Sveitarstjórn

16. fundur 06. mars 2019 kl. 09:00
Starfsmenn
  • Mætt til fundar: Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

             Fundur í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps í Árnesi miðvikudaginn 6. mars 2019  kl. 09:00.

        Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

  1. Samþykkt um Skeiða- og Gnúpverjahrepp grein.40. Breyting. Seinni umræða. Sveitarstjóri lagið fram tillögur að breytingum á 40. Grein samþykkta Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Liður nr. 4. í 40. grein er eftirfarandi eftir breytingar: Umhverfis- og tæknisvið. Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita er byggðasamlag sveitarfélaganna Grímsnes- og Grafningshrepps, Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Flóahrepps og Ásahrepps sem hefur það hlutverk að annast lögbundin verkefni byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa auk verkefna sem varða umhverfis- og tæknimál. Aðildarsveitarfélögin skipa skipa sameiginlega sex manna stjórn skv. Sérstökum samningi þar að lútandi. Skeiða- og Gnúpverjahreppur skipa einn fulltrúa í stjórnina og einn til vara.  Liður nr. 10. í 40. grein er eftirfarandi eftir breytingar: Aðalfundur SASS. Þrír fulltrúar og Þrír til vara. Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Tveir fulltrúar og tveir til vara. Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands. Einn fulltrúi og einn til vara. Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands. Einn fulltrúi og einn til vara. Ofangreindar breytingar á samþykktum samþykktar samhljóða. Sveitarstjóra falið að senda auglýsinguna til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.
  2. Húsnæðisáætlun Skeiða- og Gnúpverjahrepps. 2019-2025. Sveitarstjóri Lagði fram og kynnti drög að húsnæðisáætlun 2019-2025. Áætlun er komin vel á veg, stefnt að því að vinnu við lokið fyrir lok mars.
  3. Fjárfestingaáætlun 2019. Viðauki- húsnæðiskaup. Máli frestað.
  4. Úthlutun lóðar. Varðar lóðina Vallarbraut 11 í Brautarholtshverfi. Samþykkt var fyrir skömmu að úthluta Traðarlandi ehf lóðinni. Traðarland óskar eftir skila þeirri lóð og óskar eftir lóð á öðrum stað. Guðni Vilberg Baldursson fyrir hönd óstofnaðs félags leggur fram umsókn um lóðina Vallarbraut 11. Sveitarstjórn samþykkir að úthluta Guðna Vilberg lóðinni.
  5. Samþykkt um búfjárhald- dýravelferð. Sveitarstjórn samþykkir að móta stefnu í dýraverndunar- og dýravelferðarmálum. Sveitarstjóra og oddvita falið að leggja fram drög slíkri samþykkt.
  6. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs. Sveitarstjóri lagði fram drög að samþykkt um meðhödlun úrgangs. Fyrri umræða. Drögum að samþykktinni vísað til annarrar umræðu. Auk þess er drögunum vísað til umsagnar Umhverfisnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
  7. Gjaldskrá Seyrustaðir. Lögð fram gjaldskrá Seyrustaða. Á Seyrustöðum fer fram móttaka og hreinsum á seyru frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Hrunamannahreppi, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi, Flóhreppi og Ásahreppi samkvæmt samstarfs-samningi dags. 07.02.2018. Vísast til fylgiskjals. Gjaldskráin taki gildi frá 01.01.2019. Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrána samhljóða.
  8. Hólaskógur afmörkun lóðar. Lögð fram og kynnt staðfesting frá Umhverfis- og tæknisviði, á að deiliskipulag lóðum við Hólaskóg.
  9. Bréf frá Umhv. og auðlindaráðuneyti. Varðar Sæluvelli. Lagt fram bréf frá Umhverfis – og auðlindaráðuneyti undirritað af Írisi Bjargmundsdóttur. Í bréfinu er vísað er til svarbréfs frá sveitarstjórn dags 23.01.19.
  10.  Árnes endurskoðað deiliskipulag. Lagt fram bréf frá Umhverfis- og tæknisviði dags. 13.02.19. Þar ræðir um breytingar á deilskipulagi í Árneshverfi unnar af Guðbjörgu Guðmundsdóttur. Í breytingunum felast meðal annars tilfærsla lóðamarka og fjölgun íbúð á lóðunum Heiðargerði 1 og Hamragerði 1. Bílastæði og aðkoma við Þjórsárskóla, kvaðir um langir og fleira. Vísast nánar til fylgiskjals. Sveitarstjórn samþykkir dieliskipulagsbreytinguna samhljóða.

Fundargerðir :

  1. Skipulagsnefnd fundargerð 172. fundar. Mál nr. 10,11 og 12. Þarfnast afgreiðslu.

10. Búrfells og Skeljafell L223324; Færsla brúar við Sultartanga - 1902049

Axel Valur Birgisson f.h. Landsvirkjunar leggur fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna

færslu brúar við Sultartanga í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Vegna hruns úr bökkum Sultartangaskurðar er nauðsynlegt að færa núverandi brúarstæði um ca 95m ofar í skurðinumog tengja hana með samtals 1km löngum vegi sambærilegum og núverandi Þjórsárdalsvegur (veggerð C7). Fyrir liggur leyfi Vegagerðarinnar sem gefið var í desember 2018. Einnig mun framkvæmdin verða tilkynnt skv. fl. C í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að veita framkvæmdaleyfi til samræmis við skipulasáætlanir, þegar fyrir liggur niðurstaða Skipulagsstofnunar um matskyldu.

Afgreiðsla sveitarstjórnar:

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir að framkvæmdaleyfi verði veitt.

11. Hjálparvegur L223323; Endurbætur frá Þjórsárdalsvegi að Hjálparfossi; Framkvæmdaleyfi - 1902048

Axel Valur Birgisson f.h. Landsvirkjunar leggur fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna endurbóta á Hjálparvegi og gera hann jafnframt að heilsársvegi i vegflokki C7(tengivegur)í flokkun Vegagerðarinnar.

Fyrir liggur leyfi Vegagerðarinnar sem gefið var í desember 2018. Einnig mun framkvæmdin verða tilkynnt skv. fl. C í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að veita framkvæmdaleyfi til samræmis við skipulasáætlanir, þegar fyrir liggur niðurstaða Skipulagsstofnunar um matskyldu.

Afgreiðsla sveitartjórnar:

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar og samþykkir að framkvæmdaleyfi verði veitt.

12. Vestra-Geldingaholt L166613; Tjarnarholt; Afmörkun jarðar og stofnun lóðar - 1902047 Lögð fram umsókn Sigfúsar Sigfússonar, dags. 18.09.18, þar sem óskað er eftir staðfestingu á jörðinni Vestra-Geldingaholt L166613. Skv. hnitsettri afmörkun er jörðin 252 ha. Samhliða er sótt um stofnun 174,8 ha lands úr jörðinni og óskað eftir að landið fái heitið Tjarnarholt.

Aðkoma að landeigninni er frá Háholtsvegi (3335). Stærð Vestra-Geldingaholts eftir landskiptin er 77,2 ha.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við afmörkun jarðarinnar, með fyrirvara um samþykki eigenda aðliggjandi landeigna á hnitsetningu landamerkja. Ekki er gerð athugasemd við stofnun né heiti nýrrar landeignar með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar um aðkomu að landinu. Þá er ekki gerð athugasemd við landskipti skv. 13. jarðalaga. Heitið Tjarnarholt er samþykkt.

Afgreiðsla sveitarstjórnar:

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við afgreiðslu Skipulagsnefndar.

  1. Fundur 59. stjórnar Byggðasamlags UTU.   Fundargerð lögð fram og kynnt.
  1. Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings 30. fundur. 12.12.18.

Fundargerð lögð fram og kynnt.

  1. Skólaþjónustu- og velferðarnefnd Árnesþings. 30. fundur. 27.02.19.

Fundargerð lögð fram og kynnt.

  1. Fundargerð Oddvitanefndar UTU 27.02.19. Fundargerð lögð fram og kynnt. Í fundargerðinni er lagt fram tilboð í aðstöðuhús fyrir Seyrustaði að Flatholti 2 á Flúðum. Lægsta tilboð kom frá Landstólpa ehf. Tilboð þarfnast samþykktar aðildarsveitarfélga. Sveitarstjórn samþykkir tilboðið með fyrirvara um að kostnaður við grunn hússins liggi fyrir.

     Annað:

  1. Starfsáætlun Skóla- og velferðarþjónustu Árnesinga. Starfsáætlun lagt fram og kynnt. Samþykkt að boða Sigrúnu Símonardóttur starfsmann Velferðarsþjónustu uppsveita til næsta sveitarstjórnar og óska eftir upplýsingum frá henni um starfsemi velferðarþjónustunnar.
  2. Þingskjal 187. Endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi. Þingskjal lagt fram og kynnt. Nokkrar umræður urðu um málið.
  3. Listi yfir störf sem eru undanskilin verkfallsheimild. Sveitarstjóri lagði fram lista yfir störf sem eru undanskilin verkfallsheimild. Um er að ræða eftirtalin störf: Starf sveitarstjóra, skólastjóra grunnskóla, leikskólastjóra, aðalbókara, umsjónarmanns bókasafns og forstöðumanns þjónustustöðvar.
  4. Sigurður Hreinsson aðstoðarskipulagsfulltrúi. Kynning. Sigurður hefur nýlega tekið við starfi aðstoðarskipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Flóahrepps og Ásahrepps. Hann mun fljótlega taka við embætti skipulagsfulltrúa. Sigurður sagði frá bakgrunni sínum og menntun og ýmsum þáttum starfsins.
  5. Kaup sveitarfélags á íbúðum. Sveitarstjórn hyggst festa kaup á allt að tveimur íbúðum í Árnes eða Brautarholtshverfum á árinu 2019 eða 2020. Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa eftir samstarfsaðilum um byggingu og kaup á allt að tveimur íbúðum. Sveitarstjóra falið að semja auglýsingu þess efnis.
  6. Erindi frá Héraðsnefnd Árnesinga. Lagt fram erindi frá Héraðsnefnd Árnesinga undirritað af Eyþóri H. Ólafssyni formanni nefndarinnar. Erindið varðar áform um kaup og endur- bætur  á húseigninni Búðarstíg 22. á Eyrarbakka fyrir Byggðasafn Árnesinga. Óskað er eftir samþykki aðildarsveitarfélaga til kaupa á húseigninni. Heildar fjárþörf vegna kaupa og endurbóta á eigninni er 100 mkr. Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun.

Ákvörðun sveitarstjórnar um að veita stofnun/félagi sem sveitarfélagið á í samvinnu við önnur sveitarfélög, einfalda ábyrgð vegna lántöku þess hjá Lánasjóði sveitarfélaga og hún tryggð með tekjum sveitarfélagsins:

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð á sínum hluta vegna lántöku stofnunar Héraðsnefndar Árnesinga, Byggðasafni Árnesinga hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 100.000.000 kr. til allt að 15 ára.

Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Byggðasafni Árnesinga.

Skeiða- og Gnúpverjahreppur veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að ganga frá kaupum á húsnæði Byggðasafnsins á Eyrabakka og endurbótum þess sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Byggðasafns Árnesinga til að breyta ekki ákvæði samþykkta stofnunar sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Skeiða- og Gnúpverjahreppur selji eignarhlut í Byggðasafni Árnesinga til annarra opinberra aðila, skuldbindur Skeiða- og Gnúpverjahreppur sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Kristófer Tómassyni kt. 060865-5909, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

Samþykkt samhljóða.

 

    Mál til kynningar :

  1. Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga. 15. fundur.
  2. Stjórnarfundur Byggðasafns Árnesinga 19.02.19.
  3. Fundargerð stjórnar Sambands Ísl sveitarfélaga.
  4. Íbúasamráðverkefni Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
  5. Afgreiðslur byggingafulltrúa. 19-95.
  6. Fundargerð Almannavarnarnefndar Árn. 21.02.19.
  7. Þingmál 273.
  8. Stjórnarfundur SOS.
  9. Þingmál 542.
  10. Fundargerð 194. fundar Heilbrigðisnefndar.
  11. Skýrsla sveitarstjóra.

    Fundi slitið kl. 11:50. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 20. mars næstkomandi. Kl. 09.00.

 

 

Gögn og fylgiskjöl: