AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL

Vörðufell á Skeiðum
Vörðufell á Skeiðum

Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi

Aðalskipulagsmál

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsverkefni: 

1.     Breyting á aðalskipulagi Biskuptstungnahrepps 2000-2012 í landi Brekku. Landbúnaðarsvæði breytist í svæði fyrir frístundabyggð.

Lýsing skipulagsverkefnis vegnar breytingar á aðalskipulagi sem felur í sér að um 7 ha svæði í landi brekku sem afmarkast af Vallá, Kóngsvegi og landamörkum við Efri-Reyki breytist úr landbúnaðarsvæði í frístundabyggð.

2.     Breyting á aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 innan þéttbýlisins á Laugarvatni. Færsla á göngustíg.

Lýsing skipulagsverkefnis vegnar breytingar á aðalskipulagi sem felur í sér að gönguleið sem liggur meðfram vatni í gegnum lóðina Hverabraut 1 (Fontana) er færð frá vatni og að Hverabraut. Þá er gert ráð fyrir að núverandi kvöð um aðgengi meðfram vatni í gegnum lóðina verði felld út.

3.     Breyting á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2004-2016 á lögbýlinu Hraunvellir. Nýtt svæði fyrir verslun- og þjónustu.

Lýsing skipulagsverkefnis vegnar breytingar á aðalskipulagi sem felur í sér að afmarkað er svæði fyrir verslun- og þjónustu á lögbýlinu Hraunvellir þar sem fyrirhuguð er uppbygging gistiþjónustu fyrir ferðamenn.

Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýstar tillögur að eftirfarandi aðalskipulagsbreytingum: 

4.     Breyting á Aðalskipulagi Flóahrepps 2006-2018, í fyrrum Villingaholtshreppi, á spildu úr Skálmholti. Landbúnaðarsvæði í stað frístundabyggðar

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi sem felst í að hluti af svæði fyrir frístundabyggð úr landi Skálmholts, merkt F15, breytist í landbúnaðarsvæði. Um er að ræða 8 ha svæði og er breytingin gerð þar sem fyrirhugað er að stofna lögbýli á spildunni. Tillaga að deiliskipulagi svæðisins er auglýst samhliða.

5.     Breyting á aðalskipulagi Hrunamannahrepps 2003-2015 vegna færslu Hvammsvegar.

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hrunamannahrepps sem felur í sér færslu Hvammsvegar á um 500 m kafla á svæði milli Högnastaða og Hvamms.

6.     Breyting á aðalskipulagi Þingvallasveitar 2004-2016 í Bláskógabyggð, Brennimelslína 1. Færsla á háspennulínu. ínu og stækkun 2003-2015 vegna færslu Hvammsvegar.

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi vegna Brennimelslínu 1. Mistök urðu við gerð gildandi aðalskipulags á þann veg að ekki var gerð grein fyrir núverandi 200 kV háspennulínu sem liggur um vesturjaðar sveitarfélagsins á um 1,8 km kafla. Í breytingunni  er verið að afmarka háspennulínuna inn á uppdrátt auk þess sem heimilt verður að endurbyggja hana samhliða þeirri núverandi og auk spennu hennar í 400 kV. Eldri lína verður fjarlægð eftir endurbyggingu.

Deiliskipulagsmál

Samkvæmt 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir eftirfarandi deiliskipulagsverkefni: 

7.     Deiliskipulag fyrir Alifuglabú á jörðinni Vatnsvendi í Flóahreppi. 

Lögð fram til kynningar lýsing skipulagsverkefnis vegna deiliskipulags fyrir nýtt alifuglabú í landi Vatnsenda norðan megin við Villingaholtsveg nr. 305. Gert er ráð fyrir að byggð verði 6 alifuglahús fyrir allt að 80 þúsund kjúklinga.

Samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt tillaga að eftirfarandi deiliskipulagi: 

8.     Deiliskipulag fyrir Búrfellsvirkjun í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Lögð fram til kynningar tillaga að deiliskipulagi fyrir Búrfellsvirkjun í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, ásamt umhverfisskýrslu. Í tillögunni er gert ráð fyrir framkvæmdum við stækkun virkjunarinnar auk þess sem verið er að setja ramma utan um þau mannvirki sem þegar eru til staðar á svæðinu. Skipulagssvæðið er um 1.500 ha og nær yfir núverandi stöðvarhús, starfsmanna- og þjónustuhús, hesthús, golfvöll, tengivirki og Bjarnalón, sem er miðlunarlón virkjunarinnar. Skilgreindar eru námur og haugsvæði, núverandi og nýir vegir, byggingareitir fyrir vinnubúðir,veitu og stöðvarmannvirki. Einnig er gert ráð fyrir lóð fyrir léttan iðnað, t.d. verkstæði, smiðju eða gagnaver en sú framkvæmd er ekki háð stækkun virkjunar. Gert er ráð fyrir að vatn verði tekið úr inntakslóni Búrfellsvirkjunar og leitt um aðrennslisskurð fram á brún Sámsstaðaklifs að stöðvarinntaki. Þaðan verða göng að neðanjarðarstöðvarhúsi og frárennslisgöng og frárennslisskurður frá stöðvarhúsi út í Fossá. 

  1. Deiliskipulag fyrir 22,7 ha spildu sem kallast Hrútur 2 úr landi Hrútshaga í Ásahreppi.

Lögð fram tillaga deiliskipulags fyrir 22,7 ha spildu úr landi Hrútshaga og liggur upp að Bugavegi. Ný spilda kallast Hrútur 2 og er fyrirhugað að byggja þar íbúðarhús, gestahús og útihús á tveimur afmörkuðum byggingarreitum.

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst tillaga að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum: 

10.  Deiliskipulag fyrir lögbýlið Urðarlaut úr landi Skálmholts í Flóahreppi.

Tillaga að deiliskipulagi um 8 ha lögbýlis á spildu úr landi Skálmholts í Flóahreppi sem kallast mun Urðarlaut. Svæðið liggur við aðkomuveg að Skálmholtshrauni og samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að þar verði heimilt að reisa allt að 360 fm íbúðarhús og bílageymslu og allt að 600 fm fjölnota skemmu. Á landinu stendur tæplega 37 fm sumarhús og 22 fm gestahús og verður heimilt að stækka þessar byggingar í 170 fm. Er tillagan í samræmi við breytingu á aðalskipulagi sem auglýst er samhliða.

Ofangreindar skipulagstillögur liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16. Að auki er hægt að nálgast nánari lýsingu á tillögunum og  tillögurnar sjálfar á vefslóðinni http://www.sbf.is.

Skipulagstillögur nr. 1-3 og 7-9 eru í kynningu frá 3. til 24. september 2015 en tillögur nr.4 - 6 og 10 frá 3. september til 16. október 2015. Athugasemdir og ábendingar við tillögur nr. 1-3 og 7-9 þurfa að berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 24. september 2014 en 16. október fyrir tillögur nr. 4 – 6 og 10. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar.

Pétur Ingi Haraldsson

Skipulagsfulltrúi

petur@sudurland.is