Viltu leiða þróunarstarf í framsæknum grunnskóla?

Þjórsárskóli
Þjórsárskóli

Vegna umfangsmikilla framtíðarverkefna óskar Þjórsárskóli í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eftir að ráða öflugan aðila í starf deildarstjóra og umsjónarkennara yfir unglingastigi. Mikil tækifæri eru í boði fyrir réttan einstakling sem hefur áhuga á að takast á við krefjandi verkefni og skemmtilegar áskoranir.

Skólinn starfar eftir nýrri og framsækinni skólastefnu þar sem áhersla er á lifandi og sveigjanlegt námsumhverfi, samstarf, nýsköpun, fjölbreytta kennsluhætti og umhverfis- og sjálfbærnimennt í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Á næsta skólaári verða rúmlega 50 nemendur í 1.-8. bekk í skólanum. Eftir tvö ár verður skólinn orðinn heildstæður grunnskóli og mun deildarstjórinn leiða vinnu við undirbúning þess í samvinnu við stjórnunarteymi skólans. Á heimasíðu skólans, www.thjorsarskoli.is, eru frekari upplýsingar um skólann og starfsemi hans.

Um er að ræða 100% starf sem skiptist í 50% starf sem deildarstjóri og 50% starfs sem umsjónarkennari á unglingastigi.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið

  • Annast skipulagningu og þróun kennslu á unglingastigi
  • Þátttaka í þróun skólastarfs á öllum námsstigum í samræmi við skólastefnu
  • Umsjónakennari með 8. bekk
  • Þróun félagsstarfs í skólanum
  • Samskipti við nemendur, starfsmenn og foreldra

Menntunar – og hæfniskröfur:

  • Réttindi til kennslu í grunnskóla og reynsla af kennslu á unglingastigi
  • Framhaldsmenntun í kennslufræði/stjórnun eða sambærileg menntun
  • Reynsla af skólaþróunarstarfi og hæfni við að leiða það æskileg
  • Samskiptahæfni, leiðtogahæfileikar, frumkvæði, sjálfstæði og áhugi á að leita nýrra leiða í skólastarfi með þeim hópi fagfólks sem starfar við skólann
  • Hæfni í að haga í störfum sínum með velferð og menntun nemenda að leiðarljósi og koma fram við þá af virðingu og fagmennsku

Nánari upplýsingar veita Bolette Höeg Koch, skólastjóri, sími 895 9660, netfang: bolette@thjorsarskoli.is og Vilborg Ástráðsdóttir, formaður skólanefndar, sími 863 9689, netfang: vilborg@skeidgnup.is. Skriflegar umsóknir, ásamt ferilskrá, prófskírteinum, sakavottorði og upplýsingum um fyrri störf sendist í tölvupósti á bolette@thjorsarskoli.is fyrir 22. mars 2024. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Réttur er áskilinn til að hætta við ráðningu og/eða auglýsa stöðuna að nýju.

Öll sem uppfylla hæfisskilyrði eru hvött til að sækja um. Umsækjandi má hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, að veittri fræðslu til hans þar að lútandi.