Skólanefnd

14. fundur 18. ágúst 2015 kl. 16:30
Nefndarmenn
  • Nefndarmenn:  Meike Witt
  • formaður
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Anna María Flygenring
  • varamaður
  • Ásmundur Lárusson
  • Bjarni Másson. 
  • Starfsmenn:    Kristófer Tómasson
  • fulltrúi sveitarstjóra
  • Elín Anna Lárusdóttir
  • fulltrúi leikskólastjóra
  • Sigríður Björk Marinósdóttir
  • fulltrúi foreldra
  • Helga Guðlaugsdóttir
  • fulltrúi starfsfólks

Þjórsárskóli, 18. ágúst  2015. Fundur settur Kl. 16:50  

Formaður setti fund og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboð. Svo reyndist ekki vera. Formaður fól Kristófer sveitarstjóra að skrifa fundargerð í fjarveru Önnu Þórnýjar Sigfúsdóttur.

1.      Umframtími. Farið var yfir gjaldskrá á fæði leikskólans og vistun umfram kjarnatíma .

Elín Anna leikskólastjóri greindi frá óskum sem fram höfðu komið um vistun utan kjarnatíma. Sveitarstjóri greindi frá launakostnaði við aukavistun. Launakostnaður nemur 2.220 pr klst. Skólanefnd samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti að gjald fyrir aukavistun í leikskólanum verði jafn launakostnaði. Gjald fyrir 30 mín, eða 15 mín aukavistun skal vera í samsvarandi hlutfalli.

2.      Gjald fyrir börn yngri en 1 árs gömul. Umræða átti sér stað um gjaldtöku þessara barna. Skólanefnd samþykkir að gjald verði greitt fyrir vistun barna yngri en 12 mánaða. Gjald verði sem nemur fullu gjaldi fyrir vistun er var í gildi til 1 ágúst sl.

3.      Undanþágur fyrir börn yngri en 1 árs. Borist hafa 2 umsóknir um undanþágu um skólavistun barna yngri en eins árs. Skólanefnd samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti ofangreindar beiðnir um undanþágur vistunar barnanna.

4.      Sérkennsluskýrsla. Leikskólastjóri lagði fram og kynnti skýrslu um sérkennslu í leikskólanum. Sérkennsla  er í höndum Matthildar Vilhjálmsdóttur. Leikskólastjóri lýsti ánægju sinn með ástand sérkennslu í leikskólanum. Hún sagði að hér eftir sem undanfarið yrði mikil áhersla lögð á málörvun. Skólanefnd lýsir ánægju sinni með sérkennslu í leikskólanum og framlagða skýrslu.

5.      Skýrsla samstarfs grunn-og leikskóla í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Sigríður Björk Marínósdóttir lagði var fram og kynnti skýrsla um samstarfið veturinn 2014 – 15 sem unnin var af Hildi Lilju Guðmundsdóttur, umsjónarkennara 1. og 2. bekkjar Þjórsárskóla og Sigríði Björk Marinósdóttur, hópstjóra elsta árgangs Leikholts. Sigríður lýsti ánægju með samstarfið og sagði það ganga mjög vel. Haukur Viðarsson við mun annast skólaheimsóknir leikskólabarna á komandi vetri. Skólanefnd lýsir ánægju sinni með framlagða skýrslu og samstarfið í heild sinni.

6.      Starfsmannamál. Elín Anna leikskólastjóri greindi frá starfsmannamálum í leikskólanum. Haukur Vatnar Viðarsson leikskólakennari hefur verið ráðinn tímabundið í stað Margrétar Steinþórsdóttur. Margrét hefur sagt upp störfum eftir langt og farsælt starf í þágu skólans og mun Haukur verða fastráðinn eftir að hennar störfum líkur. Elín Anna lýsti mikilli ánægju með starfsmannahópinn og starfið í leikskólanum í heild.

7.      Skjalavarsla. Elín Anna sagði frá ástandi í skjalavörslu leikskólans. Tekið hefur verið upp nýtt skjalavistunarkerfi sem unnið er nú eftir. Kerfið er verið að taka upp við alla leikskóla innan Skólaþjónustu Árnesþings. Kerfið nær yfir öll skjöl og tölvupóstsamskipti. Elín segir kerfið vera til mikilla framfara.

8.      Önnur mál.

A) Elín Anna benti á að æskilegt væri að endurskoða lið nr 15  í dvalarsamningum leikskólabarna. Þar segir ,,Ef barn er í fríi meira en 3 daga geta foreldrar sótt um niðurfellingu á fæðisgjaldi fyrir umbeðna daga“ og lið nr 16 ,, Ef barn er veikt í samfellt  3 daga er hægt að sækja um niðurfellingu á fæðisgjaldi eftirá“  og framvegis verði í báðum greinum um að ræða að hægt verði að sækja um niðurfellingu gjalds ræða ef barn eru í fríi eða veikt í meira en viku. Samþykkt samhljóða

B) Anna María sagði frá hugmyndum Umhverfisnefndar um að halda umhverfisþing í sveitarfélaginu á komandi vetri og leita til leikskólans um samstarf um það.

Fundi slitið kl. 18:08

Næsti fundur fyrirhugaður  29. september 2015 kl. 16:30 í Leikskólanum Leikholti.