Síðsumargöngur í Skeiða-og Gnúpverjahrepp

 

Síðsumargöngur Kvenfélagsins og sveitarfélagsins verða haldnar alla miðvikudaga ágústmánaðar. Göngurnar hefjast kl. 17.00 og ættu að henta flestum.

Dagskráin er svona:

2. ágúst: Gengið á Stöðulfell. Fellið er ekki hátt, en býður uppá nokkuð gott útsýni yfir Þjórsá og sveitina okkar. Hittumst á hlaðinu á Stöðulfelli kl. 17.00

9. ágúst: Gengið upp með Þjórsá frá Þjórsárholti og að Minna Núpi. Hópurinn reynir að skipuleggja bílferðir þegar mætt er á svæðið.

16. ágúst: Gengið að Búða.  Gengið verður frá Minna Hofi út að Þjórsá og að fossinum Búða. 

23. ágúst: Skattstiginn. Gengið verður frá Hlíð, eftir svokölluðum Skattstiga niður að Háholti. Eins og áður verða bílferðir skipulagðar þegar mætt er á svæðið. 

30. ágúst: Gengið um Þjórsárdalsskóg. Gengið í skóginum og að lokum grillaðar pylsur.

Hver og ein ganga er svo auglýst sérstaklega á Íbúasíðu Skeiða- og Gnúpverjahrepps á facebook.