Skólanefnd

10. fundur 29. janúar 2024 kl. 15:00 - 17:40 Þjórsárskóli
Nefndarmenn
  • Vilborg Ástráðsdóttir
  • Bjarni Hlynur Ásbjörnsson
  • Helga Jóhanna Úlfarsdóttir
  • Anna María Flygenring
  • Sigríður Björk Marinósdóttir

10. fundur skólanefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps, haldinn í Þjórsárskóla 29. janúar 2024 kl. 15:00

 

Auk kjörinna fulltrúa mættu á fundinn eftirfarandi áheyrnarfulltrúar

Bolette Hoeg Koch - skólastjóri Þjórsárskóla
Anna Greta Ólafsdóttir - leikskólastjóri
Ingibjörg María Guðmundsdóttir f.h. kennara Þjórsárskóla
Helga Guðlaugsdóttir f.h. leikskólakennara
Halla Rún Erlingsdóttir f.h. starfsfólks Leikholts
Matthildur M. Guðmundsdóttir - f.h. foreldrafélagsins Leiksteins

Á fundinn mætti einnig deildarstjóri stoðdeildar Leiksteins

Matthildur Elísa Vilhjálmsdóttir

Fundinn ritar Bjarni H. Ásbjörnsson.

Vilborg Ástráðsdóttir, formaður skólanefndar setti fund kl. 16:07 og bauð fólk velkomið. Hún spurðist fyrir hvort einhverjar athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og var gengið til dagskrár

Dagskrá:

Málefni Þjórsárskóla

1. Stjórnunarteymi Þjórsárskóla

- Yfirlit yfir áætlanir í stjórnunarteymi Þjórsárskóla, verkefni og áskoranir sem eru framundan..

2. Skýrsla skólastjóra.

Sameiginleg málefni:

3. Yfirferð og áætlun stoðþjónustu í Leikholti og Þjórsárskóla

- Yfirlit yfir umfang og aðferðir í stoðþjónustu/sérkennslu skólanna, almenn upplýsingagjöf fyrir skólanefnd.

4. Staðan á samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

5. Um Þróunarsjóðinn.

- Hvatning til skólasamfélagsins um að sækja um.

Málefni Leikholts:

6. Útileiksvæði leikskólans

- Stofnun starfshóps sem sér um hugmyndavinnu.

7. Skýrsla skólastjóra.

 

1. Stjórnunarteymi Þjórsárskóla.

Formaður ræddi áætlanir vegna stjórnunarteymis Þjórsárskóla. Auglýsa þarf eftir deildarstjórum á skólastigin 3 í Þjórsárskóla.

Formaður kynnti skólanefndarfund í Hrunamennahreppi, sem haldinn var nýlega. Þar sátu fulltrúar Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Umræður urðu um málið.

Anna Greta og Halla Rún mættu kl. 15:15

2. Skýrsla skólastjóra

Skólastjóri Þjórsárskóla skýrði frá starfi skólans í haust og fram á Þorra. Gestir komu í heimsókn og farið var í skógarferð fyrir jólin. Búið er að hreinsa út úr kjallaranum í skólanum.

Matthildur Elísa mætti kl. 15:25

Helga Guðlaugsdóttir mætti kl. 15:40

3. Yfirferð og áætlun stoðþjónustu í Leikholti og Þjórsárskóla.

Ingibjörg María kynnti stöðuna á sérkennslu í Þjórsárskóla. Hún fór yfir það hvernig vinnan er innt af hendi og lýsti þeim árangri sem næst í starfinu í skólanum.

Matthildur Elísa kynnti stöðuna á sérkennslu í Leikholti. Börnin eru gripin fljótt vegna smæðar skólans. Skortur er þó á talmeinafræðingum. Staðan í skólanum er mjög góð.

Skólanefnd lýsir yfir ánægju með frábært starf og stöðu sérkennslu í Þjórsárskóla og í Leikholti.

4. Staðan á samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Ingibjörg María lýsti hvernig þjónusta við farsæld barna hefur verið innleidd í starf Þjórsárskóla. Búið er innleiða grunnþjónustu á fyrsta stigi farsældarinnar.

Rætt var um blæbrigðamun á samstarfi og samþættingu þar sem samstarf í skólum er oft á tíðum á sama sniði og samþætting.

Leikholt hefur tilnefnt tengilið í farsældarmálum og ferlið hefur fallið vel að núverandi aðgerðum leikskólans í þessum málum.

Skólanefnd þakkar fyrir gott starf við innleiðingu farsældar barna.

5. Um Þróunarsjóðinn.

Formaður hvatti starfsmenn skólanna og aðra til þess að huga að verkefnum sem gætu verið styrkhæf hjá nýstofnuðum Þróunarsjóði hjá sveitarfélaginu. Sjóðnum er ætlað að styðja við nýsköpun í námi, endurmenntun kennara og möguleikum til nýbreytni í skólastarfi.

Formaður mun setja fram auglýsingu um sjóðinn þar sem fram kemur að umsóknarfrestur verði til 2. apríl og hvetur skólasamfélagið og félagasamtök til þess að nýta sér þennan nýja sjóð.

Ingibjörg María og Matthildur Elísa fóru af fundi kl. 16:42

Matthildur María kom á fundinn kl. 16:44.

 

6. Útileiksvæði leikskólans.

Leikskólastjóri sagði frá stofnun stýrihóps sem ætlað er það hlutverk að draga fram hugmyndir að endurhönnun og nýtingu á útileiksvæði leikskólans. Útisvæðið verður tekið til gagngerrar endurbóta og er hópnum ætlað að móta svæðið sem best. Búið er að boða á fyrsta fund stýrihópsins. Í stýrihópnum eru fulltrúar foreldra, starfsfólks og sveitarfélagsins.

7. Skýrsla skólastjóra.

Leikskólastjóri sagði frá starfsemi Leikholts síðustu mánuði. Um 50 börn eru í leikskólanum í dag og 11 börn munu útskrifast í vor.

Breyting á aðstöðu barna og starfsmanna er komin á lokastig.

 

Fleira var ekki gert. Formaður sleit fundi kl. 17:40.