Sveitarstjórn

Velja má nefnd úr boxinu hér hægra megin / fyrir neðan til að sjá allar fundargerðir viðkomandi nefndar.

8. fundur 19. október 2022 kl. 09:00
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jónsson
  • Bjarni Hlynur Ásbjörnsson
  • Karen Óskarsdóttir
  • Vilborg Ástráðsdóttir
  • Sigríður Björk Gylfadóttir
  • í fjarveru Gunnars Arnar Marteinssonar
Starfsmenn
  • Fundargerð ritaði Sylvía Karen Heimisdóttir

Sveitarstjóri setti fundinn og spurðist fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera

1. Skýrslugjöf sveitarstjóra á 8. Sveitarstjórnarfundi

Sveitarstjóri fór yfir stöðu á eftirfarandi verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu tveimur vikum:

Kjördæmavika - fundur með þingmönnum Suðurkjördæmis

Málefni Skóla- og velferðarþjónustu í Uppsveitunum og Flóa

Vikurnámur

Atvinnumálaþing Uppsveitanna

Arnardrangur hses

"Samtaka um hringrásarhagkerfi" ráðstefna

KPMG - áætlanalíkan

Þróun vindorku - kynning frá Landsvirkjun á Búrfellslundi

Fundur með Jarðefnaiðnaði

Fundur með Umhverfisstofnun vegna Þjórsárdal

Haustfundur Héraðsnefndar Árnesinga

Íslandshótel - kynning v/ nýtt hótel á Brjánsstöðum

Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna

 

2. Endurskoðun á siðareglum

Lagðar fram endurskoðaðar siðareglur kjörinna fulltrúa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum nýjar siðareglur.

 

3. Fjárhagsáætlun: Viðauki vegna reglugerðarbreytingar

Með breytingu á 20. gr. reglugerðar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015, var kveðið á um að byggðasamlög, sameignarfélög, sameignarfyrirtæki og önnur félagaform sem eru með ótakmarkaðri ábyrgð sveitarfélags, skuli færð inn í samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags, þ.e. sveitarfélag skal færa hlutdeild þess í einstökum liðum rekstrar- og efnahagsreiknings, óháð stærð eignarhluta.

Í meðfylgjandi viðauka við fjárhagsáætlun er búið að færa hlutdeild Skeiða- og Gnúpverjahrepps í A hluta, í samræmi við áætlanir byggðasamlaga og samstarfsverkefna fyrir árið 2022 á upphaflega samþykkta áætlun sveitarfélagsins, auk viðauka fyrir árið 2022.

Viðaukinn hefur jákvæð áhrif á rekstur. Áhrif viðauka á rekstrarniðurstöðu er að rekstrarhagnaður batnar um 1,1 m.kr. og handbært fé hækkar um 2,1 m.kr. Aðrar tekjur hækka um 50,8 m.kr, rekstrargjöld hækka um 45,1 m.kr. Afskriftir hækka um 2,9 m.kr og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur hækka um 1,7 m.kr. Fjárfesting eykst um 3,7 m.kr. Ekki er hægt að meta áhrif á eignir og skuldir þar sem að í flestum áætlunum samstarfsverkefnanna vantar áætlaðan efnahag 2022.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum viðauka vegna byggðasamlaga í samræmi við breytingu á reglugerð 1212/2015.

 

4. Skólaþing - kostnaðaráætlun

Lögð fram drög að kostnaðaráætlun fyrir skólaþing sem haldið verði 19. nóvember nk.  Áætlaður kostnaður við skólaþingið, verkefnastjórnun, leigu á sal, mat fyrir gesti skólaþings og annar tilfallandi kostnaður er 1,9 m.kr.  

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum framlagða kostnaðaráætlun. Gera þarf ráð fyrir kostnaðinum í viðauka við fjárhagsáætlun 2022.  

 

5. Skeiðalaug - rekstrarform

Rekstrarform Skeiðalaugar hefur verið um árabil í formi verktöku.  Núverandi samningur um rekstur Skeiðalaugar rennur út 31. desember 2022. Sveitarstjórn vinnur að undirbúningi að efla starf í Skeiðalaug og bæta þjónustu við íbúa. Sveitarstjóri leggur til að breyta rekstrarfyrirkomulagi úr verktöku í að sveitarfélagið ráði starfsfólk til að halda úti rekstri Skeiðalaugar með það að markmiði að lengja opnunartíma verulega. Sveitarstjóri óskar eftir heimild til að auglýsa eftir og starfskrafti til að starfa í Skeiðalaug.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum að breyta núverandi rekstrarformi frá og með næstu áramótum og heimilar sveitarstjóra að auglýsa eftir starfskrafti til starfa í Skeiðalaug.

 

6. Vikurnámur í Búrfelli – útboð

Í áratugi hefur verið tekinn vikur úr námu við Búrfell. Núverandi samningur og umhverfismat er að renna út og þörf er á að bjóða út námuréttindin að nýju. Takmarkað magn er eftir í námunni og leggur sveitarstjóri til að boðinn verði út námuréttur til að taka það efni sem eftir er í námunni.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum að fara í nýtt útboð vegna vikurnámu í Búrfelli. Sveitarstjóra falið að bjóða út vikurnám í Búrfelli.

 

7. Gatnagerð Vallabraut - útboð

Hönnun á gatnagerð Vallarbrautar er tilbúin. Sveitarstjóri óskar eftir heimild til að bjóða út gatnagerð og semja við verktaka um framkvæmd gatnagerðar.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum að fara í útboð vegna gatnagerðar við Vallabraut. Sveitarstjóra falið að vinna að útboðsgögnum og bjóða verkið út.

 

8. Ósk eftir landsvæði til íbúðauppbyggingar

Magnús Orri Marínarson Schram fyrir hönd Rauðukamba ehf. óskar eftir landssvæði á Reykjanesi við Árnes til uppbyggingar íbúðabyggðar. Umrætt svæði yrði þróað í nánu samstarfi við sveitarfélagið og þar yrðu byggðar íbúðir fyrir starfsmenn Rauðukamba ásamt því að byggðar verði íbúðir sem verða til sölu á almennum markaði.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps tekur vel í erindi Rauðukamba. Skortur er á íbúðum í sveitarfélaginu og því jákvætt að fjölga íbúðum sem koma í sölu á almennan markað. Framundan er deiliskipulagsvinna í Árnesi um þróun byggðar til framtíðar og er sveitarstjóra falið að vinna málið áfram með Rauðukömbum ehf.

 

9. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis gististaðar í Þrándartúni 3

Lögð fram umsagnarbeiðni vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II – C minna gistiheimili.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við umsókn um rekstur gististaðar í flokki II – C minna gistiheimili.

 

10. Erindi frá Félagi eldri borgara í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Óskað er eftir styrk vegna félags eldri borgara verði 600.000 kr. á árinu 2023. Einnig að sveitarfélagið haldi áfram að halda úti sundleikfimi og öðrum athöfnum sem hafa verið síðastliðin ár.  Farið er fram á að húsnæði vegna starfsemi eldri borgara verði látið í té eins og verið hefur. Því til viðbótar er óskað eftir meiri afslátt af fasteignagjöldum og að taka til endurskoðunar tekjuviðmið.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum styrk að upphæð 600.000 kr. fyrir árið 2023 ásamt því að halda úti óbreyttri þjónustu og leggja til húsnæði undir starf eldri borgara. Sveitarstjórn mun hafa til hliðsjónar beiðni um afslátt og tekjuviðmið á fasteignagjöldum við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2023.

 

11. Umsókn um lóð - Hamragerði 9

Umsókn barst í auglýsta lóð að Hamragerði 9 frá Guðmundi Inga Guðjónssyni.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum að lóðinni Hamragerði 9 verði úthlutað til umsækjanda.  

 

12. Boð um þátttöku í samráði: þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 188/2022 - „Þjóðgarðar og önnur friðlýst svæði - lykilþættir“. Umsagnarfrestur er til og með 21.10.2022.

Sveitarstjóra falið að senda inn umsögn er varðar aðkomu sveitarfélaga að því að sjá um rekstur og uppbyggingu svæða í þjóðlendu.  

 

13. Ósk um leyfi til dreifingar kjötmjöls

Landgræðslan óskar eftir leyfi til að dreifa kjötmjöli á um 35 ha svæði á Hafinu. Kjötmjöl hefur verið nýtt með góðum árangri á m.a. vikrum á Skeiða- og Gnúpverjaafrétti.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum að veita leyfi til  kjötmjölsdreifingar á Hafinu til 1. desember 2025.

 

14. Athugasemdir veiðifélags Þjórsár

Stjórn Veiðifélags Þjórsár vill vekja athygli sveitarstjórnar á þeim athugasemdum sem Veiðifélag Þjórsár hefur lagt fram vegna leyfis Fiskistofu á byggingu Hvammsvirkjunar.

Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóri áframsendir gögn til Loftslags- og umhverfisnefndar til upplýsinga.

 

15. Fundarboð samtaka Orkusveitarfélaga

Lagt fram aðalfundarboð samtaka Orkusveitarfélaga.

Sveitarstjóra falið að sækja aðalfundinn fyrir hönd Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

16. Fundargerð 247. fundar skipulagsnefndar Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita.

18.  

Brjánsstaðir 2 L205365; Brjánsstaðir 2B; Stofnun lóðar - 2210017

 

Lögð er fram umsókn um stofnun lóðar. Óskað er eftir að stofna 2.498 fm lóð, Brjánsstaðir 2B, úr landi Brjánsstaða 2 L205365. Gert er ráð fyrir að byggt verði íbúðarhús á lóðinni. Samhliða er óskað eftir því að upprunalandið fái staðfangið Brjánsstaðir 2A.

 

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar skv. fyrirliggjandi umsókn. Sveitarstjórn bendir á að útgáfa byggingaleyfis innan lóða er ýmist háð deiliskipulagi eða grenndarkynningu að undangenginni samþykkt sveitarstjórnar.

 

 

17. Fundargerð 51. fundur stjórnar samtaka Orkusveitarfélaga

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

18. Fundargerð 52. fundur stjórnar samtaka orkusveitarfélaga

Afgreiðslu frestað.

 

19. Fundargerð 1. fundar framkvæmdaráðs Almannavarna Árnessýslu

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

20. Fundargerð 913. fundar stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

 

Fundi slitið kl. 12:10.

Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 2. nóvember nk., kl  09:00. í Árnesi.

 

Gögn og fylgiskjöl: