- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Íþróttir og útivist
- Fréttir
- Mannlíf & menning
- Hvað á að gera við textíl?
Hvað verður um textílinn okkar?
Fram að 1. janúar 2025 var söfnun á textíl í höndum Rauða Kross Íslands og fór þannig fram að hér voru textílgámar á tveimur stöðum sem sveitarfélagið sá um að tæma og senda textíl til Rauða Krossins. Rauði Krossinn fór svo í gegnum það sem barst og tók í verslanir sínar og neyðaraðstoð það sem var nýtilegt en annað var sent úr landi. Verkefnið varð hinsvegar á endanum stærra en svo að Rauði Krossinn réði við það, enda gríðarlega mikið magn af textíl sem berst. Ný þurfa því sveitarfélög að finna sjálf út úr því hvernig þau safna textíl og hvað þau gera við hann.
Þar sem Skeiða- og Gnúpverjahreppur er með samning við Íslenska Gámafélagið um sorphirðu liggur beinast við að fá hjá þeim gám, þar sem öllum textíl er safnað sama og hann fer allur, óflokkaður, úr landi. Þessi flokkur er kostnaðarsamur og sá kostnaður lendir alltaf á íbúum.
Jú, okkur langar að gera betur ! Mikið af þeim textíl sem berst í gáma eru heil og vel nýtanleg föt sem við getum komið í notkun og jafnvel skapað verðmæti úr. Við þurfum því að vera alveg heiðarleg og flokka textílinn okkar í tvo flokka: Heil föt, sem einhver getur og vill nota og svo allur hinn textíllinn: götótt eða mikið blettótt föt, slitin rúmföt, handklæði og fleira í þeim dúr.
Ef við stöndum okkur vel í að flokka nýtanleg föt frá hinu, þá sleppum við við að borga mikið fyrir urðun eða útflutning á þeim -og gætum jafnvel búið til einhver verðmæti úr þeim.
Það eru ekki öll sveitarfélög með sama kerfi og því ekki með sömu "reglur um flokkun" . Hér í SkeiðGnúp ætlum við að miða við þetta:
Nýtilegt: Föt sem eru heil og að mestu laus við bletti. Þetta er að sjálfsögðu alltaf háð mati hvers og eins og því mikilvægt að nota brjóstvitið. Stundum er í lagi að flík sé með litlu gati, til dæmis þegar um ræðir ullarnærföt sem oftast eru notuð undir önnur föt, hinsvegar eru stór göt á yfirhöfnum síður spennandi.
Flestir kannast við endursölumarkaði eins og Krílafló eða Barnaloppuna og gott er að miða við að í þessum flokki, séu föt sem þú myndir vilja bjóða til sölu á slíkum markaði. Þau mega vera mikið notuð ef þau eru enn nothæf.
Í þennan flokk mætti einnig setja aukahluti sem eru heilir, eins og heil belti, lítið notaða hatta, skó sem ekki hafa verið gengnir til, hanska, rúmföt sem eru stráheil og þú ert bara að losa þig við vegna þess að þú fékkst þér tvíbreiða sæng!?
Ekki nýtilegt: Það er eiginlega allt hitt... s.s allt það sem við myndum ekki nota áfram í því formi sem það er.
Í bili verða gámar fyrir ónýtann textíl aðeins á gámasvæðinu okkar í Árnesi og hægt að henda í þá á hefðbundnum opnunartíma. Einnig er þar svo "nytjagámur" þar sem hægt er að skila af sér nýtilegum textíl. Gámarnir líta svona út:
( Hér kemur mynd af gámunum, hvernig þeir eru merktir og hvar þeir eru staðsettir. )
Upplýsingar um opnunartíma gámasvæðisins er að finna hér.
Að setja nýtileg föt í réttan gám er gjaldfrjálst, en það sem fer í hinn gáminn, það sem er ónýtanlegt það er gjaldskylt þegar komið er með það á gámasvæðið og fylgir þá verðskrá eins og almennt sorp.
Með því að koma heilum textíl í endurnotkun komumst við nokkrum skrefum nær tveimur markmiðum okkar: