Sveitarstjórn

81. fundur 25. maí 2022 kl. 14:00
Nefndarmenn
  • Björgvin Skafti Bjarnason
  • oddviti
  • Einar Bjarnason
  • Anna Sigríður Valdimarsdóttir
  • Anna Kristjana Ásmundsdóttir
  • Ingvar Hjálmarsson
Starfsmenn
  • Auk þess sat Sylvía Karen Heimisdóttir sveitarstjóri sem einnig ritaði fundargerð

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera

1. Samningar til staðfestingar.

Samningar til staðfestingar.

Jarðefnaiðnaðurinn ehf. – Verksamningur um nýtingu á vikurnámu í Búrfelli sumarið 2022 staðfestur af sveitarstjórn með 5 atkvæðum.

Serba ehf.- Lóðarleigusamningur um lóðina Bugðugerði 6 staðfestur af sveitarstjórn með 5 atkvæðum.
Hreingerningaþjónusta Suðurlands- Verksamningur um þrif í leikskólanum Leikholti staðfestur af sveitarstjórn með 5 atkvæðum.

 

2. Skil á lóð - Vallarbraut 11.

Klakafell ehf.  óskar eftir því að skila inn lóðinni Vallarbraut 11, sem félagið fékk úthlutaðri 12. janúar 2022.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að Klakafell ehf. skili inn lóðinni Vallarbraut 11.

 

3. Ungmennafélag Gnúpverja. Styrkbeiðni.

Styrkbeiðni að fjárhæð 200.000 kr. frá Ungmennafélag Gnúpverja vegna kaupa á nýjum fótboltamörkum á völlinn í Árnesi.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að veita styrk til Ungmennafélags Gnúpverja vegna kaupa á nýjum mörkum. Styrkur rúmast innan fjárhagsáætlunar.

 

4. Fjárhagsáætlun 2022- viðauki

Viðauki við fjárhagsáætlun 2022 lagður fram. Viðauki hefur jákvæð áhrif á rekstur. Rekstrarniðurstaða hækkar í 20.504 þús. í hagnað og handbært fé hækkar um 16.050 þús.

Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 með 5 atkvæðum.

 

5. Skipulagsnefnd Umhverfis- og tæknissviðs uppsveita. Fundargerð 239. fundar.

29. Áshildarvegur 9 L230770; Deiliskipulagsbreyting - 2204056

Lögð er fram umsókn frá Rúnari Lárussyni er varðar breytingu á deiliskipulagi að Áshildarvegi 9. Í breytingunni felst að skilgreindur verði byggingarreitur og byggingarheimildir á lóðinni.

Fram kemur í deiliskipulagi svæðisins að verði með frekari rannsóknum síðar sýnt fram á að með mótvægisaðgerðum og/eða byggingartæknilegum aðferðum sé óhætt að staðsetja lóðir eða byggingarreiti innan flóðasvæðis verði deiliskipulagið tekið til endurskoðunar með það í huga að fjölga lóðum á ný. Skipulagsnefnd UTU mælist því til þess að umsækjandi geri grein fyrir þeim úrlausnum með ítarlegum hætti við umsókn um breytingu á deiliskipulagi svæðisins. Skipulagsnefnd UTU bendir jafnframt á að við gerð deiliskipulags á svæðinu var miðað við að lágmarksstærð lóða innan þess væri 10.000 fm. Gert var ráð fyrir því innan skipulags að lóðir 13 og 9 væru sameiginlegar. Að öðru leyti gerir skipulagsnefnd UTU ekki athugasemd við að unnið verði að breytingu á deiliskipulagi svæðisins í takt við stefnumörkun gildandi deiliskipulags.

Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og vísar því til úrlausnar skipulagsfulltrúa, oddvita og sveitarstjóra næstu sveitarstjórnar.

                  

30.  Búrfellsvirkjun; Endurskoðað deiliskipulag - 2112064

Lögð er fram tillaga að uppfærðu deiliskipulagi fyrir Búrfellssvæðið eftir auglýsingu. Gert var deiliskipulag vegna stækkunar Búrfellsstöðvar, staðfest í B-deild stjórnartíðinda 27. jan 2016, sem síðan hafa verið gerðar 4 breytingar í því skipulagi, sú síðasta staðfest í B-deild 18. apríl 2018. Framkvæmdum við þá stækkun er nú að mestu lokið og hóf Búrfellsstöð II rekstur 2018. Nú er lögð fram breytt tillaga. Þar sem virkjun er fullbyggð og rekstur hennar hafinn snýr breytt skipulag að því að skilgreina núverandi stöðu svæðisins með Búrfellsvirkjun í fullum rekstri. Því tekur tillagan til núverandi stöðu svæðisins og til þeirra breytinga sem fyrirhugaðar eru frá gildandi skipulagi. Umsagnir bárust á auglýsingatíma skipulagsins og eru þær lagðar fram við afgreiðslu þess.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna. Samþykkt er að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

6. Menningar- og æskulýðsnefnd- Fundargerð 18. Fundur.

Áskorun fráfarandi menningar- og æskulýðsnefndar um þátttöku nýkjörinnar sveitarstjórnar vísað áfram til fyrsta fundar nýrrar sveitarstjórnar sbr. 4. tl. fundargerðar ásamt ósk nefndarinnar um fjölskylduvæn leiktæki í Brautarholti, sbr. 3. tl. fundargerðar.

Fundargerð lögð fram til kynningar að öðru leyti.

 

7. Skólanefnd Flúðaskóla. Fundargerð 17. fundur.

Fundargerð lögð fram og kynnt.

 

8. Þjóðveldisbær. Fundargerð. Aðalfundur 2022.

Fundargerð lögð fram og kynnt.

 

9. Bergrisinn. Fundargerð stjórnar

Fundargerð lögð fram og kynnt.

 

10. Brunavarnir Árnessýslu. Fundargerð 24. fundur stjórnar.

Fundargerð lögð fram og kynnt.

 

11. Heilbrigðisnefnd Suðurlands. Fundargerð 218. fundur og ársskýrsla.

Fundargerð og ársskýrsla Heilbrigðisnefndar Suðurlands lagðar fram og kynntar.

 

12. Sorpstöð Suðurlands. Fundargerð stjórnar 311. fundur.

Fundargerð lögð fram og kynnt.

 

13. Samband íslenskra sveitarfélaga. Fundargerðir fræðslunefndar

17. og 18. fundargerðir lagðar fram og kynntar.

 

14. Lagafrumvörp til umsagnar

Framvarp til laga um breytingu á lögum um útlendinga nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd) lagt fram til kynningar.

 

Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2026 lögð fram til kynningar.

 

15. Umhverfisnefnd. Fundargerð 11. fundar

Fundargerð vísað áfram til nýrrar sveitarstjórnar til ákvarðanatöku um meðferð á lífrænu sorpi. Fundargerð að öðru leyti lögð fram til kynningar.

 

 

16. Kveðja frá sveitarstjórn

Fráfarandi stjórn þakkar gott og ánægjulegt samstarf og óskar nýkjörinni sveitarstjórn og starfsfólki sveitarfélagsins velfarnaðar í starfi.

 

Anna Sigríður Valdimarsdóttir lagði sérstaklega fram eftirfarandi kveðju:

 

Á þessum síðasta fundi kjörtímabilsins langar mig að ítreka þakkir fyrir traustið sem mér og Gróskulistanum var sýnt í sveitarstjórnarkosningum 2018 og í framhaldinu samstarfið við sveitunga mína í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, sem og aðra sem sveitarstjórn hefur átt í samstarfi og samtali við.

 

Ég þakka félögum mínum í sveitarstjórn og þeim sveitarstjórum sem ég hef unnið með á kjörtímabilinu fyrir, að langmestu leyti, gott og hreinskiptið samstarf. Sérstaklega þakka ég félaga mínum í minnihlutanum, Ingvari, fyrir góð, gagnrýnin og hjálpleg samtöl og samstarf í gegnum árin.

 

Að lokum óska ég nýrri sveitarstjórn og samfélaginu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi gæfu og velfarnaðar og vona að virðing og umhyggja fyrir fólki, dýrum og náttúru verði höfð að leiðarljósi.

Anna Sigríður Valdimarsdóttir

 

 

Ingvar Hjálmarsson lagði sérstaklega fram eftirfarandi kveðju:

Nú er komið að lokum, kjörtímabili lokið. Hugurinn reikar yfir þau fjögur ár sem nú eru liðin. Þegar maður lítur yfir farinn veg þá verður því ekki neitað að maður hefði viljað komast í meiri framkvæmdir og keyra hlutina enn hraðar áfram. Ég fékk það tækifæri að starfa í Skipulagsnefnd UTU og var það mikill skóli fyrir mig og gaman að sjá hversu mikill metnaður er hjá því góða fólki sem vinnur þar. Tók ég þátt ásamt Skafta í vinnu við svæðisskipulag fyrir suðurhálendið með sveitarfélögunum hér á Suðurlandi. Mjög skemmtilegt verkefni. Nú liggur fyrir að leyfi arkitekts er fyrir miklum breytingum á Skeiðalaug, verði það ofan á hjá næstu sveitarstjórn að ráðast í framkvæmdir við hana. Mörg verkefni gæti maður talið upp sem gaman hefði verið að koma að í sveitarstjórn. Sveitarfélagið stendur frammi fyrir miklum áskorunum á næstu árum því sú uppbygging sem er í kortunum mun hafa mikil áhrif á okkar samfélag. Ég geng sáttur frá borði og þakka samstarfsfólki mínu í sveitarstjórn fyrir gott samstarf en sérstaklega vil ég þakka Önnu Siggu fyrir okkar samvinnu á liðnum árum. Ég vil líka koma þökkum til þeirra frábæru starfsmanna sveitarfélagsins og þess frábæra fólks sem starfar á menntastofnunum sveitarfélagsins.

Að lokum vil ég óska nýkjörinni sveitarstjórn farsældar á komandi kjörtímabili.

            Ingvar Hjálmarsson

 

Fundi slitið kl. 14.50. Fundur nýrrar sveitarstjórnar verður miðvikudaginn 1. júní 2022 í Árnesi.

 

 

 

Gögn og fylgiskjöl: