Sveitarstjórn

2. fundur 04. júlí 2018 kl. 12:10
Nefndarmenn
  • Fundargerð
  • Fundur í sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps í Árnesi fimmtudaginn 4. júlí 2018  kl. 09:00. 
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Ingvar Hjálmarsson

1.     Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Kynning og stöðugreining. Gísli Gíslason skipulagsráðgjafi og Guðrún Lára Sveinsdóttir mættu til fundarins. Auk þess mætti til fundar Rúnar Guðmundsson settur skipulagsfulltrúi Uppsveita. Gísli og Guðrún fóru ítarlega yfir stöðu mála við vinnslu aðalskipulagsins. Þau kynntu tilgang og hlutverk aðalskipulags og verkferli við gerð aðalskipulags ásamt áhersluatriðum og skilgreiningum. Skipulagsfulltrúi benti auk þess á gagnleg atriði. Ákveðið var í lok síðasta kjörtímabils að ný sveitarstjórn myndi koma að vinnu við lokavinnslu við gerð aðalskipulagsins. Næsta skref er að sveitarstjórn samþykki aðalskipulagið til auglýsingar. Í framhaldi af því verður óskað heimildar Skipulagsstofnunar til auglýsingar tillögunnar um aðalskipulagið. Mögulega getur staðfesting aðalskipulagsins átt sér stað í fyrsta lagi í desember 2018 – janúar 2019. Samþykkt að vinna áfram með aðalskipulagstillöguna á næsta fundi sveitarstjórnar.

2.     Fjölgun fulltrúa í nefndum á vegum sveitarfélagsins. Erindi frá minnihluta.

Anna Sigríður Valdimarsdóttir fulltrúi G- lista í sveitarstjórn og Ingvar Hjálmarsson fulltrúi A- lista í sveitarstjórn lögðu fram svohljóðandi tillögu frá minnihluta:

Í ljósi þess hvernig atkvæði féllu í sveitarstjórnarkosningum 26. maí síðastliðinn og listum fjölgar í sveitarstjórn á ný, leggur minnihluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps, til að fjölgað verði úr þremur fulltrúum í fimm í eftirtöldum nefndum sveitarfélagsins; Atvinnu- og samgöngunefnd, Umhverfisnefnd og Menningar- og æskulýðsnefnd.

Greinargerð: Fjölda nefndarmanna var breytt í byrjun síðasta kjörtímabils úr fimm í þrjá, þegar listarnir í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps urðu tveir eftir að hafa verið þrír frá 2006. Nú eru listarnir orðnir þrír á ný og er minnihluti sveitarstjórnar með 54% atkvæða samanlagt miðað við 46% meirihlutans. Listarnir eru með ólíkar áherslur um mörg mál og væri kjósendum þeirra sýnd réttmæt virðing fái listarnir fulltrúa í hverri nefnd en þurfi ekki að skipta nefndum á milli sín. Með því að fjölga í nefndum er þannig stuðlað að því að engin sjónarmið séu útilokuð frá umræðunni. Jafnframt megi auka líkur á faglegri vinnu og auknum afköstum sé fleiru nefndarfólki til að skipta og fjölbreyttari raddir við borðið.

Að framangreindu telur minnihlutinn eðlilegt að hverfa aftur til sama fjölda nefndarmanna og var fyrir síðasta kjörtímabil, 2014-2018.

Allnokkrar umræður urðu um tillöguna. Oddviti tók til máls, hann kvaðst ekki telja þörf á að fjölga þeim nefndum sem um ræðir úr þremur fulltrúum í fimm. Anna Sigríður lagði áherslu á að ekki væri gætt nægjanlegs lýðræðis, ef ekki kemur til fjölgunar í nefndunum. Ingvar Hjálmarsson tók í sama streng. Matthías sagðist skilja sjónarmið minnihlutans hvað málið varðar. Hann benti á að vel hefði reynst að kalla til aðstoð við nefndirnar þegar þeim væri falin stór verkefni. Anna Ásmundsdóttir tók undir orð Skafta.

Anna Sigríður vakti máls á þeim möguleika að meirihluti gæfi eftir einn fulltrúa í hverri nefnd og hver listi hefði einn fulltrúa í nefndunum.

Tillagan borin upp til atkvæða. Tillagan felld. Anna Sigríður og Ingvar samþykktu. Björgvin Skafti, Matthías og Anna Ásmundsdóttir voru mótfallin tillögunni.

Anna Sigríður Valdimarsdóttir og Ingvar Hjálmarsson lögðu fram efirfarandi bókun : Líkt og fram kemur í tillögu og greinargerð minnihlutans þá teljum við eðlilegt að hverfa aftur til sama fjölda nefndarmanna og var fyrir síðasta kjörtímabil. Við hörmum þá ákvörðun meirihlutans að hafna tillögu minnihlutans.

3.     Skipan í nefndir á vegum sveitarfélagsins. Samkv. fundarsköpum Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Framhald frá fundi nr.1.

Atvinnu- og samgöngunefnd : Þrír fulltrúar og þrír til vara. Haraldur Þór Jónsson og Anna Kr Ásmundsdóttir frá O-lista. Hannes Ólafur Gestsson frá A- lista. Til vara Ólafur Freyr Ólafsson og Björgvin Harðarson frá O-lista og Elwira Kacprzycka frá G-lista. Minnihluta boðin formennska af meirihluta, en því var hafnað.

Skólanefnd Flúðaskóla : Einn varafulltrúi. Elvar Már Svansson frá G- lista. Aðrir fulltrúar skipaðir á  fundi nr.1.

Kjörstjórn : Þrír fulltrúar og þrír til vara. Helga Kolbeinsdóttir formaður og Helga Guðlaugsdóttir báðar frá O –lista. Árdís Jónsdóttir frá G-lista. Til vara Haraldur Þór Jónsson og Bergljót Þorsteinsdóttir frá O- lista og Páll Ingi Árnason frá A-lista.

Menningar- og æskulýðsnefnd þrír fulltrúar og þrír til vara. Frá O-lista Anna Kr. Ásmundsdóttir formaður og Ástráður Unnar Sigurðsson. Frá A-lista Hrönn Jónsdóttir. Til vara Lára Bergljót Jónsdóttir og Haraldur Guðmundsson  frá O-lista og Elvar Már Svansson frá G-lista.

Skólanefnd : Einn varafulltrúi. Anna María Gunnþórsdóttir frá G-lista fyrir Önnu Maríu Flygenring. Aðrir fulltrúar skipaðir á fundi nr. 1.

Umhverfisnefnd : Þrír fulltrúar og þrír til vara. Frá O-lista : Jónas Yngvi Ásgrímsson formaður og Matthías Bjarnason. Frá G- lista : Anna Sigríður Valdimarsdóttir. Til vara Oddur G Bjarnason og Haraldur Guðmundsson frá O-lista og Hrönn Jónsdóttir frá A-lista.

Velferðar- og Jafnréttisnefnd : Þrír fulltrúar og þrír til vara.

Frá O-lista : Jóhanna Valgeirsdóttir formaður og Ásmundur Lárusson. Frá G-lista : Edda Pálsdóttir. Til vara frá O-lista : Anna Kr Ásmundsdóttir og Matthías Bjarnason. Frá A-lista : Gunnar Örn Marteinsson.

Afréttarmálafélag Flóa – og Skeiða. Tveir fulltrúar og tveir til vara. Aðalsteinn Guðmundsson og Jón Vilmundarson aðalmenn. Til vara Ingvar Hjálmarsson og Hafliði Sveinsson.

Skóla – og velferðarnefnd Árnesþings. Aðalfulltrúi : Ásmundur Lárusson. Til vara Jóhanna Valgeirsdóttir bæði fulltrúar O-lista.

Fulltrúi NOS :- Nefndar Oddvita – og sveitarstjóra í Árnesþingi. Björgvin Skafti Bjarnason, til vara Kristófer Tómasson.

            Auk þess skipað í stjórn Fjarskiptafélags Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Samkvæmt 16. grein samþykkta félagsins skal sveitarstjórn Skeiða – og Gnúpverjahrepps á hverjum tíma skipa stjórn þess. Samþykkt að stjórnina skipi Björgvin Skafti Bjarnason, Einar Bjarnason, Ingvar Hjálmarsson, Anna Sigríður Valdimarsdóttir og Matthías Bjarnason. Samþykkt að halda aukaaðalfund í Fjarskiptafélaginu í ágúst þar sem stjórn verði formlega skipuð.

Sveitarstjórn fer með málefni umferðarnefndar, veitustjórnar, bókasafnsnefndar og húsnæðisnefndar samkv. 40.gr. samþykkta Skeiða- og Gnúpverjahrepps um fundarsköp frá 2013.

4.     Þóknun fyrir setu í nefndum á vegum sveitarfélagsins.

Tillaga að nefndarlaunum í Skeiða-og Gnúpverjahreppi 2018 til 2022.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að laun nefndarmanna sveitarfélagsins verði óbreytt kjörtímabilið 2018 – 2022, frá nýliðnu kjörtímabili.Almennar nefndir fyrir utan skólanefnd fá kr. 10.000,- fyrir hvern fund en formaður 15.000. Almennir skólanefndarmenn fá kr. 15.000,- fyrir hvern fund en formaður 30.000,- Ekki er greitt sérstaklega fyrir akstur.

Kjörstjórn fær 10.000,- fyrir hvern fund en formaður 15.000,-Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga verður metinn sem sex fundir en aðrir kjörfundir svo sem Alþingiskosningar sem fimm fundir. Greitt verði sérstaklega fyrir akstur samkvæmt akstursdagbók. Vegna umfangs skólanefndar eru greidd hærri laun í þeirri nefnd en gerist í öðrum nefndum.

5.     Kaup á fartölvum fyrir sveitarstjórnarfulltrúa.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða

að nýkjörnir fulltrúar í sveitarstjórn fái til afnota nýjar fartölvur. Þeir fulltrúar sem sátu í sveitarstjórn á síðasta kjörtímabili hafa áfram afnot af þeim tölvum þeim voru lagðar til við upphaf síðasta kjörtímabils.

Tölvurnar verða eign sveitarstjórnarfulltrúanna að kjörtímabilinu loknu.  Kostnaður við tölvukaupin, allt að 460.000 kr rúmast innan fjárhagsáætlunar.

6.     Starfssamningar oddvita og sveitarstjóra. Sveitarstjóri vék af fundi undir þessum dagskrárlið. Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun : Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að framlengja umboð sveitarstjóra sem hann hefur haft samkvæmt ráðningarsamningi og öðrum gildum ákvörðunum  til 15 ágúst 2018. Samykkt með fjórum atkvæðum. Anna Sigríður gerði fyrirvara við samþykkt ofangreindrar bókunar og  lagði fram svohljóðandi bókun :  G-listi Grósku hafði í stefnu sinni að staða sveitarstjóra yrði auglýst og faglegt ráðningarferli færi fram, og því hefði ég talið æskilegt að samhliða því að samþykkja framlengingu á starfstíma sveitarstjóra til 15. ágúst hefði jafnframt verið samþykkt að auglýsa stöðu sveitarstjóra. Hins vegar tel ég eðlilegt að nýta starfskrafta sveitarstjóra í þann tíma sem samningsákvæði kveða á um.

 

7.     Erindi frá Kvenfélagi Gnúpverja. Lagt fram erindi frá Kvenfélagi Gnúpverja. Dagss. 27.06.2018. Undirritað af stjórn félagsins. Í erindinu er starf og umfang Kvenfélags Gnúpverja kynnt. Þar er bent á að styrkur til félagsins í formi húsaleigu frá sveitarfélaginu hefur verið óbreyttur eða 80.000 kr til fjölda ára. Stjórnin óskar eftir að það verði endurskoðað. Einnig er óskað eftir að félagið fái allt að 10 fundi á ári í flísasal eða mötuneytissal á verulega lækkaðri húsaleigu, auk þess er það ósk stjórnarinnar að hreppurinn sjái sér fært að styrkja samkomur eins og jólatréskemmtun og páskabingó í formi húsaleigu. Bent er á  að þessar samkomur eru fyrir börnin en ekki haldnar til að afla tekna.Sveitarstjórn þakkar Kvenfélagi Gnúpverja framlagt erindi og gott starf í þágu samfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir að taka stuðning við Kvenfélagið til gagngerrar endurskoðunar. Sveitarstjóra falið að endurmeta stuðning við hin ýmsu félög í sveitarfélaginu og leggja fram tillögur þar um á næsta fundi sveitarstjórnar.

8.     Skjalavistunarkerfi. Kynning á kerfi. Lögð fram kynning á skjalavistunarkerfi frá GoPro. Auk þess tilboð til sveitarfélagsins um afnot af kerfinu. Samþykkt að fresta afgreiðslu til næsta fundar. Sveitarstjóra falið að leita tilboða í sambærileg kerfi frá öðrum þjónusutuaðilum.

Fundargerðir

9.     Fundargerð 158. fundar Skipulagsnefndar. 14.06.18. Mál nr. 24 og 25. þarfnast afgreiðslu

24. mál. Löngudælaholt lóð 21.(L166670) Tilkynning um tilkynningaskylda framkvæmd. Aðstöðuhús 1805072 38,5 m2

Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að umrætt aðstöðuhús verði byggt í samræmi við umsókn og vísar málinu til afgreiðslu byggingafulltrúa. Fyrirvari gerður um niðurstöðu grenndarkynningar frá lóðarhöfum nr.19 og nr. 22. skv. 44.gr. skipulagslag nr. 123/2010.

25. mál. Kálfhóll 2 lnr 166477 : Kálfhóll 2A og Kálfhóll 2 Árfarvegur : Stofnun lóða- 172019

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir fyrir sitt leyti afmörkun og stærð jarðarinnar með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi landeigna. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við skiptingu jarðarinnar, né landskiptin skv. 13.gr. jarðarlaga.

 

10.  Fundargerð 159. fundar Skipulagsnefndar. 28.06.10. Mál nr. 24,25,26,27, og 28. þarfnast afgreiðslu.

24. mál. Skriðufell L166688 : Leigulóð: Staðfest afmörkun lóðar- 1806052

Umsókn um staðfestingu á afmörkun lóðarinnar Skriðufell L166688 stærð 5.000 m2. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti afmörkun lóðarinnar og landskiptin skv. 13.gr.jarðarlaga.

25. mál Álfsstaðir II L215788: Nýbyggingar: Deiliskipulag- 1806055. Umsókn um nýtt deiliskipulag í landi Álfsstaða II landnr. 215788. Deiliskipulag tekur til 98.500 m2. lóðar með tveimur byggingareitum samtals allt að 500 m2. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndarinnar og samþykkir að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. 1.mg. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

26. mál. Reykholt í Þjórsárdal : Svæði umhverfis Þjórsárdalslaug: Deiliskipulag -1712021. Tillaga og greinargerð að deiliskipulagi og aðalskipulagsbreytingu fyrir Reykholt í Þjórsárdal þar sem áform eru um að byggja um hótel og baðstað. Auglýsingar skipulagstillagnanna hafa farið fram og umsagnir viðeigandi stofnana liggja fyrir. Ein athugasemd barst. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar. Anna Sigríður Valdimarsdóttir sat hjá.

27. mál. Skarð 2. L166595: Stofnun frístundalóðar: Deiliskipulag – 1805048. Uppfærð tillaga að deiliskipulagi fyrir nýja 7.020 m2. Frístundalóð úr landi Skarðs 2.  Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir fyrir sitt leyti að lóðin fái heitið Hrafnaklettur.

28. mál. Reykholt í Þjórsárdal : Verslunar – og þjónustusvæði : Aðalskipulagsbreyting-1709046. Lagfærð tillaga og greinargerð að aðalskipulagsbreytingu fyrir Reykholt í Þjórsárdal þar sem fyrirhugað er að byggja upp hótel og baðstað. Auglýsingar skipulagstillagnanna hafa farið fram og umsagnir viðeigandi stofnana liggja fyrir. Ein athugasemd barst. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar. Anna Sigríður Valdimarsdóttir sat hjá.

11.     Mál frá 157. Fundi Skipulagnefndar. Mál fellt niður.

12.     Fundargerð 53. fundar stjórnar bs. UTU 21.06.18. Fundargerð lögð fram og staðfest.

13.     Fundargerð 54. fundar stjórnar bs. UTU 28.06.18. Fundargerð lögð fram og staðfest.

14.    Fundargerð 36. Fundar menningar- og æskulýsðnefndar. Fundargerð  lögð fram og staðfest.

15.    Fundargerð 37. Fundar menningar- og æskulýsðnefndar. Fundargerð lögð fram og staðfest.

16.    Fundargerð 38. Fundar menningar- og æskulýsðnefndar. Fundargerð lögð fram og staðfest. Sveitarstjórn lýsir sérstakri ánægju með störf  Menningar- og æskulýðsnefndar við framkvæmd Uppsprettunnar.

17.   Fundargerð stjórnar Bergrisans bs. Fundargerð lögð fram og staðfest.

18.   Fundur um sameiningarhugmyndir ungmennafélaga. Fundargerð lögð fram og staðfest.

19.   Fundargerð 12. fundar Héraðsnefndar Árnesinga 30.04.18. Fundargerð lögð fram og staðfest.

Annað

20.  Skipulagsmál hjólhýsabyggðar í landi Skriðufells. Lagt fram

21.  Samingur um Hagabeit- Traðarland. Þarfnast staðfestingar. Samningi frestað vegna misræmis. Sveitarstjórn leggur áherslu á að beitarþol landsins verði kannað.

22.  Önnur mál. Ekki voru lögð fram önnur mál.

    Mál til kynningar :

A.   Styrkveiting Vegagerðar úr styrkvegasjóði.

B.   Fundargerð aðalfundar Háskólafélags Suðurlands.

C.   Ársreikningur Hitaveitu Gnúpverja.

D.   Breytingar á ákvæðum Notendaráðs.

E.   Húsatóftir beiðni um umsögn- afgreiðsla UTU.

F.   Afgreiðslur Byggingafulltrúa 18-81.

G.   Afgreiðslur Byggingafulltrúa 18-80.

H.  Könnun meðal leiðbeinenda í leikskólum.

I.   Fundargerð 188. fundar Heilbrigðisnefndar.

J.  Fundargerð 533. fundar stjórnar SASS.

 

Fundi slitið kl. 14.30. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn  miðvikudaginn 8. ágúst næstkomandi. Kl. 9.00.

 

Gögn og fylgiskjöl: