Sveitarstjórn

59. fundur 18. apríl 2018 kl. 14:00
Starfsmenn
 • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

              59. fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi fimmtudaginn 18. apríl 2018  kl. 14:00.

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :

 1. Ársreikningur Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017. Lagður fram til fyrri umræðu. Auðunn Guðjónsson endurskoðandi sveitarfélagsins fór yfir og útskýrði rekstrartölur og aðrar staðreyndir ársreiknings sveitarfélagsins. Allnokkrar umræður urðu um ársreikninginn. Samþykkt samhljóða að vísa ársreiknignum til síðari umræðu.
 2. Ársreikningur Hitaveitu Brautarholts 2017 lagður fram. Auðunn Guðjónsson útskýrði rekstrartölur og aðrar staðreyndir ársreiknings Hitaveitunnar fyrir árið 2017.

Heildartekjur hitaveitunnar námu 2.604.402 kr. Rekstrarkostnaður nam 3.982.142 kr, tap á rekstri  hitaveitunnar eftir fjármagnsgjöld og skatta nam 795.870 kr.

Kemur það meðal annars til vegna greiðslu afgjalds fyrir allmörg ár á árinu. Heildareignir námu kr 12.715.483. Ársreikningurinn samþykktur samhljóða.

 1. Skýrsla endurskoðanda Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017. Endurskoðunarskýrslan lögð fram. Auðunn Guðjónsson endurskoðandi kynnti endurskoðunarskýrslu til sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps, og fór yfir helstu atriði skýrslunnar. All nokkrar umræður urðu um skýrsluna.
 2. Gjáin -Lokun vegna viðkvæms ástands.

Lagt var fram ástandsmat á Gjánni unnið af Jóni Smára Jónssyni sérfræðingi hjá Umhverfisstofnun. Í skýrslunni er bent á að ástand gróðurs í Gjánni sé mjög viðkvæmt og leggur hann til lokun svæðisins tímabundið. Sveitarstjórn samþykkir tímabundna lokun svæðisins fyrir sitt leyti. Samþykkt samhljóða að leggja eina milljón króna til mótvægisaðgerða á ofangreindu svæði. Vísast til viðauka við fjárhagsáætlun.

 1. Umsókn frá Landsvirkjun um leyfi til lagningu vegar. Lögð fram deiliskipulagsbreyting við Búrfellsvirkjun. Mál lagt fyrir öðru sinni en því var frestað á 56. fundi.Lögð fram umsókn Landsvirkjunar dags. 1. febrúar 2018 um breytingu á deiliskipulagi Búrfellsvirkjunar. Í breytingunni felst að að vegur í gegnum virkjanasvæðið og að Búrfellsskógi breytist. Meðfylgjandi eru umsagnir Hekluskóga, Landgræðslu ríkisins, Skógræktarinnar og Umhverfisstofnunar um fyrirhugaða veglínu. Þá liggur fyrir fornleifaskráning vegna deiliskipulagsins og skv. henni eru engar minjar á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við deiliskipulagsbreytinguna og í ljósi fyrirliggjandi umsagnar er mælt með að sveitarstjórn samþykki hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á að grenndarkynna breytinguna með vísun í fyrirliggjandi umsagnir.    Sveitarstjórn samþykkir ofangreinda deiliskipulagsbreytingu samhljóða.
 1. Skýrsla um staðsetningu borholu í Þjórsárholti. Lögð var fram skýrsla unnin af Árna Hjartarsyni sérfræðingi hjá íslenskum orkurannsóknum. Minnisblað lagt fram og kynnt. Samþykkt að vinna áfram að undirbúningi borunar eftir heitu vatni í Þjórsárholti.
 2. Samningar um skólaakstur.

Lögð voru fram til umræðu drög að samningum skólabílstjóra um skólaakstur. Samningar hafa ekki verið undirritaðir.

Oddviti laðgi fram eftirgreinda bókun. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps setti fram þá kröfu í samningsdrögum að þeir sem aka skólabörnum á vegum sveitarfélagsins fái staðfest heilsufarsvottorð hjá trúnaðarlækni. Sveitarstjórn ásamt skólanefnd hefur samþykkt að gera þær kröfur til þeirra sem aka börnunum.  Hluti af  bílstjórunum hafa ekki samþykkt að gangast undir heilsufarsskoðun.    Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að ekki verði samið við núverandi skólabílstjóra nema til loka yfirstandandi skólaárs. Einar Bjarnason, Halla Sigríður og Anna María tóku undir bókunina.

 1. Fundargerð 154 fundar Skipulagsnefndar. Mál nr. 25 þarfnast afgreiðslu. Skeiða- og Gnúpverjahreppur  Hæll 1 (166569): Umsókn um byggingarleyfi: Fjós - viðbygging – 1803066.

           Lögð fram umsókn Bolette Höeg Koch um byggingaleyfi fyrir 318,1 fm viðbyggingu við núverandi fjós á jörðinni Hæll 1.

Með vísun í gr. 5.9.1 í skipulagsreglugerð gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við stækkun á fjósi í samræmi við umsókn. Ekki er talin þörf á að grenndarkynna umsóknina.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Sipulagsnefndar og samþykkir stækkunina fyrir sitt leyti.

9 .Fundargerð Ungmennaráðs frá 6. apríl 2018. Fundargerð lögð fram og vísað til næsta fundar sveitarstjórnar 2. Maí nk og Ungmennaráði boðið til fundarins þar sem farið verður yfir mál er snerta ungmennráðið.

 1. Fundargerð framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu nr. 21 frá 23 mars 2018. Fundargerð lögð fram staðfestingu frestað þar til ársreikningur liggur fyrir.
 2. Fundargerðir Atvinnu- og samgöngunefndar nr 25 frá 7. Mars sl og nr 26 frá 11 apríl sl. Fundargerðir lagðar fram og staðfestar.
 3. Skipulagsmál á Ósabakka. Skipulagsmál á Ósabakka. Lögð fram umsókn  frá Jökli Helgasyni um byggingarleyfi fyrir bragga 249, 2 fm að stærð í staðinn fyrir eldra hús sem verður fjarlægt. Með vísan í gr. 5.9.1 í skipulagsreglugerð gerir sveitarstjórn ekki athugasem við umsókn um  byggingarleyfi. Ekki er talin þörf á grenndarkynningu.
 1. Aðalskipulagsbreytingar.  Undanfarin ár hefur verið unnið að endurskoðun aðalskipulags fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp og hefur tillaga þegar verið kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Í ljósi þess hversu skammt er til kosninga hefur verið ákveðið að bíða með að auglýsa endurskoðun aðalskipulagsins þar til að ný sveitarstjórn tekur við. Það eru þó nokkur mál sem vilji er til að halda áfram með og er því lögð fram tillaga að breytingu á núgildandi aðalskipulagi sem nær til þriggja svæða sem í dag er að öllu leyti, eða að hluta, skilgreind sem svæði fyrir frístundabyggð. Er í öllum tilvikum fyrirhugað að breyta landnotkun svæðanna í íbúðarsvæði og voru svæðin afmörkuð með þeim hætti þegar aðalskipulagstillagan var kynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Eru þetta svæði við Áshildarmýri, spilda úr landi Kálfhóls og spilda sem kallast Sandholt og er úr landi Sandlæks 1.

Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa fyrirliggjandi aðalskipulagstillögu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til athugunar Skipulagsstofnunar.

 1. Ártún forkaupsréttur. Beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti sveitarfélagsins á eigninni Ártún ( Hamragerði 6). Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að falla frá forkaupsrétti á eigninni. 220-2214

        Mál til kynningar:

 1. Fundargerð aðalfundar Byggðasafns Árnesinga.
 2. Arðgreiðslur Lánasjóðs sveitarfélaga.
 3. Starfsleyfi hreinsistöð.
 4. Stjórnar fundur SASS nr. 531.
 5. Fundur stjórnar Listasafns Árnesinga 27.02.18
 6. Fundur stjórnar Listasafns Árnesinga 10.04.18.
 7. Afgreiðslur byggingafulltrúa 18-76.
 8. Fundargerð vinnufundar um Aðalskipulags. 11.04.18.

 

Fundi slitið kl 17:00.  Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn  miðvikudag 2. maí næstkomandi. Kl. 14.00.

 

 

Gögn og fylgiskjöl: