Loftslags-og umhverfisnefnd

11. fundur 22. febrúar 2024 kl. 20:00 - 21:45 Árnes
Nefndarmenn
  • Hannes Ólafur Gestsson Ísak Jökulsson á Teams
Starfsmenn
  • Hrönn Jónsdóttir starfsmaður.
Fundargerð ritaði: Hannes Gestsson

1. Framtíðarsýn í sorpmálum sveitarfélagsins

Hrönn Jónsdóttir kynnti fyrir nefndarmönnum núverandi samþykkt um sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Skeiða- og Gnúpverjahreppi frá árinu 2010. Loftlags- og umhverfisnefnd hefur verið falið að yfirfara og uppfæra þá samþykkt enda orðin úrelt.

Nefndarmenn taka vel í þá vinnu og munu fara í hana af fullum krafti.

Eftir að ný reglugerð um meðhöndlun úrgangs tók gildi á seinasta ári hefur sveitarfélögum og almenningi verið gerð sú krafa að standa enn betur að flokkun sorps, en einnig hefur sveitarfélögum verið settur þrengri rammi hvað varðar gjaldtöku á sorpi. Þar af leiðandi hefur gjaldskrá sveitarfélagsins hækkað verulega.

Loftlags- og umhverfisnefnd mun kynna sér bæði reglugerðina og gjaldskránna og gefa álit sitt á henni

 

2. Kaup sveitarfélagsins á Jarðgerðarvél

Nýverið festi sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahreppur kaup á jarðgerðarvél/moltuvél sem er ætluð til að taka á móti lífrænum úrgangi þéttbýliskjarna sveitarfélagsins og breyta honum í nothæfan jarðvegsbæti. Loftlags- og umhverfisnefndin hrósar núverandi sveitarstjórn fyrir metnaðarfulla lausn og er virkilega spennt að fylgjast með framvindu verkefnisins.

 

3. Loftlagsstefna - Auðlindastefna – umhverfisstefna

Loftlagsstefna er komin vel á leið og fór Hrönn yfir stöðu mál og kynnti fyrir nefndarmönnum. Í framhaldinu munu nefndarmenn lesa yfir þau gögn og senda sínar athugasemdir til Hrannar.

Ákveðið var að leggja áherslu á að klára loftlagsstefnuna þar sem skilafrestur á henni var árið 2021

 

4. Önnur mál

Umræður mynduðust um ýmis önnur mál.

Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 4. mars kl. 20:00. Á Teams Fundi slitið kl. 21:45