Skólanefnd

13. fundur 18. ágúst 2015 kl. 15:30
Nefndarmenn
  • Nefndarmenn:
  • Meike Witt
  • formaður
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Anna María Flygenring
  • varamaður
  • Ásmundur Lárusson
  • Bjarni Másson
  • Starfsmenn:
  • Kristófer Tómasson
  • fulltrúi sveitarstjóra
  • Bolette Høeg
  • fulltrúi skólastjóra grunnskóla
  • Kjartan Ágústsson
  • fulltrúi grunnskólakennara

Skólanefndarfundur nr. 13 - grunnskólamál

18. ágúst 2015   kl. 15:30 -  haldinn í Þjórsárskóla

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo reyndist ekki vera. Formaður fól Kristófer sveitarstjóra að skrifa fundargerð.

1. Skýrsla um samstarf milli grunnskóla og leikskóla í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Kynnt var skýrsla um samstarfið veturinn 2014 – 15 sem unnin var af Hildi Lilju Guðmundsdóttur, umsjónarkennara 1. og 2. bekkjar Þjórsárskóla og Sigríði Björk Marinósdóttur, hópstjóra elsta árgangs Leikholts. Bolette skólastjóri sagði frá reglulegum heimsóknum elsta árgangs leikskólans í grunnskólann sem fara fram á hverjum vetri. Bolette sagði þessar heimsóknir hafa mikla þýðingu fyrir börnin og hefðu þær heppnast vel, sem og samstarfið í heild sinni. Nefndarmenn lýstu ánægju sinni með samstarfið og þakka umsjónarkennara og hópstjóra fyrir vel unna skýrslu um samstarfið

2. Niðurstöður könnunar á líðan í 5. Bekk grunnskóla. Kynntar voru niðurstöður könnunar á líðan og heilbrigði nemenda í  5. bekk í grunnskólum Árnesþings. Um er að ræða hluta af verkefni skóla og Skólaþjónustu Árnesþings um skólamál sem nær yfir tímabilið  2014 – 17. Markmiðið í þessum hluta er að styrkja sjálfsmynd og félagsþroska barna með markvissum aðgerðum og forvarnarstarfi. Sama könnun verður lögð fyrir nemendur fimmta bekkjar vorið 2017. Könnun lögð fram og kynnt. Bolette skólastjóri sagði könnunina vel unna og taldi hún niðurstöður könnunarinnar vera í samræmi við það sem búast mátti við.

3. Innra mat grunnskólans. Bolette kynnti skýrslu um innra mat fyrir skólaárið 2014 – 15 um tækjabúnað skólans, notkun og óskir um innkaup.  Hún sagði almenna ánægju með tækjabúnað skólans, þó að nokkuð vanti á til að allar þarfir verði uppfylltar. Skýrsla um innra mat samþykkt samhljóða.

4. Þjóðarsáttmáli um læsi. Bolette kynnir skýrslu um aðgerðaráætlun um eflingu læsis.

Skýrsla lögð fram og kynnt. Bolette skólastjóri lagði mikla áherslu á mikilvægi átaks til eflingar læsis og mikilvægt væri að Þjórsárskóli tæki þátt í átakinu. Samþykkt að fela Bolette skólastjóra að verða fulltrúa skólans/sveitarfélagsins í átaksverkefninu.

5. Önnur mál,

a) Bolette sagði frá að óskað hefði verið eftir skýrslu af hálfu ráðuneytis um aðgerðir í framhaldi af Ytra mati. Að sögn Bolette vantar mjög fátt upp á að þeim atriðum sem nefnd voru í ytra matinu sé fullnægt.

b) Anna María kvaddi sér hljóðs og sagði frá hugmyndum sem upp hafa komið um að halda umhverfisþing í samstarfi við Umhverfisnefnd, þar yrði meðal annars fjallað um sorpmál og fleira. Anna María er formaður Umhverfisnefndar. Hugmyndunum vel tekið af nefndarmönnum og samþykkt að stefna að því að halda umhverfisþing í samstarfi við Umhverfisnefnd á komandi vetri.

Fundi slitið kl 16:44

Næsti fundur er fyrirhugaður þriðjudaginn   29. september kl 15:30     2015