Laus staða umsjónaraðila vinnuskóla sumarið 2024

Sumarblómin
Sumarblómin

Skeiða- og Gnúpverjahreppur óskar eftir aðila til að fara með umsjón með vinnuskóla sveitarfélagsins og önnur tilfallandi verkefni. Ráðningartími er frá og með 3. júní til og með 20. ágúst 2024. Vinnuskólinn er starfræktur fyrir ungt fólk í sveitarfélaginu á aldrinum 14 og 15 ára. Starfstími vinnuskólans er frá 5 júní til og með 1. ágúst.

Ábyrgðarsvið:

 • Umsjón og verkstjórn í vinnuskóla ungmenna. Umsjónaraðili vinnuskóla leiðbeinir og samræmir vinnu ungmenna/sumarstarfsmanna í vinnuskóla sveitarfélagsins allt í samræmi við þau verkefni sem eru honum falin samkvæmt ákvörðunum sveitarstjóra og fjárheimildum.
 • Starfsmaður verkstýrir ungmennum/sumarstarfsmönnum í sumarstarfi. Fer starfið fram að mestu utandyra.
 • Starfsmaður ber ábyrgð á að farið sé eftir viðeigandi reglum um öryggi á vinnustað. Hann sinnir öðrum þeim verkefnum sem yfirmaður felur honum enda samræmist þau verksviði hans.
 • Umsjónaraðili skal sýna fordæmi og vera góð fyrirmynd í lífi og starfi ungmenna sumarskólans.
 • Tilfallandi verkefni í áhaldahúsi og á sorpmóttökustöð sveitarfélagsins.
 • Um er að ræða vinnu við garðyrkjustörf og hreinsun umhverfisins í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og önnur tilfallandi létt verkefni sem stuðla að því að fegra og bæta umhverfið.

Helstu verkefni

 • Skipulagning vinnuskóla
 • Almenn umhirða lóða og umhverfis við stofnanir sveitarfélaga, s.s. hreinsun lóða, sláttur, málningarvinna og önnur tilfallandi verkefni
 • Halda utan um vinnuskýrslur fyrir ungmennin.
 • Gerð áhættumats
 • Huga að velferð ungmennanna og leiðbeina þeim um rétta líkamsbeitingu

Hæfniskröfur:

 • Hæfni til leiðbeiningar, samstarfshæfni og samstarfsvilji
 • Lipurð í samskiptum
 • Stundvísi, snyrtimennska og reglusemi
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Skyndihjálp.
 • ökuréttindi BE sem veitir réttindi til að stjórna ökutæki með kerru allt að 3.500 kg
 • Hreint sakarvottorð
 • Þekking á meðferð og umhirðu verkfæra og áhalda
 • Almenn tölvuþekking
 • Þekking á starfsemi sveitarfélaga er kostur
 • Þekking á landareignum, mannvirkjum og starfsemi Skeiða- og Gnúpverjahrepps er kostur
 • Gott vald á íslenskri tungu
 • Geta til að taka leiðbeiningum og gagnrýni
 • Lipurð í almennum samskiptum
 • Þekking á reglum um öryggi á vinnustöðum

Laun greidd samkvæmt kjarasamningum FOSS. Nánari upplýsingar um starfið gefur sveitarstjóri, Haraldur Þór Jónsson í síma 486-6100.

Öll hvött til að sækja um starfið

Umsókn þarf að berast í síðasta lagi 12. apríl nk. á netfangið haraldur@skeidgnup.is