Ólafsvallakirkja

Ólafsvallakirkja er í Hrunarprestakalli.

1. janúar 2010 var Stóra-Núpsprestakall lagt niður og Ólafsvallakirkja og Stóra-Núpskirkja settar undir Hrunaprestakall.

Það var tilskipan frá Biskupi Íslands.

Timburkirkjan, sem nú stendur, var byggð 1897 og tekur 120 manns í sæti. Samúel Jónsson frá Hunkubökkum á Síðu var yfirsmiður.

Altaristafla eftir Baltasar sýnir síðustu kvöldmáltíðina. Þorsteinn Guðmundsson, málari, málaði hina altaristöfluna, sem er mynd af krossfestingunni. Prestssetur var á Ólafsvöllum til 1925, þegar staðurinn var lagður til Stóra-Núps.

Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson í Hruna er sóknarprestur oskar@hruni.is

Þorbjörg Jóhannsdóttir, Stóra-Núpi, organisti. tobba2006@visir.is

Valgerður Auðunsdóttir Húsatóftum I, meðhjálpari. valhus@uppsveitir.is

 

Sóknarnefnd Ólafsvallakirkju.

Jóhanna Valgeirsdóttir, Holtabraut 19 formaður. j@uppsveitir.is

Ásmundur Lárusson, Norðurgarði, gjaldkeri. norgurgardur@gmail.com

Harpa Dís Harðardóttir , Björnskoti ritari. hdh1@simnet.is