Skólanefnd

15. fundur 13. september 2021 kl. 16:00
Nefndarmenn
  • Anna Maria Flygenring
  • Ástráður Unnar Sigurðsson
  • Bolette Höeg Koch
  • Einar Bjarnason
  • Helga Úlfarsdóttir
  • Kjartan H. Ágústsson
  • Sylvía Karen Heimisdóttir
  • Ástráður Unnar Sigurðsson skrifaði fundargerð
  •  

1. Almenni hluti námsskrár

Skólastjóri kynnti almenna hluta námskrár veturinn 2021-2022. Litlar breytingar eru milli ára, einhverjar umræður sköpuðust um málið.

2. Akstur

Skólastjóri kynnti skipulag skólaakstur veturinn 2021-2022. Litlar breytingar eru milli ára, Skólabílar munu aðeins keyra til og frá plani við Skeiðalaug.

Eins voru kynntar reglur vegna skólaaksturs og voru samþykktar einróma.

3. Starfsáætlun

Skólastjóri kynnti starfsáætlun veturinn 2021-2022. Litlar breytingar eru þetta árið. Ekki gerðar athugasemdir.

4. Skóladagatal

Skólastjóri kynnti breytingar á skóladagatali veturinn 2021 – 2022. Umræddar breytingar felast í tilfærslu á starfsdegi frá 25. til 31. maí. Skólanefnd samþykkir breytingarnar heilshugar.

5. Heimasíða

Skólastjóri ræddi bilanir á heimasíðu ekki er vitað betur en unnið sé við uppsetningu á nýrri síðu. Sveitarstjóri fylgir því eftir.

6. Önnur mál

Skólastjóri ræddi úttekt frá Brunavörnum Árnessýslu. Engar alvarlegar athugasemdir komu fram þó að einhverja hluti mætti laga og verður það gert þegar tækifæri gefst.

Einnig var rædd úttekt á leikvelli og aðstöðu skólans frá BSÍ Íslandi og voru gerðar athugasemdir á ýmsum hlutum. Unnið verður úr því eins og hægt verður að kröfum úttektaraðila.

Skólastjóri ræddi lagfæringar á ýmsum hlutum skólasvæðis, upphitun á gangstétt og viðhaldi  á húsnæðinu að utan.

Kjartan Ágústsson bar upp athugasemd frá kennara sem verður reynt að leysa.

 

Fundi slitið kl. 16:50   Næsti fundur ákveðinn  2. nóv kl.  16:00