Umhverfisnefnd 2018-2022

Númer fundar: 

02

Dagssetning fundar: 

Mánudagur, 5. nóvember 2018

Tími fundar: 

19:00

Mættir:: 

Mættir: Jónas Yngvi Ásgrímsson, Matthías Bjarnason og Sigþrúður Jónsdóttir. Einnig mætti Björgvin Skafti Bjarnason oddviti.

Fundargerð: 

2. fundur í umhverfisnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps 05.11.2018 kl. 19:00 haldinn í Bókasafninu Brautarholti.

  1. Tillaga að friðlýsingu. Vatnasvið Jökulfalls- og Hvítár. Beiðni um umsögn. Umhverfisnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps er sammála þessari tillögu og gerir engar athugasemdir við hana.
  2. Sorpmál í Skeiða- og Gnúpverjahreppi - Staða sorphirðu og framhaldið. Bráðabirgðaniðurstöður úr könnun sem gerð var bendir til að óánægja sé með Dýragámana og opnunartíma gámasvæðanna en nokkuð góð sátt virðist vera um gjaldtöku. Leggja verður áherslu á að þeir borgi sem henda.
  3. Nærumhverfi. Staða umhverfismála í nærumhverfinu (umgengni við hús, götur og vinnustaði). Huga þarf að því hvernig hægt sé að hvetja íbúa til umhverfsivitundar. Hugmyndir um að halda umhverfisdag.
  4. Opinn fundur um friðlýsingu Gjárinnar. Punktar af fundinum.  Rætt um þessa punkta en þar komu m.a. fram væntingar um að friðlýst svæði taki til stærra svæðis en eingöngu Gjárinnar. Á fundinum var samhljómur meðal fundarmanna um að Fossárdalur og Háifoss falli innan friðlýsingar. Eins var rætt um að bæta Hjálparfossi, gerfigígunum og bæjarrústiunum í friðlýsinguna.
  5. Ársfundur náttúruverndanefnda. Fundarboð.
  6. Önnur mál.
    1. Minnt á Umhverfisþing n.k. föstudag 09.11.2018

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 20:55