Sveitarstjórn

34. fundur 08. janúar 2020 kl. 16:00
Starfsmenn
  • Björgvin Skafti Bjarnason Einar Bjarnason

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

1. Umsókn um Nónstein Árnes og Tjaldsvæði. Lögð fram drög að samningum við Þórð Ingvason og félags í hans eigu um rekstur Gistiheimilisins Nónsteins og félagsheimilisins Árnes sumarið 2020. Nefnd um framtíðarhlutverk félagsheimilisins Árnes hefur átt fund með Þórði og leggur nefndin til að gengið verði til samninga við Þórð Ingvason eða félag í hans eigu. Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við Þórð og eða félag í hans eigu. Framlögð drög að samningum samþykkt með nokkrum athugasemdum og sveitarstjóra falið að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins. Sveitarstjórn leggur áherslu á að nefnd um framtíðarhlutverk Árnes skili af sér niðurstöðu um framtíð félagsheimilisins Árness.

2. Verksamningur vegna NPA. Lögð fram drög að verksamningi milli sveitarfélagsins og Trés og straums ehf um breytingar á íbúð í Björnskoti. Fjárhæð samnings 10.979 þkr. Samningsdrög samhljóða og sveitarstjóra falið að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins. Fjárhæð rúmast innan fjárhagsáætlunar bókast í málaflokk 02.

3. Endurbætur á Ólafsvallakirkjugarði. Lagt fram erindi frá sóknarnefnd Ólafsvallasóknar. Undirritað af Jóhönnu Valgeirsdóttur. Þar er óskað eftir styrk til endurnýjunar göngustígs við og grisjunar gróðurs í og við kirkjugarðsins. Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að ræða við sóknarnefnd um erindið.

4. Gamli bærinn á Stóra- Núpi – endurbætur. Lagt fram erindi frá Þorbjörgu Jóhannsdóttur á Stóra-Núpi þar sem leitað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að endurbótum á gamla bænum á Stóra- Núpi. Bærinn er friðlýstur. Anna Sigríður Valdimarsdóttir vék af fundi undir þessum lið. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga um verkefnið.

5. Efri hluti Þjórsár tilraunaveiði. Máli framhaldið frá síðasta fundi sveitarstjórnar. Beiðni frá Fish partner ehf, um veiði í ám og vötnum á Gnúpverjaafrétti. Leitað var álits frá Benóný Jónssyni sérfræðingi hjá Hafrannsóknarstofnun og var það lagt fram við afgreiðslu málsins. Sveitarstjórn leggst alfarið gegn því að heimiluð verði veiði á umræddu svæði.

6. Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Sveitarstjóri lagði fram beiðni um heimild til lántöku 40. mkr fyrir hönd sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna fjárfestinga.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 40.000.000.-,  með til allt að 20 ára.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.  

Er lánið tekið til fjármögnunar á fráveituframkvæmdum í sveitarfélaginu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Kristófer A. Tómassyni, sveitarstjóra, kt. 060865-5909, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Skeiða- og Gnúpverjahrepps að undirrita lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

7. Fréttabréf - tilboð í útgáfu. Lagt fram tilboð frá félaginu Americ ehf í útgáfu fréttabréfs fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Tilboðið hljóðar uppá 85.000 kr pr mánuð. Var það eina tilboðið sem barst innan tilskilins frests. Matthías Bjarnason vék af fundi undir þessum lið vegna aðkomu hans að félaginu Amenic ehf. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ganga að tilboði Amenic ehf gegn gagnkvæmum reynslutíma til fjögurra mánaða eða til og með maí 2020.

8. Kvörtunarbréf frá íbúum í Brautarholti  v. malbikunar. Lögð fram bréf  undirritað af hóp íbúa á Brautarholti, þar sem gerð er athugasemd við framkvæmd innheimtu á gatnagerðargjöldum. Bréf lögð fram og kynnt. Sveitarstjóri greindi frá því að hann muni senda bréf á hvern og einn einn þeirra. Undir þessum lið mættu áheyrendur. 

9. Jafnréttisáætlun uppfærð. Lögð fram drög að uppfærðri jafnréttisáætlun fyrir Skeiða- og Gnúpverjahrepp árin 2019-2022. Máli frestað til næsta fundar.

10. Hamratunga kaup á landi. Lagt fram tilboð Þuríðar Jónsdóttur 150151-3929 um kaup á landi smábýlisins Hamratungu landnr 166562. Stærð spildu samkvæmt landeigendaskrá 3,5 hektarar. Við spilduna bætist 1,6 hektarar, samtals 51.711 m2.  Verðtilboð 1.452.150 kr. Hluti landsins er ræktun í eigu Þuríðar, dregst það frá framangreindu verði. Sveitarstjórn samþykkir ofangreint tilboð Þuríðar á ofangreindri landspildu og felur sveitarstjóra að ganga frá og undirrita tilheyrandi skjöl.

11. Hestakráin beiðni um endurnýjun rekstraleyfis. Lögð fram beiðni um umsögn frá Sýslumanninum á Suðurlandi um endurnýjun rekstrarleyfis gisti- og veitingastaðarins Hestakrárinnar. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að umrædd endurnýjun rekstrarleyfis verði samþykkt.

12. Tillaga um breytingar á samþykktum SKOGN. Tillaga lögð fram og kynnt. Afgreiðslu frestað.

13. Varðar frv lágmarksstærð sveitarfélaga. Lagður fram tölvupóstur frá Braga Thoroddsen sveitarstjóra Súðavíkurhrepps varðandi frumvarp um lágmarksstærð sveitarfélaga. Erindi lagt fram og kynnt.

14. 188. fundur skipulagsnefndar 12.12.2019. Mál nr. 9 og 10 þarfnast afgreiðslu

Minni-Mástunga (L166582); umsókn um byggingarleyfi; hlaða mhl 12 - viðbygging og breyting á notkun – 1912003

Lögð fram umsókn Sigurðar Unnars Sigurðssonar fyrir hönd eigenda Minni-Mástungu (L166582) um leyfi til að byggja 28,5 m2 viðbyggingu við hlöðu mhl 27 og breyta skráningu í nautahús, á jörðinni Minni-Mástungu (L166582) í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps geri ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hlöðu í Minni-Mástungu, með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.

Sveitarstjórn samþykkir að byggingafulltrúi gefi út byggingarleyfi samkvæmt ofangreindu, með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar skv. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða.        

Hlemmiskeið 2F L227089 (Hraunsnef); Lögbýli; Landbúnaðartengd starfsemi; Deiliskipulag – 1903044

Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar dags.24.10.2019. Gerðar hafa verið breytingar á uppdrætti til samræmis við bæði umsögn Skipulagsstofnunar og Minjastofnunar Íslands dags.22.7.2019.

Gerðar hafa verið lagfæringar á uppdrætti til samræmis við bæði umsögn Skipulagsstofnunar og Minjastofnunar Íslands dags.22.7.2019. Afmörkun byggingarreits hefur verið færð til þannig að 15m friðhelgunarsvæði Grautarvörðu er tryggt. Vegna athugasemda Skipulagsstofnunar vill skipulagsnefnd árétta að uppbygging á svæðinu fellur vel að ákvæðum gildandi aðalskipulags Skeiða- og Gnúpverjahrepps þar sem segir að leyfilegt sé að byggja stök íbúðarhús á jörðum þar sem aðstæður leyfi, sem ekki eru tengd búrekstri án þess að skilgreina svæðið sérstaklega sem íbúðarsvæði. Aðkoma að svæðinu er fyrir hendi og hefur Vegagerðin gefið jákvæða umsögn vegna hennar. Vegna ábendingar um hugsanlega umhverfisáhrif, bendir skipulagsnefndin á að þau verði ekki mikil, þar sem t.d. sé stutt í byggingar af svipuðum toga nærri Skeiðavegi austan við spilduna. Skipulagsnefnd UTU mælist til að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykki lagfærðan uppdrátt og tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu og tillagan auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Sveitarstjórn samþykkir ofangreindan lagfærðan uppdrátt og samþykkir jafnframt að ofangreind tillagan verði send Skipulagsstofnun til afgreiðslu og tillagna verði auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

15. Samningur um Neslaug til staðfestingar. Undirritaður samningur sveitarfélagsins við Eyþór Brynjólfsson um rekstur Neslaugar árin 2020 og 2021 lagður fram og staðfestur.

Mál til kynningar:

16. Fundargerð Velferðar og skólaþjónustu

17. Þjórsárdalur - fundur 03.12.19

18. Fundargerð 877. fundar stjórnar Sambands svf

19. Heilbrigðiseftirlit fundargerð

20. Dómur Landsréttar í máli 238 -2019

21. Afgreiðslur byggingafltrúa 19-111. Lagðar fram.

22. Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. Viðbrögð við athugasemdum Skipulagsstofnunar. Vegna athugasemda Skipulagsstofnunar, dags. 27. desember 2019, þá eru gerðar eftirfarandi breytingar á tillögu að Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029, til að koma til móts við athugasemdir.

  • Í kafla 1.2. í greinargerð er bætt við eftirfarandi setningu: "Afmörkun lóna, efnistöku- og efnislosunarsvæða vegna Urriðafossvirkjunar og Holtavirkjunar er sýnd til skýringar á skipulagsuppdrætti".
  • Á uppdrætti fyrir byggðina er varúðarsvæði Urriðafossvirkjunar VA1 stækkað yfir efnislosunarsvæðið E1.
  • Á þemauppdrætti nr. 6, Flokkun vega, voru vegir innan þjóðlendu flokkaðir. Gerð er breyting á þá leið að vegir innan hálendismarka eru flokkaðir. Með þessari breytingu eru vegir suðvestast á hálendinu einnig flokkaðir.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir tillögu að aðalskipulagi eins og hún er hér lögð fram. Er skipulagsfulltrúa falið að senda aðalskipulagið til staðfestingar Skipulagsstofnunar í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundi slitið kl. 18:25.   Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 22. janúar nk. kl  16.00. í Árnesi.

 

Gögn og fylgiskjöl: