Sveitarstjórn

7. fundur 03. október 2018 kl. 09:00
Starfsmenn
 • Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

                7. fundur í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 3. október 2018  kl. 09:00.

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :

 1. Fjárhagsmál. Rekstraryfirlit- sjóðsstreymisáætlun. Sveitarstjóri lagði fram og kynnti gróft rekstraryfirlit fyrir fyrstu átta mánuði ársins auk sjóðssteymisáætlunar til ársloka 2018. Rekstur er í jafnvægi.
 2. Styrkir til félaga. Drög að reglum. Sveitarstjóri lagði fram drög að reglum um styrki til félaga og samtaka.  Afgreiðslu máls frestað til næsta fundar
 3. Heildarfjárhæð styrkveitinga innan árs. Sveitarstjóri lagði fram tillögu um að heildarfjárhæð styrkveitinga til áramóta verði 80.000 kr. Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.
 4. Skipan varafulltrúa í Lýðheilsu- og æskulýðsnefnd Hrunamanna. Oddviti lagði fram tillögu um Harald Ívar Guðmundsson sem varafulltrúa í nefndinni fyrir hönd Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Var það samþykkt samhljóða. 
 5. Tilraunaverkefni íbúðalánasjóðs. Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði undirritað af Hermanni Jónassyni. Þar er kynnt tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni. Sveitarfélögum er boðið þátttaka í verkefninu. Sveitarstjóra falið að vinna að verkefninu, vinna að húsnæðisáætlun fyrir sveitarfélagið og leita nánari upplýsinga um verkefnið fyrir næsta fund.
 6. Bréf frá Skipulagsstofnun, br. Aðalsk. Íbúðasvæði í dreifbýli. Lagt fram bréf öðru sinni frá Skipulagsstofnun undirritað af Birnu Björk Árnadóttur. Varðar tillögu að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps vegna íbúðarsvæða í dreifbýli. Um er að ræða þrjú svæði. Hluta núverandi frístundabyggðar í Áshildarmýri sem breytist í íbúðabyggð fyrir allt að 20 lóðir á 25 ha svæði. Frístundabyggð í landi Kálfhóls sem breytist í íbúðabyggð fyrir 5 lóðir á 7 hektara svæði. Blönduð notkun frístundabyggðar og opins svæðis í Sandholti 57,7 ha sem breytist í íbúðabyggð. Gísli Gíslason skipulagsráðgjafi hefur unnið svör vegna málsins. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að deiliskipulagstillögur/breytingar vegna ofangreindra mála verði auglýstar samkvæmt tilheyrandi lögum.
 7. Umhverfisstofnun. Tillaga að friðlýsingu. Vatnasvið Jökulfalls- og Hvítár. Beiðni um umsögn. Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun undrritað af Sigrúnu Ágústsdóttur og Ingibjörgu M Bjarnadóttur. Þar er kynnt tillaga að verndun svæðis í verndarflokki rammaáætlunar. Suðurland -vatnasvæði Jökulfalls og Hvítár í Árnessýslu: 32 Gýgjarfossvirkjun og 33 Bláfellsvirkjun. Lagt er til að friðlýst verði eitt samfellt svæði sem nær til vatnasviða beggja þessara virkjunarkosta. Frestur til athugsemda er gefinn til 14 desember nk. Samþykkt að vísa málinu til umsagnar umhverfisnefndar sveitarfélagsins.

            Fundargerðir

 1. Skipulagsnefnd. Fundargerð 163. fundar. Mál nr. 26,27,28,29,30,31,32,33 og 34 þarfnast afgreiðslu.

26. Fossnes frístundasvæði: Minnkun svæðis F30: Breytt notkun: Aðalskipulagsbreyting – 1805018

Lögð fram, að lokinni auglýsingu skv.1.mgr. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að aðalskipulagsbreytingu fyrir frístundasvæðið í Fossnesi en verið er að minnka frístundasvæði og skilgreina landið sem landbúnaðarsvæði. Um er að ræða allt að 10 ha svæði beggja vegna Gnúpverjavegar nr. 325.
Tillagan var auglýst frá 1. ágúst til 12. september 2018. Engar athugasemdir bárust. Fyrir liggja umsagnir Minjastofnunar Íslands og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

Skipulagsnefnd vill árétta að tillagan var upphaflega samþykkt af sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps 16.5.2018 til auglýsingar skv. 1.mgr. 36 gr. skipulagslaga en var auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. sömu laga.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir að ofangreind tillaga verði send til afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun.

27. Grandi L166643: Sandlækur: Nýbygging á lóð: Deiliskipulag – 1808008

Lögð fram, að lokinni auglýsingu skv.1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að deiliskipulagi fyrir 7.947m2 byggingarreit fyrir frístundahús á landi Granda L1666643. Heimilt verður að reisa eitt frístundahús, ásamt allt að 40m2 útihúsi (svefnhúsi, geymslu, gróðurhúsi o.þ.h.). Heimild er fyrir kjallara og/eða risi þar sem aðstæður leyfa. Nýtingarhlutfall fari ekki yfir 0,03.
Tillagan var auglýst frá 8. ágúst til 19. september 2018. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar, samþykkir deiliskipulagstillöguna fyrir sitt leyti og samþykkir að hún verði sendi til afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun.

28.Hólaskógur: Afmörkun fjögurra lóða: Deiliskipulag – 1805009

Lögð fram, að lokinni auglýsingu skv.1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að deiliskipulagi fyrir landspildu á Gnúpverjaafrétti sem er innan þjóðlendu. Tillagan tekur til afmörkunar á fjórum lóðum og er markmið skipulagsins að staðfesta núverandi mannvirki, stuðla að bættri aðstöðu fyrir starfsmenn og ferðamenn á svæðinu og stuðla að viðhaldi og endurnýjun mannvirkja.
Tillagan var auglýst frá 1. ágúst til 12. september 2018. Athugasemdir bárust frá Rauðukömbum ehf. Fyrir liggja umsagnir Minjastofnunar Íslands, Umhverfisstofnunar, og Forsætisráðuneytisins. Beðið er eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

Skipulagfulltrúa falið að svara athugasemdum Rauðukamba ehf.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar, samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti og samþykkir að hún verði sendi til afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun.

29. Álfsstaðir II L215788: Nýbyggingar: Deiliskipulag – 1806055

Lögð fram, að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að deiliskipulagi fyrir Álfsstaði II L215788, 98.500m2 lóð þar sem gert er ráð fyrir 2 byggingarreitum, reit 1 fyrir allt að 350m2 íbúðarhúsi og reit 2 fyrir hesthúsi og geymslu/skemmu samtals allt að 500m2.
Tillagan var auglýst frá 1. ágúst til 12. september 2018. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar, samþykkir hana fyrir sitt leyti og samþykkir að hún verði sendi til afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun.

30.Skarð 2 L166595: Stofnun frístundalóðar: Deiliskipulag – 1805048

Lögð fram, að lokinni auglýsingu skv.1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að deiliskipulagi fyrir fyrir nýja 7.020m2 frístundalóð, Hrafnaklettur 4, úr landi Skarðs 2. Lóðin er staðsett um 650m norðaustan bæjartorfunnar í Skarði. Aðkoma að lóðinni er af Skeiða- og Hrunamannavegi nr. 30, heimreiðinni að Skarði nr. 3312, 3309, um uppbyggðan línuveg og svo til norðurs undir vesturhlíðum Skyggnis. Sá aðkomuvegur fær heitið Hrafnaklettur og fær aðliggjandi lóð, Skarð 2 – lóð 3, heitið Hrafnaklettur 2. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að byggja allt að 160m2 frístundahús og 40m2 aukahús á lóðinni. Tillagan var auglýst frá 1. ágúst til 12. september 2018. Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og mælist til að hún verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar, samþykkir tillöguna og samþykkir að hún verði sendi til afgreiðslu hjá Skipulagsstofnun.

31. Hraunhólar lnr 166567: Íbúða- og frístundabyggð: Stækkun svæðis og fjölgun lóða: Deiliskipulagsbreyting – 1803003

Guðfinnur Jakobsson f.h. Skaftholts Sjálfseignastofnun, sækir um breytingu á gildandi deiliskipulagi í landi Hraunhóla landnr. 166567 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. í Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 er svæðið skilgreint sem blönduð íbúðar og frístundabyggð. Breytingin felur í sér að íbúðarhúsalóðum er fjölgað úr 4 í 10.
Fyrri gildandi deiliskipulög fyrir svæði falla úr gildi við gildistöku þess nýja.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og mælist til að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Óska skal eftir umsögnum frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Minjastofnun Íslands.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar, samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og samþykkir að hún verði auglýst skv. ofangreindu.

32.Reykjahlíð (L166492): Umsókn um byggingarleyfi: Vélaskemma – 1809025

Móttekin er umsókn frá Reykjahlíð ehf. dags. 11.09.2018 móttekin sama dag með byggingarleyfi fyrir byggingu vélaskemmu í Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir vélaskemmu, þó með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu
grenndarkynningar.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar.

33.Reykholt í Þjórsárdal: Svæði umhverfis Þjórsárdalslaug: Deiliskipulag – 1712021

Auglýst hefur verið skv. 1.mgr. 41. gr. skipulagslag nr. 123/2010 tillaga að deiliskipulagi, ásamt umhverfisskýrslu, sem nær yfir verslunar- og þjónustusvæði í Reykholti í Þjórsárdal þar sem fyrirhugað er að byggja upp baðaðstöðu, veitingarekstur og hótel (Reitur A). Gert er ráð fyrir að mannvirki sem hýsi hótelstarfsemi, veitingarekstur og búningaaðstöðu sem geti verið allt að 5.000 fm og að hótelið verði með allt að 45 herbergi. Þá er einnig gert ráð fyrir allt að 300 fm þjónustubyggingu. Einnig nær deiliskipulagið til svæðis við gatnamót afleggjarans, upp að Reykholti, við Þjórsárdalsveg en þar er fyrirhugað að taka á móti gestum sem ætla að heimsækja baðstaðinn (Reitur B). Á þeim reit verður heimilt að byggja allt að 300 fm þjónustubyggingu. Er deiliskipulagið í samræmi við breytingu á aðalskipulagi svæðisins sem auglýst er samhliða. Skipulagstillagan var auglýst frá 18. apríl til 31. maí 2018. Bárust athugasemdir frá einum einstaklingi og fjöldi athugasemda og ábendinga frá hinum ýmsu umsagnaraðilum. Lagfæringar hafa verið gerðar á gögnum til samræmis við athugasemdir og ábendingar.

Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagstillögu og greinargerð og einnig lagfærða tillögu dagsetta 22.6.2018 eftir auglýsingu frá 18. apríl til 31. maí 2018 og mælist til að hún verði send Skipulagsstofnun skv. 42.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Svör voru send á eftirfarandi aðila eftir umsagnir þeirra: Landgræðslan dags. 29.5.2018, Minjastofnun Íslands dags. 18.6.2018, Skógræktin dags 30.5.2018, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 6.6.2018, Forsætisráðuneyti dags. 13.6.2018, Dagmar Trodler ódagsett.
Þá samþykkir skipulagsnefnd að svör þau er send hafa varið á fyrrgreinda aðila 13. ágúst s.l, voru svör skipulagsnefndar við athugasemdum og ábendingum.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir ofangreinda deiliskipulagstillögu fyrir sitt leyti. Anna Sigríður Valdimarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun : Ég sit hjá við afgreiðslu mála er tengjast fyrirhuguðum framkvæmdum Rauðakambs ehf. við Reykholt í Þjórsárdal, þ.e. 33. og 34. máls í fundargerð 163. fundar Skipulagsnefndar,  með vísan í bókun frá síðasta fundi 19.09 2018.
 

34.Reykholt í Þjórsárdal: Verslunar- og þjónustusvæði: Aðalskipulagsbreyting – 1709046. Fyrir skipulagsnefnd uppsveita hefur verið frá haustdögum 2017 til afgreiðslu og í ferli tillaga að breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016, þar sem fyrirhugað er að fara í uppbyggingu baðstaðar, hótels og veitingastaðar við Reykholt í Þjórsárdal. Tillagan var auglýst skv. 1.mgr.31.gr skipulagslaga nr.123/2010, og 7. gr. laga nr.105/2006 um umhverfismat áætlana, frá 18. apríl til 31. maí 2018 og barst ein athugasemd frá einstaklingi auk þess sem umsagnir og ábendingar bárust frá fjölda umsagnaraðila.

Skipulagsnefnd samþykkir breytingu á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 þ.e. lagfærða tillögu og greinargerð dagsetta 21.6.2018 eftir auglýsingu frá 18. apríl til 31. maí 2018 og mælist til að hún verði send skipulagsstofnun skv. 2.mgr. 32.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Svör voru send á eftirfarandi aðila eftir umsagnir þeirra: Landgræðslan dags. 29.5.2018, Minjastofnun Íslands dags. 18.6.2018, Skógræktin dags 30.5.2018, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 6.6.2018, Forsætisráðuneyti dags. 13.6.2018, Dagmar Trodler ódagsett.
Þá samþykkir skipulagsnefnd að svör þau er send hafa varið á fyrrgreinda aðila 13. ágúst s.l. voru svör skipulagsnefndar við athugasemdum og ábendingum.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir ofangreinda breytingu á aðalskipulagi.

 1. Fundargerð stjórnar Brunavarna Árn. 24.09.18. Fundargerð lögð fram og staðfest.
 2. Ungmennaráð fundur 30.09.18.    Fundargerð lögð fram og staðfest.

            Styrkir-samningar-fundarboð

 1. Nemendafélagið Mímir. Beiðni um styrk. Lagt fram erindi frá nemendafélaginu Mími við Menntaskólann á Laugarvatni. Undirritað af Ástráði Sigurðssyni. Óskað er eftir styrk að fjárhæð 50-70.000 kr. til að halda söngvakeppni. Afgreiðslu mál frestað til næsta fundar.
 2. Beiðni um styrk til kaupa á strætókortum. Lögð fram beiðni ungmennis um styrk til kaupa á strætókortum. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veittur verði sambærilegur styrkur og veittur er í öðrum sveitarfélögum. Sveitarstjóra falið að útfæra málið.
 3.  Samningur við Dattaca labs um vinnu við innleiðingu persónuverndarlaga. Ráðning Persónuverndarfulltrúa.

            Lagður fram samningur við Dattacalabs ehf kt. 590515-3530 um áframhaldandi vinnu við innleiðingu persónuverndarlaga. Samningur samþykktur. Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir                  hönd sveitarfélagsins. Tryggingar vegna Persónuverndarmála verði kannaðar áður en til undirskriftar kemur. Tekið verður tillit til útgjaldaauka í viðauka fjárhagsáætlunar.

Lögð fram drög að samningi við Dattacalabs ehf kt. 590515-3530 um annast hlutverk persónuverndarfulltrúa fyrir hönd sveitarfélagsins. Samningur samþykktur samhljóða og sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Tryggingar vegna Persónuverndarmála verði kannaðar áður en til undirskriftar kemur.  Kostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar 2018. Tekið verði tillit til kostnaðar við málaflokkinn í fjárhagáætlun 2019.

Anna Sigríður Valdimarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun : Í svörum sem ég fékk varðandi innleiðingu téðra laga um kostnað við framkvæmd hennar (innleiðingarinnar) skilst mér að óhjákvæmlegt sé að komast hjá því að kaupa þjónustu við innleiðingu þeirra.

Í fyrri sveitarstjórn hafði verið gengið til samninga við viðkomandi fyrirtæki um fyrstu skref innleiðingarinnar, það fæli því í sér enn frekari kostnað að skipta um þjónustuaðila.  Því greiði ég atkvæði með þessum samningum.

 1. Aðalfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Fundarboð. Lagt fram boð á aðalfund Jöfnunarsjóð sveitarfélaga 10. október nk. Samþykkt að Kristófer Tómasson verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundinum og Björgvin Skafti til vara.
 2. Aðalfundur samtaka orkusveitarfélaga. Fundarboð.

       Lagt fram boð á aðalfund Samtaka orkusveitarfélaga 10. október nk. Samþykkt að Kristófer Tómasson verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum og Björgvin Skafti til vara.

 1.  Erindi frá Rúnari Guðmundssyni skipulagsfulltrúa.                                                                                                                                                                                                           Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi lagði fram eftirgreinda beiðni : Undirritaður óskar eftir heimild frá öllum sveitarfélögum sem eru undir hatti UTU, til að undirrita fyrir f.h. sveitarfélaganna uppdrætti  vegna gildistöku gagnvart Skipulagstofnun eftirfarandi:

            Uppdrætti vegna gildistöku Aðalskipulagsbreytinga

            Uppdrætti vegna gildistöku nýrra deiliskipulagstillagna

            Uppdrætti vegna gildistöku breytinga á gildandi deiliskipulagstillögum.

            Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita Rúnari Guðmundssyni skipulagsfulltrúa umbeðnar ofangreindar heimilidir.

 1. Önnur mál löglega fram borin.
 1. Hrönn Guðmundsdóttir kynnti umfang og starfsemi Hekluskóga. Heildargróðursetning frá upphafi er 3 milljónir plantna í 1800 hektara. Hrönn sagði mikilvægt að halda sveitarstjórnum á svæði Hekluskóga vel upplýstum um verkefnið.

    Mál til kynningar :

 1. Ársreikningur Tún ehf.
 2. Fasteignamat 2019.
 3. Heilbrigðissnefnd fundargerð.
 4. Lögmæt verkefni sveitarfélaga.
 5. Náttúrhamfaratrygging- breyting.
 6. Úrlausn misræmis á skráningu fasteigna.
 7. Vatnsból mæling.
 8. Skýrsla sveitarstjóra.

Fundi slitið kl. 11:40. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn  17. október næstkomandi. Kl. 09.00.

 

 

Gögn og fylgiskjöl: