Skólanefnd

6. fundur 03. september 2019 kl. 16:00
Starfsmenn
  • Einar Bjarnason formaður Anna Maria Flygenring

* * *

1. Samstarfskýrsla leik- og grunnskóla 2018- 2019 lögð til – skýrsla lögð fram til kynningar

Leikskólastjóri sagði frá samstarfi milli leik- og grunnskóla og lýsti ánægju sinni með það. Um það bil 20 heimsóknir eru milli skólanna yfir veturinn. Að sögn leikskólastjóra er almenn ánægja meðal foreldra með heimsóknirnar.

2. Vorskýrsla um sérkennslu 2018-2019

Leikskólastjóri sagði frá verkferli við sérkennslu leikskólanum. Hún sagði meðal annars frá verkefninu ,,Hjartabörn“ leikskólastjóri lagði áherslu á mikilvægi þess að hafa starfandi sérkennslustjóra í leikskólanum. Sérkennslan gengur mjög vel að hennar sögn. Sjaldan þarf að vísa til skólaþjónustunnar sérkennslumálum.

3. Foreldrakönnun 2019 – Gögn lögð fram til kynningar

Leikskólastjóri fór yfir foreldrakönnun sem gerð var fyrir skömmu. Könnunin kom vel út og gefur til kynna að almenn ánægja sé með starf leikskólans meðal foreldra. Svörun var mjög góð. Meðal annars var kynnt bréf frá umhverfisnefnd Leikholts og fjallað var um matinn í Leikholti.

4. Leikskóladagatal – beiðni um breytingu til samþykktar. Leikskólastjóri greindi frá því að námsferð væri fyrirhuguð meðal starfsfólks Leikholts á starfsárinu. Hún lagði fram ósk starfsmanna um auka starfsdag 25. maí nk. Skólanefnd samþykkir leikskóladagatalið samhljóða fyrir sitt leyti.

5. Börn og starfsmenn – umfjöllun á stöðu leikskólans Leikskólastjóri fór yfir fjölda starfsmanna og leikskólabarna. Börnum fer fjölgandi. Útlit er fyrir að fjöldi barna verði 33 í lok árs 2019 og útlit er fyrir að fjöldinn fari í 39 næstkomandi vor. Nokkuð vantar á að fullmannað sé af starfsmönnum til að mæta vaxandi barnafjölda. Auglýst verður eftir starfsfólki á næstunni. Menntunarstig á leikskólanum er hátt.

6. Umframvistun - breyting á gjaldskrá. Aukin eftirspurn er eftir umframvistun barna við leikskólann.

Formaður skólanefndar lagði fram eftirfarandi tillögu.

Með stækkandi leikskóla og auknum fjölda ungs fólks sem er flutt hér í sveitarfélagið höfum við í sveitarstjórn orðið vör við aukna eftirspurn eftir að leikskólinn taki við börnum fyrir kl. 8:00. Margir vinnustaðir hefja vinnu um kl. 8:00. Þar sem oft er um talsverðar vegalengdir til vinnu að ræða, er það ljóst að aðsókn í að fá að koma börnum fyrr til vistunar í leikskólanum mun aukast. Vilji er hjá sveitarfélaginu til að mæta þessari þörf. Lagt er til að gjald fyrir umfram þjónustu verði lækkað um 50% frá og með 1. október 2019. frá þeirri gjaldskrá sem nú er í gildi. Skólanefnd vísar tillögunni til sveitarstjórnar

 

7. Önnur mál. Hugmyndir eru um að bæta við einni deild í Leikholti, stefnt er að því að bæta við rými undir hana á næsta ári.

Leikskólastjóri lagði fram breytingu á Jafnréttisáætlun.

Tilmæli um lokun tjaldsvæðis. Leikskólastjóri vakti athygli á mjög slæmri umgengni tjaldsvæðagesta á tjaldsvæðinu í Brautarholti um útisvæði leikskólans og leiktæki. Um er að ræða umtalsverðar skemmdir eftir nýliðið sumar.

Leikskólastjóri beindi fyrir hönd starfsmanna leikskólans, þeim tilmælum til Sveitarstjórnar að hún taki ákvörðun um að loka tjaldsvæðinu í Brautarholti.

Fundi slitið kl 17: 40.

Ákvörðun um næsta fund skólanefndar frestað.