglýsa skipulagstillögun með lagfæringum er komi til móts við ábendingar Skipulagsstofnunar.

23.    Skipulagsnefnd. Fundarg. 129. fundar. Mál 17,18,19 og 20 þurfa afgr.

Mál nr. 17 Húsatóftir 1b lnr. 220253: Húsatóftir 1 d og 1 e: Stofnun nýrra lóða- 1703001

Umsókn um stofnun tveggja lóða úr landinu Húsatóftir 1 b lnr 220253, 23,5 ha að stærð. Ný lóð Húsatóftir 1 e verður 20,8 ha.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti stofnun lóðarinnar og landsskiptin skv. 13. Gr. jarðarlaga.

Mál nr. 18. Búrfellsvirkjun lnr. 166701: Náma E9 við Ísakot : Aukin efnistaka : Aðalskipulagsbreyting – 1703003.

Umsókn um breytingu á aðalskipulagi þar sem felst í því að vinnslu allat að 45.000 m3 úr námu E9 við Ísakot í stað 30.000 m3.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu nefndarinnar og samþykkir breytingu aðalskipulags svæðisins með vísun í 2. Mgr. 36. Gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 19. Réttarholt A lnr 166587: Verslun og þjónusta: Breyting á nýtingu lóðar:

Aðalskipulagsbreyting - 1610004

Lögð fram að lokinni kynningu skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem nær til svæðis sem liggur upp að þéttbýlinu Árnes.

 Til stendur að byggja þar upp þjónustu í tengslum við hestaferðir og er m.a. er gert ráð fyrir byggingu gistiaðstöðu og þjónustuhúss. Landið er rúmlega 9 ha að stærð

og er í dag skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Með breytingunni er gert ráð fyrir að um 4 ha svæðisins breytist í verslunar- og þjónustusvæði. Tillagan var kynnt frá 16. febrúar til 3. mars 2017 og hafa engar athugasemdir eða ábendingar borist.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við tillögunar og samþykkir að auglýsa hana skv. 1. mgr. 31. Gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Mál nr. 20. Réttarholt A lnr 166587: Ferðaþjónusta: Deiliskipulag – 1612035 Deiliskipulag fyrir Réttarholt A lnr. 166587. Á því er afmarkaður einn byggingarreitur fyrir allt að 30 smáhýsi á bilinu 12-30 fm.

Sveitarstjórn samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr.

skipulagslaga samhliða breytingu á aðalskipulagi svæðisins. Samþykkt jafnframt að setja ákvæði um fráveitu í samráði við tæknisvið.

24.                       Skipulagsnefnd. Fundarg. 130. fundar. Mál 15,16 og 17 þurfa afgr.

Mál nr. 15. Búrfellsvirkjun 166701: Ýmsar breytingar í ferli : Deiliskipulagsbreyting- 1609042.

Nokkrar breytingar er varða til að mynda stærðir lóða og afmörkun vinnubúðasvæðis, legu jarðstrengs, afmörkun og efnismagni náma, námum og efnislosunarsvæða, legu svæðis, stærð byggingareita, legu og gerð frárennslisskurða. Auk þess afmörkuð lóð fyrir þjónustu við Hjálparfoss. Sveitarstjórn samþykkir að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. Mgr. 41. Gr. skipulagslaga nr 123/2010.

Mál nr. 16. Gunnbjarnarholt. lnr. 166549. Ný skemma : Deiliskipulagsbreyting- 1703053.

Umsókn um breytingu á gildandi deiliskipulagi, sem felst í því að skipulagssvæðið stækkar til norðurs og norðvesturs. Gert er ráð fyrir byggingareit fyrir allt að 600 m2 skemmu. Byggingareitur núverandi fjóss stækkaður til norðvesturs, þar er gert ráð fyrir 6 allt  að 500 m2 útistæðum.

Sveitarstjórn samþykkir breytinguna skv. 2. Mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er krafist grenndarkynningar.

Mál 17. Hæll 2 166570 og Hæll 3 166571 : Staðfesting á afmörkun og breytt stærð jarða – 1703050.

Umsókn eigenda jarðanna Hæll 2 og 3 um skiptingu á óskiptu landi ásamt staðfestingu á stærð og afmörkun jarðanna ásamt staðfestingu á stærð og afmörkun jarðanna.

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti skiptingu jarðanna með fyrirvara um að skýrt komi fram hvernig mörk jarðanna eru milli íbúðarhúsa og samþykki eigenda aðliggjandi landa. Sveitarstjórn samþykkir landskiptin skv. 13. gr. jarðalaga.

25.   Fundargerðir 15,16 og 17 funda. Atvinnu- og samgöngunefndar. Fundargerðir lagðar fram og kynntar.

26.   Fundargerð 33. fundar. Skólanefndar frá 14. mars. Leikskólamál. Fundargerð lögð fram og kynnt.

27.   Fundargerð 32. fundar Skólanefndar frá 14. mars. Grunnskólamál. Fundargerð lögð fram og kynnt.

28.    Fundargerð Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings. Fundargerð lögð fram og kynnt.

29.    Fundargerð aukaaðalfundar Bergrisans. Fundargerð lögð fram og kynnt.

30.    Fundargerð NOS. 6. mars í Fjölheimum. Fundargerð lögð fram og kynnt.

31.    Fundargerð 20. fundar Skóla- og Velferðarnefndar Árnesþings

          Styrkbeiðnir.

32.     Neistinn, beiðni um styrk. Óskað eftir styrk frá Neistanum. Félagi Hjartveikra barna. Undirritað af Fríðu Björk Arnardóttur. Samþykkt að styrkja félagið um 20.000 kr.

33.    Starfsfólk Skaftholts. Beiðni um styrk. Lögð fram beiðni undirrituð af Unni Mörtu Valgeirsdóttur þar sem óskað er eftir ferðastyrk til starfsmanna Skaftholts. Samþykkt að veita styrk að fjárhæð 75.000 kr.

34.    Landssamband lögreglumanna. Beiðni um styrk. Beiðni hafnað.

35.    Samtök lesblindra. Beiðni um styrk. Undirrituð af Guðmundi Johnsen. Samþykkt að styrkja verkefnið um 30.000 kr.

          Samningar

36.   Samningur um sviðmyndagreiningu við KPMG. Lagður fram samningur við KPMG um sérfræðiþjónustu við  sviðsmyndagreiningu vegna sameiningarumræðna í Árnessýslu. Sveitarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

37.  Uppsveitadráttur. Beiðni nemenda við Menntaskólann um styrk vegna útskriftarferðar. Samþykkt að styrkja verkefnið um 30.000 kr.

38.  Önnur mál.

Halla Sigríður Bjarnadóttir tók til máls og ræddi um Ungmennaráð sem skipað var í fyrir skömmu. Til stóð að bjóða Ungmennaráðinu til fundar við sveitarstjórn fyrir nokkru. Samþykkt að bjóða Ungmennaráðinu á fund sveitarstjórnar 3. maí næstkomandi. Sveitarstjórn biður Ungmennaráðið velvirðingar á því að það hafi ekki verið boðið fyrr til fundar við sveitarstjórn.

Mál til kynningar

A.    Heilbrigðisnefnd Suðurlands.178. Fundur Stjórnar.

B.    Þingsályktun nr.291 um orkunýtingu.

C.   Frumvarp 326 um breytingu á lögum á sviði samgangna.

D.   Stjórnarfundur SASS nr. 517.

E.    Orkusveitarfélög stjórnarfundur.

F.    Forsætisráðuneyti. Fundur um þjóðlendur.

G.   Breytingar á kjarasamningum. Kynning.

H.   Fundargerð Fagráðs TÁ.

I.       Vinnufundur um aðalskipulag SKOGN 2017-2029.

J.      Stjórnarfundur Sambands Ísl. Sveitarfélaga nr 848.

K.   Vís. Minnisblað um tryggingar.

L.    Afgr byggingafltr. 17-49.

M.  Afgr byggingafltr. 17-50.

N.   Stjórnarfundur SOS:

O.   TÁ Kostnaðarskipting.

P.    Orkustofnun smávirkjun.

Q.   Minjastofnun. Skarð- Arngrímslundur.

R.    Listasafn Árn. Fundargerð.

S.     Fundargerð BÁ 14.03.17.

 

Fundi slitið kl 19:00.

Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn  3. maí næstkomandi.

Gögn og fylgiskjöl: