Sveitarstjórn

Velja má nefnd úr boxinu hér hægra megin / fyrir neðan til að sjá allar fundargerðir viðkomandi nefndar.

14. fundur 18. janúar 2023 kl. 09:00 - 11:30 Árnes
Nefndarmenn
  • Haraldur Þór Jónsson
  • Bjarni Hlynur Ásbjörnsson
  • Gunnar Örn Msrteinsson
  • Karen Óskarsdóttir
  • Vilborg Ástráðsdóttir
Starfsmenn
  • Sylvía Karen Heimisdóttir
Fundargerð ritaði: Sylvía Karen Heimisdóttir

Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera. Leitað var frábrigða. Óskaði oddviti eftir því að bæta fundargerð skipulagsnefndar inn á dagskrá fundar ásamt fundargerð aukafundar Héraðsnefndar Árnesinga og var það samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum. Fundargerð skipulagsnefndar verður 10. dagskrárliður fundarins og fundargerð aukafundar Héraðsnefndar Árnesinga verður 11. dagskrárliður fundarins.

 

Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:

  1. Skýrsla sveitarstjóra á 14. sveitarstjórnarfundi

Sveitarstjóri fór yfir stöðu á eftirfarandi verkefnum sem unnið hefur verið að á síðustu tveimur vikum:

Stjórnsýsluskoðun KPMG
Skeiðalaug
Verndaráætlun Þjórsárdals
Upphaf innleiðingar á mála- og skjalakerfi
Vikurnámurnar í Búrfelli
Skóla- og velferðarþjónustan
Tækifæri í orkuháðum iðnaði
Starfsmannamál á skrifstofunni
Staðan á vinnu við framkvæmdaleyfisbeiðni Hvammsvirkjunar

  1. Tekjuviðmið 2023

Uppreiknuð tekjuviðmið ársins 2023 lögð fram til samþykktar. Einstaklingar 67 ára og eldri og einstaklingar sem eru 75% öryrkjar eða meira geta sótt um afslátt af fasteignagjöldum þeirrar íbúðar sem þeir eiga lögheimili í og miðast afslættir við útgefin tekjuviðmið í upphafi hvers árs. Útreikningar um tekjuviðmið 2023 taka breytingu milli ára samkvæmt breytingu á vísitölu neysluverðs á tímabilinu desember 2021 til desember 2022.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum uppreiknuð tekjuviðmið vegna ársins 2023.

 

  1. Breyting á reglum um tómstundarstyrk vegna innleiðingar á Sportabler

Lögð fram tillaga að breytingu á reglum um tómstundastyrk í tengslum við innleiðingu greiðsluferils tómstundastyrks í gegnum hvatakerfi Sportabler.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjarhepps samþykkir með fimm atkvæðum breytingu á reglum um tómstundastyrk.

  1. Auka aðalfundur Bergrisans

Stjórn Bergrisans boðar til aukaaðalfundar Bergrisans þann 20. febrúar nk.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps skipar Harald Þór Jónsson, Bjarna H. Ásbjörnsson og Karen Óskarsdóttir til að sækja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

 

  1. Fundargerðir Menningar- og æskulýðsnefndar

Hrönn Jónsdóttir kom inn á fundinn undir þennan lið, fyrir hönd nefndarinnar, og ræddi um starfsskyldur nefndarinnar skv. erindisbréfi.

Fundargerðir Menningar- og æskulýðsnefndar frá 15. nóvember 2022 og 8. janúar 2023 lagðar fram til kynningar.

Hrönn Jónsdóttir yfirgaf fundinn.

 

  1. Styrktarsamningur við Hestamannafélagið Jökul

Lagður fram til staðfestingar styrktarsamningur milli Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Hrunamannahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps og Bláskógabyggðar annars vegar og Hestamannafélagsins Jökuls hins vegar, sem undirritaður var hinn 29. desember sl.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps staðfestir með fimm atkvæðum styrktarsamning sveitarfélaganna í uppsveitum við Hestamannafélagið Jökul.

 

  1. Fundargerð Arnardrangs hses.

Fundargerð 1. fundar stjórnar Arnardrangs hses lögð fram til kynningar.

  1. Fundargerðir Bergrisans

Fundargerðir 47. og 48. funda stjórnar Bergrisans lagðar fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands

Fundargerð félagafundar Sorpstöðvar Suðurlands (SOS) lögð fram til kynningar.

 

  1. Fundargerð 252. fundar skipulagsnefndar UTU.
  2. Reykholt í Þjórsárdal; Deiliskipulagsbreyting – 2208038.

Lögð fram tillaga deiliskipulagsbreytingar er varðar breytingu á deiliskipulagi Reykholts í Þjórsárdal eftir auglýsingu. Í breytingunni felst að hliðra til byggingarreit B1. Breyta lóðarmörkum lítillega án þess þó að breyta lóðarstærð, uppfæra byggingarmagn á byggingarreitum og skilmála um lón og að bæta inn byggingarreit yfir borholu. Tilgangur breytinganna er að fella megi byggingar fyrirhugaðra fjallabaða betur að landinu. Umsagnir og athugasemdir bárust á auglýsingartíma breytingartillögunar sem eru lögð fram til afgreiðslu málsins ásamt andsvörum og viðbrögðum umsækjanda og uppfærðum gögnum.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum deiliskipulagsbreytingu eftir auglýsingu. Brugðist hefur verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna og framlagðrar samantektar vinnsluaðila deiliskipulagsbreytingarinnar sem lögð er fram við afgreiðslu málsins. Samþykkt er að breytingin taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðanda að lokinni yfirferð Skipulagsstofunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  1. Kálfhóll 2 L166477; Stofnun lóðar – 2212071

Lögð fram umsókn frá Gesti Þórðarssyni er varðar stofnun lóðar úr landi Kálfhóls 2. Um er að ræða 3ha lóð sem fær staðfangið Kálfhóll 3 sbr. umsókn.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með 5 atkvæðum stofnun 3ha lóðar úr landi Kálfhóls 2 og bendir á að forsenda framkvæmda sé gerð deiliskipulags innan lóðarinnar.

  1. Fundargerð aukaaðalfundar Héraðsnefndar Árnesinga

Fundargerð vegna aukaaðalfundar Héraðsnefndar Árnesinga haldinn 10. janúar sl. lögð fram, auk bréfs frá formanni Héraðsnefndar dags. 16. janúar 2023, þar sem kynnt er samþykkt Héraðsnefndar á 3. lið fundargerðarinnar varðandi húsnæðismál Héraðsskjalasafnsins. Tekin var til afgreiðslu 3 liður fundargerðar þar sem samþykkt var að veita framkvæmdastjórn heimild til að bjóða í Hellismýri 8, Selfossi, sem framtíðarhúsnæði fyrir Héraðsskjalasafn Árnesinga. Einnig var samþykkt að ráðast í framkvæmdir á Hellismýri 8 til að koma húsinu í starfshæft ástand fyrir starfsemi Héraðsskjalasafnsins. Skv. fundargerð er óskað eftir samþykki aðildarsveitarfélaganna vegna kaupa og framkvæmda á Hellismýri 8 og þeirra lánsskuldbindinga sem fylgja, að hámarki 216.220.000 kr. Gætt verður að því að taka sem hagstæðast lán fyrir kaupunum. Að öðru leyti er fundargerð lögð fram til kynningar.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkir með fimm atkvæðum að Héraðsnefnd Árnesinga festi kaup á Hellismýri 8, Selfossi, og að ráðist verði í framkvæmdir á húsinu til að koma því í starfshæft ástand fyrir starfsemi Héraðsskjalasafns Árnesinga. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að gangast í ábyrgð fyrir þeim skuldbindingum sem þessu fylgja.

Fundi slitið kl. 11.20. Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn miðvikudaginn 15. febrúar kl 09:00 í Árnesi.

Fundargögn:

2. Tekjuviðmið 2023
3. Reglur um tómstundastyrk
4. Samþykktir Bergrisans
4. Auka aðalfundarboð Bergrisans
5. Fundargerð Menningar- og æskulýðsnefndar
5. 1. Fundargerð Menningar og æskulýðsnefndar
6. Styrktarsamningur við Hestamannafélagið Jökul
7. 1. Stjórnarfundur Arnardrangs hses
8. Fundargerð Bergrisans nr. 47
8. Fundargerð Bergrisans nr. 48
9. Fundargerð félagafundar Sorpstöðvar Suðurlands
10. Fundargerð Skipulagsnefndar nr. 252
11. Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga