Skólanefnd

Velja má nefnd úr boxinu hér hægra megin / fyrir neðan til að sjá allar fundargerðir viðkomandi nefndar.

2. fundur 22. september 2022 kl. 15:00
Nefndarmenn
  • Vilborg Ástráðsdóttir
  • Bjarni H. Ásbjörnsson
  • Ingvar Hjálmarsson
  • Sigríður Björk Gylfadóttir
  • Kjartan H. Ágústsson í forföllum Önnu Maríu Flygenring
  • Áheyrnarfulltrúar:
  • Gestur Einarsson fh. Foreldrafélagsins Leiksteins
  • Helga Guðlaugsdóttir fh kennara í Leikholti
  • Ingibjörg M. Guðmundsdóttir fh. Kennara í Þjórsárskóla
  • Karen Kristjana Ernstsdóttir fh foreldra í Þjórsárskóla
  •  
Starfsmenn
  • Fundargerð ritaði Haraldur Þór Jónsson sveitarstjóri

Formaður setti fund og bauð fundarfólk velkomið. Formaður óskaði jafnframt eftir athugasemdum við fundarboð, engar athugasemdir bárust.

 

  1. Almennur hluti námskrár Þjórsárskóla fyrir skólaárið 2022-23

 

Skólastjóri Þjórsárskóla kynnti almenna hluta námskrár Þjórsárskóla fyrir skólaárið 2022-23. Rætt um hvenær ytra mat var gerst síðast.  Ytra mat var síðast gert árið 2013 og rætt um að eðlilegast væri að ytra mat væri framkvæmt á 4ra ára fresti.

 

  1. Akstursplan Þjórsárskóla fyrir skólaárið 2022-23

 

Skólastjóri Þjórsárskóla leggur fram akstursplan Þjórsárskóla fyrir skólaárið 2022-23. Umræða um aksturstíma og snjómokstur fyrir akstur.  Einnig rætt um að gera þarf viðbragðsáætlun fyrir skólabílstjóra.

 

  1. Drög að starfsáætlun Þjórsárskóla kynnt.

 

Skólastjóri Þjórsárskóla kynnti drög að starfsáætlun fyrir skólaárið 2022-23. Vinnu við starfsáæltun verður lokið á næstu dögum og verður lögð fyrir skólanefnd á næsta fundi til samþykktar.

 

  1. Skóladagatal Leikholts.

Leikskólastjóri leggur fram breytt skóladagatal fyrir skólaárið 2022-23.  Lagt fram til kynningar.

 

  1. Ósk um tilfærslu starfsdaga í Leikholti.

Skólanefnd fagnar því að starfsfólk sé að fara í vinnuferð til að skoða skólastarf á öðrum stað.  Ferðir sem þessar geta verið mjög upplýsandi og áhugahvetjandi fyrir starfið.  

 

  1. Persónuvernd og birting ljósmynda.

 

Umræður um myndbirtingar skóla eða starfsfólks skóla – frá skólastarfi – á samfélagsmiðlum.

Formaður skólanefndar leggur fram eftirfarandi bókun:

 

Það hefur verið til siðs að foreldrar skrifi undir samþykki, þess efnis að foreldrar og forráðamenn samþykki myndbirtingar á hinum ýmsu stöðum, þar með talið á samfélagsmiðlum.
Vilji starfsfólks skóla til að birta upplýsandi myndir úr skólastarfinu er skiljanlegur og virðingarverður – og er gert til þess að auka samskipi milli skóla og heimilis.
En ljóst er, að miðað við þær facebook síður sem enn eru til eftir mörg ár og þær myndir sem eru þar birtar - er nauðsynlegt að skerpa á vinnureglum og viðmiðum um hvers konar ljósmyndir eru teknar af börnum og hverjar séu birtar á samfélagsmiðlum. Ítreka verður – að þrátt fyrir ,,læstar“/ ,,faldar“ / ,,lokaðar“ síður þá er stafrænt fótspor þeirra til, það er vistað utan evrópsa efnahagssvæðisins og í lagalegum skilningi eign þess samfélagsmiðils.  Það er ekkert sem breytir þeirri staðreynd.  Skólastjórar eru hvattir til að taka þetta mál upp á starfsmannafundum og mynda innan skólana vinnureglur um myndatökur og samfélagsmiðlanotkun.

Með þessari bókun er ekki verið að beina því til skóla að hætta notkun samfélagsmiðla – einungis að stíga varlega til jarðar í myndbirtingu af börnunum.
Vilborg Ástráðsdóttir

 

Skólanefnd leggur til að umræða verði tekin um málið innan skólanna og niðurstaða úr þeirri umræðu komi aftur fyrir skólanefnd til nánari umfjöllunar.

 

  1. Skólaþing.

 

Formaður skólanefndar leggur til að Ingvar Sigurgeirsson verði ráðinn til að stjórna skólaþinginu formlega. Honum til aðstoðar verði valinn fámennur hópur fólks úr starfsumhverfi skólasamfélagsins til hagnýtra verka í aðdraganda skólaþings og á skólaþingi sjálfu.

 

Í kjölfar skólaþings verður unnin skólastefna sem markar stefnu sveitarfélagsins í skólamálum næstu árin.

 

  1. Tvöföld skólavist.

 

Meðfylgjandi eru viðmiðunarreglur sem skólanefnd beinir til sveitarstjórnar. Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja verklagsreglurnar.

 

  1. Kynning á innleiðingu Farsældarlaganna.

 

Kynningarfundur á innleiðingu á samþættri þjónustu í þágu barna í Árnesþingi, skv. lögum sem samþykkt voru í janúar 2022 verður í október.

 

  1. Skipulag og tímasetning funda næsta skólaárið.

 

Gert verði ráð fyrir að alla jafna verði fundað um grunnskólamál og leikskólamál samhliða – nema málefni gefi tilefni til annars.  

Áætlaður fundardagur veturinn 2022-2023.

27. október

8. desember

12. janúar

9. mars

27. apríl

18.maí

Með fyrirvara um breytingar.

 

Fundi slitið kl. 18:25