Sveitarstjórn

80. fundur 11. maí 2022 kl. 14:00
Nefndarmenn
  • Björgvin Skafti Bjarnason
  • oddviti
  • Anna Kristjana Ásmundsdóttir
  • Elvar Már Svansson í fjarveru Önnu Sigríðar Valdimarsdóttur
  • Haraldur Ívar Guðmundsson í fjarveru Einars Bjarnasonar
  • Ingvar Hjálmarsson
Starfsmenn
  • Auk þess sat Sylvía Karen Heimisdóttir sveitarstjóri sem einnig ritaði fundargerðina

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera
Oddviti óskaði eftir að bæta við einu erindi á dagskrá vegna útboðs um nýtingu á efni í Búrfellsnámu

. Ársreikningur 2021. Síðari umræða

Ársreikningur Skeiða- og Gnúpverjahrepps og sundurliðun fyrir árið 2021 tekin fyrir til seinni umræðu. Rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæð um rúmar 11,9 milljónir. Rekstrarniðurstaða A og B hluta er neikvæð um 4,4 milljónir. Eigið fé er 708,1 milljónir og skuldir 372 milljónir. Eignir eru samtals 1.080 miljónir. Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum á árinu var 21 milljón. Skuldahlutfall A og B hluta er 43% og lækkar úr 52,2% frá fyrra ári. Skuldaviðmið er 24,8% og lækkar úr 30,8% frá fyrra ári.

Ársreikningur 2021 samþykktur samhljóða af sveitarstjórn og staðfestur með undirritun. Íbúafundur til að kynna ársreikning fyrir íbúum verður haldinn í framhaldi sveitarstjórnarfundar 11. maí 2022.

 

2. Ársreikningur Hitaveitu Brautarholts. Síðari umræða

Ársreikningur Hitaveitu Brautarholts tekin fyrir til seinni umræðu. Rekstrarniðurstaða var jákvæð um 858 þús. kr. Eigið fé er 13.096 þús. kr. og skuldir 65 þús. kr. Eignir eru samtals 13,161 þús. kr.

Ársreikningur Hitaveitu Brautarholts er samþykktur samhljóða af sveitarstjórn og staðfestur með undirritun.

 

3. Fjárhagsáætlun 2022- viðauki

Viðauki við fjárhagsáætlun 2022 lagður fram.

Viðauki hefur jákvæð áhrif og handbært fé hækkar um 760 þúsund. Rekstrarniðurstaða verður 4.830 þús. kr. í hagnað.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2022.

 

4. Fjárhagsáætlun 2022. Yfirdráttarheimild

Yfirdráttarheimild á bankareikningi gildir til 20.05.2022. Yfirdráttarheimild er núna 50.000.000 kr. en nýttur yfirdráttur er 11.05.2022 að fjárhæð 16.000.000 kr.

Óskað er eftir að yfirdráttarheimild verði framlengd í 6 mánuði. Sveitarstjóri stýri upphæð heimildarinnar eftir fjárþörf sveitarfélagsins hverju sinni.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að framlengja yfirdráttarheimild óbreyttri til 20. nóvember 2022. Sveitarstjóra falið að ganga frá málinu við lánastofnun.

 

5. Umsókn um lóðina Hamragerði 9

Umsókn barst í lóðina Hamragerði 9 frá Sverri Helga Gunnarssyni og Vilborgu Helgadóttur.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að lóðinni Hamragerði 9 verði úthlutað til umsækjenda Sverris Helga Gunnarssonar og Vilborgar Helgadóttur.

 

6. Frisbýgólfvöllur- Hugmyndir að útfærslu

Farið nánar yfir útfærslu verkefnastjóra að Heilsueflandi samfélagi vegna uppsetningu á Frisbýgolfvelli við Árnes. Lagt er upp með að sveitarfélagið kaupi fjórar körfur. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið.

Sveitarstjórn vísar málinu áfram til Menningar- og æskulýðsnefndar.

 

7. Landsvirkjun - starfsemi á Þjórsársvæði

Fulltrúar frá Landsvirkjun kynntu fyrir sveitarstjórn, í gegnum Teams fjarfundarbúnað, hvað framundan er í rekstri Landsvirkjunar á Þjórsársvæðinu.

 

8. Skipulagsnefnd Umhverfis- og tæknissviðs Uppsveita. Fundargerð 238. Fundar

15.              Miðhús 2 L166580; Frístundasvæði; Deiliskipulag - 2204032

       Lögð er fram umsókn frá Helga Kristni Marvinssyni er varðar nýtt deiliskipulag í landi Miðhúsa 2. Í deiliskipulaginu felst skilgreining lóða fyrir frístundahús sem byggir á samkomulagi landeigenda um skiptingu svæðisins.

       Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir deiliskipulagið með 4 atkvæðum, með fyrirvara um lagfærð gögn með tilliti til staðfanga innan svæðisins og að það verði auglýst á grundvelli 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða breytingu á aðalskipulagi sem tekur til svæðisins. Anna Kristjana Ásmundsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins með vísan í fyrri bókun sína um nýtingu landbúnaðarlands.

 

9. Tónlistarskóli Árnesinga. Fundargerð 201. fundur stjórnar

Fundargerð lögð fram og kynnt.

 

10. Brunavarnir Árnessýslu. Fundargerðir 20., 21., 22. og 23. fundar stjórnar

Fundargerðir lagðar fram og kynntar.

 

11. Framkvæmdaráð Almannavarna Árnessýslu. Fundargerð

Fundargerð lögð fram og kynnt.

 

12. Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerð 909. fundur stjórnar

Fundargerð lögð fram og kynnt.

 

13. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Viðhorfskönnun um almenningssamgöngur

Viðhörfskönnun um almenningssamöngur lögð fram og kynnt. Helstu niðurstöður eru að 45% íbúa á Suðurlandi eru jákvæðir gagnvart almenningssamgöngum. Þeir sem eru óánægðastir eru íbúar frá Kirkjubæjarklaustri, Vestmannaeyjum og í Uppsveitum. Niðurstöður sýna að langflestir fara á einkabíl sem bílstjóri til vinnu og skóla og hefur orðið fækkun á þeim sem nota strætó til að komast til og frá vinnu eða skóla.

 

14. Félags- og vinnumarkaðsráðherra. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um börn

Umsagnarbeiðni kynnt frá Félags- og vinnumarkaðsráðherra um framvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu, snemmtækur stuðningur).

 

15. Náttúruhamfaratrygging Íslands. Fundarboð ársfundur

Fundarboð á ársfund Náttúruhamfaratrygginga Íslands sem fram fer fimmtudaginn 19. maí nk. lagt fram.

 

16. Vikurnámur í Búrfellsnámur

Tvö tilboð bárust í nýtingu á vikri í Búrfellsnámu sumarið 2022, þar af var annað tilboðið frávikstilboð. Efnistökutíminn er frá undirritun samnings og til 15. nóvember 2022. Hámarksnýting er 140.000 m3. Lágmarksnýting er 40.000 m3. Ekki var boðið upp á frávikstilboð í útboðslýsingu og því uppfyllir frávikstilboðið ekki skilyrðið.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að gengið verði til samninga við Jarðefnaiðnaðinn um nýtingu á efni í námunni sumarið 2022 og er sveitarstjóra falið að ganga frá málinu í samstarfi við Eflu.

 

Fundi slitið kl. 16.25. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 25. maí nk., kl  14.00. í Árnesi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gögn og fylgiskjöl: