Skólanefnd

16. fundur 20. september 2021 kl. 16:30
Nefndarmenn
  • Anna Maria Flygenring
  • Einar Bjarnason
  • Elín Anna Lárusdóttir leikskólastjóri
  • Helga Guðlaugsdóttir fulltrúi starfsmanna
  • Matthildur María Guðmundsdóttir mætti fyrir hönd foreldrafélagsins. Ástráður Unnar Sigurðsson boðaði forföll. Helga Úlfarsdóttir
  • Ingvar Þrándarson mættu ekki né boðuðu forföll
Starfsmenn
  • Einnig sat fundinn Sylvia Karen Heimisdóttir sem ritaði fundargerð

* * *

  1. Skýrsla sérkennslu (trúnaðarmál)

Leikskólastjóri las upp skýrslu vegna sérkennslu skólaársins 2021-2022. Sérkennslustjóri er komin í námsleyfi og var fenginn þroskaþjálfi til að leysa af sérkennslustjóra. Í sérkennslu er verið að skoða fínhreyfingar, orðaforða, hlustun, talþjálfun ofl. Það hefur sýnt sig að þessi snemmtæka íhlutun getur skipt sköpun fyrir þroskamöguleika barna.

Haustið 2020 þurftu 11 börn sérkennslu og 15 börn á vorönn. Þurftu þau mismikla þjálfun þó. Frá því að Covid hófst er boðið upp á fjartalþjálfun þar sem nemandinn situr ásamt sérkennslustjóra í fjarþjálfun. Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel.

Iðjuþjálfi sá um hluta af sérkennslu á síðasta ári og sá um að þjálfa hreyfingar eins og fínhreyfingar. Það hefur komið sér vel að hafa iðjuþjálfa í leikskólanum. Iðjuþjálfinn hefur unnið markvisst að því að innleiða Aeps.

Haustið 2021 þurfa 14 börn á sérkennslu að halda.

 

2. Umsókn um stuðning, stöðugildi (trúnaðarmál)

Máli vísað frá sveitarstjórn til umfjöllunar í skólanefnd.

Leikskólastjóri óskar eftir því við sveitarstjórn að ráðinn verði stuðningsaðili í lágmark 50% stöðu fyrir skólaárið 2021-2022 vegna nemanda sem hefur verið í sérkennslu hjá sérkennslustjóra leikskólans. Kennsluráðgjafi hefur komið frá Skóla- og velferðarþjónustunni og veitt ráðgjöf vegna tilvísunar á meðan beðið er eftir greiningu frá Skóla- og velferðarþjónustunni.

Skólanefnd styður það að aukið verði við stöðugildi í leikskólanum um 50% til stuðnings við nemandann og vísar málinu aftur til sveitarstjórnar.

 

  1. Umsókn um tímabundna leikskólavist utan lögheimilis í 3 mánuði  (Trúnaðarmál)

Skólanefnd tekur jákvætt í að veita barninu tímabundna leikskólavist að teknu tilliti til þess að vistunin hafi ekki áhrif á forgang annarra barna, með lögheimili í sveitarfélaginu, inn í leikskólann ásamt því að það náist að manna leikskólann. Skólanefnd vísar málinu til sveitarstjórnar sem þarf að taka ákvörðun um innheimtu leikskólagjaldanna.  

 

  1. Umsókn um tímabundna leikskólavist utan lögheimili með samning við lögheimilissveitarfélagið  (Trúnaðarmál)

Lögheimilissveitarfélagið hefur samþykkt að greiða fyrir vistun barns í leikskólanum Leikholti, tímabundið fram að áramótum, þegar barnið fær leikskólavist í lögheimilissveitarfélaginu.

 

5. Vistunartími og gjaldskrá.

Umræða var tekin um skráningu á vistunartíma barna í leikskólanum í tengslum við upptöku leikskólagjalda. Skráning og tilkynning vegna vistunar barna er mikilvæg fyrir skólastarfið og skipulag þess.

 

6.-8. Mönnun leikskólans, Sumarfrí starfsmanna, afleysingar, Sumarlokun, vinnutimasytting, stöðugildi og barngildi.

Umræða var tekin um undirbúningstíma. Vegna manneklu frá því í ágúst hefur ekki tekist að vinna og leysa af alla undirbúningstíma og hefur ekki náðst að taka 44,75 klst af undirbúningstímum.

Illa gengur að manna leikskólann, þar sem fáir sækja um auglýstar stöður. Ljóst er að það þurfi um ca 1,2 stöðugildi fram að áramótum.

Starfsmenn eiga samtals 619 klst eftir af sumarfríi sem gera 77,4 daga m.v. fullt starf. Leikskólastjóri óskar eftir því að það eftirstöðvar sumarleyfa séu reiknaðar út í upphafi hausts og ráðið inn starfshlutfall í samræmi við það. Setja þarf einhverja reglu með skráningar á sumarleyfum fram í tímann, t.d. frá ágúst- desember ár hvert og janúar- apríl.

Skólanefnd lýsir yfir áhyggjum af manneklu leikskólans og telur mikilvægt að finna leiðir til að manna leikskólann.

 

9. Tillaga að starfshóp um starfsumhverfi leikskóla

Leikskólastjóri kynnti fyrirkomulag starfshóps um leikskólamál og lagði fram tillögu um að starfshópur yrði stofnaður sem kæmi að starfsumhverfi leikskólans. Slíkur hópur myndi samanstanda af starfsmönnum leikskólans, skólastjórnendum, foreldrum, fulltrúum fræðslunefndar og öðrum þeim sem gætu komið að umhverfi leikskólans.

Skólanefnd tekur undir með leikskólastjóra að sniðugt væri að stofna starfshóp. Erfitt gæti þótt reynst að manna slíkan hóp. Leikskólastjóri athugar með fyrirkomulag slíks starfshóps í öðru sveitarfélagi og hvernig slíkur hópur hefur verið skipaður. Skólanefnd vísar þessari tillögu til sveitarstjórnar til umræðu. 

 

10. Skólapúlsinn

Leikskólastjóri lagði fram tillögu um að sótt yrði um að taka þátt í Skólapúlsinum. Lögð yrði fram foreldrakönnun og starfsmannakönnun einu sinni á ári, í febrúar og mars. Kostar hver könnun 61.000 kr.

Skólanefnd tekur jákvætt í tillögu um að nota Skólapúlsinn til að leggja fyrir kannanir og lýsir yfir mikilvægi þess að það sé jákvætt viðhorf til þátttöku þannig að niðurstöður könnunarinnar verði nýttar sem uppbyggileg gagnrýni og notuð sem tækifæri til úrbóta. 

 

11. Önnur mál

Kaffistofa

Engin kaffistofa er tilbúin í leikskólanum. Erfitt hefur því verið fyrir starfsmenn að taka kaffitímana og nota þá til hvíldar. Lagt er til að athuga með Skeiðalaug og tímabundna aðstöðu þar fyrir starfsmenn leikskólans til að nota þar til aðstaða þeirra í félagsrýminu er tilbúin.

Skólanefnd tekur vel í þessa tillögu og munu sveitarstjóri og leikskólastjóri vinna saman að lausn. 

 

Fundi slitið kl. 18.45. Næsti fundur ákveðinn síðar.