Sveitarstjórn

11. fundur 05. desember 2018 kl. 09:00
Starfsmenn
 • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

               Nr. 11  Árnesi 05. desember 2018

11. fundur í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 5. desember 2018  kl. 09:00.

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar :

 1. Gjaldskrá Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2019. Sveitarstjóri lagði fram tillögu að gjaldskrá sveitarfélagsins fyrir árið 2019.

Vatnsgjald:
Gjaldskrá vatnsveitu fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði verður óbreytt frá þeirrigjal dskrá sem í gildi hefur verið frá árinu 2012.

Vatnsgjald, er 0,20% af fasteignamati íbúðarhúsa, lóða og atvinnuhúsnæðis. Þó að hámarki 35 þúsund krónur. Vatnsgjald sumarhúsa er 28.000 kr.
Seyrulosunargjald:
Árlegt gjald fyrir losun á seyru samkvæmt samþykkt nr. 149/2004 um hreinsun fráveitu-vatns og reglubundna losun, vinnslu eða förgun seyru verður 10.500.-kr á rotþró.
Fráveitugjald:
Þar sem holræsakerfi er til staðar á vegum sveitarfélagsins er innheimt holræsagjald, nemur gjaldið 0,25% af fasteignamati.
Lóðaleigugjöld:
Lóðaleigugjöld innheimtast eftir lóðaleigusamningum.
Gjaldskrá mötuneytis:

Hádegisverður til nemenda Þjórsárskóla 330-kr Hádegisverður til nemenda Leikholts 270 kr. –
Gjald fyrir hádegisverð til starfsmanna nemi hráefnisverði máltíða.

Gjaldskrá Þjórsárskóla :
Morgunhressing kr. 83.-Skólavistun klst. kr. 326 Aukavistun klst. kr.400.- Náðarkorter 15 mín. 600 kr.-

Gjaldskrá leikskólans Leikholts:
Vistun á kjarnatíma, frá kl 08:00-16:00 er gjaldfrjáls.
Stök morgunhressing kr. 83- Stök síðdegishressing kr.93-  

Gjald fyrir klukkustund utan kjarnatíma kr. 2.528. fyrir 30 mínútur kr. 1.264.

Gjald fyrir hverjar byrjaðar 15 mínútur kr. 632.-

Gjaldskrá gatnagerðargjalda verði óbreytt frá árinu 2018

 

Félagsheimilið Árnes - útleiga – verðskrá 2019

Flísasalur - eldhús - forstofa Ferming / dagveisla 50.000,- 1 1/2 dagur. Kvöldveisla/ afmæli / Brúðkaup 80.000,- 1 1/2 dagur. Eitt kvöld  t.d. fundir m/aðgangi að eldhúsi. 15.000,- Allt að 100 manns

Aðalsalur - eldhús - forstofa  Ferming / dagveisla 80.000,- 1 1/2 dagur. Kvöldveisla / Afmæli / Brúðkaup 100.000,- 1 1/2 dagur Allt að 160 manns.

Aðalsalur - eldhús - forstofa  Eitt kvöld m/ uppröðun og eldhúsi 1/2 dagur 30.000,- (tónleikar, stórir fundir)

Mötuneytissalur - eldhús – „forstofa  austan megin" Ferming / dagveisla 30.000,- 1 1/2 dagur.  Kvöldveisla / Afmæli / Brúðkaup 45.000,- Allt að 50 manns.

Allir salir- eldhús - forstofa - svið =  Allt húsið dagveisla 115.000,- 1 1/2 dagur.  Kvöldveisla 130.000,- 1 1/2 dagur.  Leyfi er fyrir 360 gestum.

Önnur leiga stök klst. 3.500,- Önnur víkjandi  leiga: 2500,- pr klst.

Víkjandi leiga pr. kvöld: kr 5.000,- söngæfingar - Íþróttaæfingar. 

 Brautarholt gjaldskrá 2019

Aðalsalur:

Ferming /jarðarför /veisla 50.000,- 1 1/2 dagur

Kvöldveisla afmæli /brúðkaup/ 65.000,- 1 1/2 dagur

Föst víkjandi kvöldleiga allan veturinn 2.500,- klst Víkjandi leiga pr. kvöld: kr 5.000,- söngæfingar - Íþróttaæfingar.

 Grunnur gatnagerðargjalds er byggingarkostnaður á fermeter í vísitöluhúsi fjölbýlis samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands á grundvelli laga nr. 42/1987. Í febrúar 2016 er byggingarkostnaður á fermeter í fjölbýlishúsi samkv ofangreindu 199.953 kr.

Gjaldflokkar eru þrír og skal viðeigandi hundraðshluti af byggingakostnaði vísitöluhúss fjölbýlis lagður á hvern fermeter nýbyggingar. 3%

· Einbýlishús með bílageymslu

· Parhús með bílageymslum

· Raðhús með bílageymslum

· Fjölbýlishús með bílageymslum 2%

· Verslunar-, þjónustu- og annað húsnæði

· Iðnaðarhúsnæði 1%

· Hesthús

· Útihús, gróðurhús og fleira tengt landsbúnaði

Flatarmál bygginga skal reikna eftir ÍST 50. Af endurbyggingu þaka íbúðarhús, án aukningar á nýtingu skal ekki greiða gatnagerðargjöld.

Fyrir lagnakjallara og glerskála með gagnsæju þaki greiðist gatnagerðargjald.

Gjaldið breytist 1. dag hvers mánaðar samkvæmt breytingu í byggingakostnaði vísitöluhúss fjölbýlis.

Lágmarksgjald

Við ákvörðun lágmarksgatnagerðargjalds skal að jafnaði miðað við eftirfarandi stærðir

· Einbýlishús með bílageymslu 160 m2 pr. Íbúð.

· Parhús með bilgeymslum 115 m2 pr. Íbúð.

· Raðhús með bílgeymslum 105 m2 pr. Íbúð.

Greiðsluskilmálar

Innan þriggja mánaða frá undirskrift lóðarleigusamnings eða útgáfu byggingaleyfis skal greiða 25 % af álögðu gatnagerðargjaldi. Þegar lokið er lagningu bundins slitlags á viðkomandi götu skal greiða 75 % gjaldsins.

 

Gjaldskrá sorphirðu og sorpeyðingar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

1.gr. Innheimta sorphirðu og sorpeyðingu

Innheimta skal gjald fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi samkvæmt gjaldskrá þessari, sbr. samþykkt nr. 32/2007 um meðhöndlun úrgangs, og nr. 149/2004 um hirðu og meðhöndlun seyru. Gjöldin eru lögð á árlega og innheimt samhliða fasteignaskatti.

         2. gr.  Sorphirðugjald.

a) 240 lítra tunna                       29.400,-  kr.

b) 660 lítra tunna                       41.475,-  kr.

c) 1.100 lítra tunna                    47.250,-  kr.

3. gr. Sorpeyðingargjald.  

 

Íbúðir                                                   16.800 kr.

Sumarhús                                            14.700 kr.

Grá tunna  660 l                                   57.750 kr.

Grá tunna 1100 l                                  97.650 kr .                 

Almennt sorp 1/2 m3                            3.000 kr

Flokkað sorp gjaldskylt  ½ m3              2.000 kr     

      

         4.gr. Gjald fyrir dýrahræ.

          Lagt á aðila með búrekstur

          Gjaldflokkur 1 (mikil notkun)               120.000 kr

          Gjaldflokkur 2                                       80.000 kr.

Aðilar í búrekstri undir 5.000.000 kr ársveltu geta sótt um 40 % afslátt af gjaldi fyrir dýrahræ.

 Fyrirtæki greiða ekki sérstakt sorphirðugjald heldur greiða fyrir sorp samkvæmt gjaldskrá.

Gámasvæðin taka  við flokkuðum úrgangi frá fyrirtækjum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Gámasvæðin taka við Almennu sorpi, grófum úrgangi, dýrahræjum, málmum brotajárni og lituðu timbri.

Á svæðinu er jafnframt tekið á móti spilliefnum, raftækjum og öðru sem telst til sorps frá heimilum og fyrirtækjum.

5. gr. Seyrulosunargjald.

Árlegt gjald fyrir tæmingu rotþróa er. 10.500 kr.

Ofangreindar gjaldskrár samþykktar samhljóða. Gerður er fyrirvari um gjaldskrá sorphirðu  og  sorpeyðingar vegna skilgreiningar á gjaldflokkum vegna gjalds fyrir dýrahræ.

 1. Álagningahlutfall fasteignagjalda í Skeiða- og Gnúpverjahreppi 2019. A-flokkur.

Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis eins og hann eru skilgreindur í 3.gr. í lögum nr.4/1995

verður 0,40% af heildarfasteignamati. Lækkun úr 0,50 %.  Lög nr. 4 1995 Lesa hér 

B-flokkur.

Fasteignaskattur af opinberum byggingum eins og þær eru skilgreindar í 3.gr. í lögum nr.

4/1995 verður 1.32 % af heildar fasteignamati.

C-flokkur.

Fasteignaskattur atvinnuhúsnæðis og öðru eins og þær eru skilgreindar í 3. Gr. Í lögum

nr. 4/1995 verður 1,65% af heildar fasteignamati.

Afsláttur af fasteignaskatti fer eftir samþykktum sveitarstjórnar frá 7 febrúar 2006.

Samkvæmt 3. grein þeirrar samþykktar geta þeir sem eru eldri en 67 ára og þeir sem eru 75 % öryrkjar eða meira sótt um afslátt á fasteigna-gjöldum þeirrar íbúðar sem þeir búa í og ekki er nýtt af öðrum, tekjuviðmið er í lið 7. Afsláttur á fasteignagjöldum tekur mið af tekjum. Vísast til sérstakrar ákvörðunar þar um.

 

Gjalddagar fasteignaskatts verða alls níu. Mánaðarlega frá febrúar til október. Ofangreint framlagt álagningarhlutfall fasteignagjalda samþykkt samhljóða.

 1. Tekjuviðmið afslátta fasteignagjalda 2019.

 Tekjuviðmið til afslátta

2019

fasteignagjalda

Tekjur einstaklinga

Afsláttur

Frá

-

kr til

3.390.000

kr

100%

Frá

3.390.001

kr til

3.958.000

kr

75%

Frá

3.958.001

kr til

4.520.000

kr

50%

Frá

4.520.001

kr til

5.087.000

kr

25%

Frá

5.087.001

kr

og hærri

enginn afsláttur

 

 

 

Tekjur hjóna

Frá

kr til

5.098.000

kr

100%

Frá

5.098.001

kr til

5.867.000

75%

Frá

5.867.001

kr til

6.644.000

50%

Frá

6.644.001

kr til

7.418.000

25%

Frá

7.418.001

kr

og hærri

enginn afsláttur

                         

Tekjuviðmið samþykkt samhljóða.

 

 1. Fjárhagsáætlun Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2019-2022 seinni umræða. Sveitarstjóri lagði fram fjárhagsáætlunina til seinni umræðu. Gert er ráð fyrir að útsvarstekjur  nemi  321,7 mkr.

Fasteignaskattar  262,4  mkr

Tekjur frá Jöfnunarsjóði 55,5  mkr

Rekstrargjöld samstæðu 659,1 mkr

Þar af afskriftir  31,2 mkr

Rekstrarniðurst. A-hluta tekjur umfram gjöld  71,1 mkr  

Rekstrarniðurstaða. samstæðu A og B-hluta tekjur umfram gjöld  67,4 mkr       

Handbært fé frá rekstri samstæðu 101,1 mkr.

Næsta árs afborganir langtímalána 6,8 mkr.

Samhliða Fjárhagsáætlun var lögð fram fjárfestingaáætlun fyrir árið 2019. Fjárfestingar á árinu eru áætlaðar fyrir 94,6 mkr. Lokið verður við gatnagerð í Brautarholts og Árneshverfum ætlað er til þess þurfi 34 mkr að frádregnum áætluðum gatnagerðargjöldum.

Fjárhagsáætlun 2020-2022. Sveitarstjóri lagði fram fjárhagsáætlun 2020-2022. Skatttekjur eru áætlaðar þær sömu hvert ár og árið 2019, Framlög úr jöfnunarsjóði og aðrar tekjur eru áætlaðar þær sömu árin 2020-2022 og árið 2019. Ef ekki kemur til lækkunar útsvars hutfalls er áætlað að rekstrarniðurstaða samstæðu eftir fjármagnsliði verði 66.431 þkr árið 2020, 66.712 þkr árið 2021 og 68.645 þkr árið 2022 Ekki er tekið tillit til verðlagsbreytinga. Áætlað er að heildarvirði eigna vaxi og muni nema 1.223 þkr í lok árs 2022. Útlit er fyrir að handbært fé hækki frá ári til árs og nemi 214.752  þkr í lok árs 2022. Miklar umræður urðu um fjárhagsáætlunina. Fjárhagsáætlun 2019 og fjárhagsáætlun 2020 til 2022 samþykkt samhljóða.

 1. Fjárhagsáætlun 2018. Viðaukar. Sveitarstjóri lagði fram viðauka vegna hækkunar sameiginlegs kostnaðar við Brunavarnir Árnessýslu 1.510.000 kr. Kostnaði mætt með lækkun á handbæru fé. Viðauki samþykktur samhljóða.
 2. Friðlýsingaráform í Þjórsárdal. Haldinn var samráðsfundur um áformin 21. nóvember sl. Fundargerð lögð fram og kynnt auk þess kynnt kort með mögulegaum útlínum friðlýsingarsvæðisins. Sveitarstjórn samþykkir að haft verði samband við stjórn afréttarmálafélags Flóa- og Skeiða og afréttarmálnefnd Gnúpverja um verkefnið og verði þeim aðilum boðið til fundar innan skamms. Auk  þess er lagt til Náttúruverndarsamtökum Suðurlands og Markaðsstofu Suðurlands verði bætt á lista um samráðsaðila um verkefnið.
 3. Samningur um veiðirétt í Fossá 2019-2022. Lögð fram drög að samningi um veiðirétt í Fossá við Flying Fish Iceland ehf (Laugardalsá ehf. Kt. 651113-0750) um veiðirétt. Samningstímabil árin 2019 -2022 að báðum árum meðtöldum. Samningsdrög samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins. Að samningnum kemur Skógræktin auk sveitarfélagsins.
 4. Rekstur Skeiðalaugar. Möguleikar á rekstrarformi. Samþykkt að fela sveitarstjóra að auglýsa eftir rekstrarðila að Skeiðalaug fyrir árin 2019 og 2020.
 5. Fundargerð Skipulagsnefndar. Nr. 167. Mál nr. 17,18,19,20 og 21 þarfnast afgreiðslu.

 

17. Brautarholt á Skeiðum; Gerð húsa á nokkrum lóðum breytt; Deiliskipulagsbreyting – 1811030

Guðbjörg Guðmundsdóttir f.h. Skeiða- og Gnúpverjahrepps leggur fram tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi íbúðarhúsalóða í Brautarholti.
Breytingin nær til eftirfarandi:
1) Lóðunum Holtabraut 21 og 23 breytast í raðhúsalóðir og þær minnkaðar.
2) Lóðin Holtabraut 18 – 20 er stækkuð um c.a. 2m til vesturs og byggingareitur stækkaður.
3) Lóðin Vallarbraut 11 er stækkuð um c.a. 4m til vesturs og breytt í raðhúsalóð.
4) Gönguleið á milli Holtabrautar 20 og Vallabrautar 9, breytist lítillega við stækkun lóðarinnar Holtabrautar 20.
5) Veglína Vallarbrautar til suðurs (vegur að hreinsivirki) breytist lítillega við stækkun lóðarinnar Vallarbrautar 11.
6)Byggingarreitur á Malarbraut 2 er lengdur um 0,6m til austurs.

 

Skipulagsnefnd telur að um verulega breytingu á deiliskipulagi sé að ræða og mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki tillöguna skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.

 

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samkv 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og samþykkir jafnframt að hún verði auglýst.

 

 

18. Húsatóftir 2 lóð 2 L222395; Húsatóftir 2a; Skipting lands og breytt heiti lóðar – 1811051

María Bjarnadóttir Eflu, f.h. Gylfa Guðmundssonar leggur fram ósk um breytingu á heiti lóðarinnar Húsatóftir 2 lóð 2 L 222395 og verði Húsatóftir 2a.
Einnig er lagður fram uppdráttur sem sýnir uppskiptingu lóðarinnar í 4 jafnstórar 7508,4m2 lóðir. Óskað er eftir að lóðirnar fái heitið Húsatóftir 2a, Húsatóftir 2b. Húsatóftir 2c og Húsatóftir 2d.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins

 

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar

 

19. Mið- og Árhraunsvegur L225283 (Árhraunsvegur 17); Breytt notkun svæðis; Fyrirspurn – 1811023

Haukur Friðriksson f.h. Ósar ehf. leggur fram fyrirspurn til skipulagsnefndar UTU þess efnis að fá heimild til að gera breytingu á gildandi deiliskipulagsskilmálum fyrir lóðirnar Árhraunsvegur 13, 15, 17 og Miðhraunsvegur 2, á þá leið að heimilt verði á byggja geymslu, svefnhús eða gróðurhús allt að 50m2 í stað 25 sem tilgreindir eru í gildandi deiliskipulaga svæðisins.
Einnig leggur hann fram fyrirspurn um hvort heimilt verði að breyta lóðinni Árhraunsvegur 17 ásamt aðliggjandi landi 17,06 ha í lögbýli. Fyrirhuguð starfsemi á landinu er skógrækt en nú þegar er búið að planta um 30 þúsund trjám í landið. Inni í landinu stæðu áfram lóðirnar Árhraunsvegur 13 og 15 og Miðhraunsvegur 2, sem frístundalóðir.
(lóðirnar Árhraunsvegur 15 og Miðhraunsvegur 2 hafa ekki verið stofnaðar í Þjóðskrá Íslands) Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að heimilt verði að breyta lóðinni með í lögbýli.

                     20. Hjálparfoss salernishús L226798; Vatnslagnir; Endurnýjun framkvæmdaleyfis – 1811057

 Hreinn Óskarsson f.h. Skógræktarinnar leggur fram umsókn um endurnýjun á framkvæmdaleyfi vegna lagningu kaldavatnslagnar fyrir salernishús við Hjálparfoss í Skeiða- og                         Gnúpverjahreppi.

Verkefnið hefur tafist og því rann fyrra framkvæmdaleyfi úr gildi. Lega lagna hefur breyst lítillega frá fyrri tillögu. Nú er meiningin að fara með lögnina yfir Fossá ofan við Hjálparfoss og mun sú leið ekki hafa áhrif á fiskistofna í ánni

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi að nýju í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu skipulagsnefndar

21. Flatir 17 L193908; Breytt aðkoma lóðar; Deiliskipulagsbreyting – 1811058

Vigfús Þór Hróbjartsson f.h. flatir Cottage ehf leggur fram umsókn og tillögu dags. 27.11.2018, að breytingu á gildandi deiliskipulagi í landi Réttarholts í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í breytingunni felst að felld er niður vegtenging úr suðri að Flötum lóð 17. Skilgreind er ný tenging að Flötum 17 um land Leitis L 166576. Þá er bætt við reit á land Leitis byggingarreit fyrir hesthús. Með breytingu þessari er felld úr gildi deiliskipulagsbreyting sem tók gildi í B-deild stjórnartíðinda 2.4.2013. Deiliskipulagsbreytingin er í samræmi við aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem er í ferli. Þar er svæðið skilgreint sem landbúnaðarland.

Málinu frestað og skipulagsfulltrúa falið að óska eftir ítarlegri gögnum.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu skipulagsnefndar

 1. Aðalskipulag breyting. Hraunhólar. Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun undirritað af Axel Benediktssyni. Þar eru gerðar athugasemdir við framlagða aðalskipulagsbreytingu á landi Hraunhóla. Lagt fram og kynnt. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við það sem fram kemur í bréfi umhverfisstofnunar um málið.
 2. Stofnun þjóðgarðs. Beiðni um umsögn. Lögð fam og kynnt samráðsgátt um verkefni stofnunar um þjóðgarð á miðhálendinu.
 3. Samningur um endurskoðun. Þarfnast samþykktar. Undirritaður samningur við KPMG um endurskoðun lagður fram og samþykktur.
 4. Styrkur til kaupa strætókortum. Lagfæring á bókun. Leiðrétting bókunar frá 8 fundi sveitarstjórnar 24.10.2018

      Samþykkt samhljóða að styrkur til framhalds- og háskólanema til kaupa á strætókortum verði kr. 28.600 fyrir hvern einstakling.  Skólaárið 2018- 2019. Skilyrði fyrir styrkveitingu er staðfesting                        viðkomandi skóla um námsvist.

    Mál til kynningar :

 1. Lög til kynningar um flutning.
 2. Br á lögum um húsnæðisbætur
 3. Ársskýrsla FÍLA.
 4. Tónlistarskóli Árnesinga 190 fundur. 26.11.18
 5. Fjárhagsáætlanir  sveitarfélaga.
 6. Reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
 7. Veraldarvinir.
 8. Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands 2018.
 9. 39. Fundur Stjórnar SASS.
 10. Stjórnarfundur SOS nr. 273. 20.11.18.

Fundi slitið kl. 12:05. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn   9. janúar næstkomandi. Kl. 09.00.

 

Gögn og fylgiskjöl: