Umhverfisnefnd 2018-2022

Númer fundar: 

01

Dagssetning fundar: 

Mánudagur, 10. september 2018

Tími fundar: 

20:00

Mættir:: 

Mætt til fundar : Jónas Yngvi Ásgrímsson, Matthías Bjarnason og Hrönn Jónsdóttir varamaður er mætti i forföllum Sigþrúðar Jónsdóttur. Auk þess Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri og ritaði hann fundargerð.   Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Fundargerð: 

               01. fundar í Umhverfisnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2018-2022. 10.09.2018 kl. 20:00.

Staður: Árnes,  fundarherbergi.

Dagskrá:

  1. Skipunarbréf og hlutverk nefndarinnar. Umræður  urðu um skipunarbréf nefndarinnar sem hefur verið í gildi frá 2014.

Sigþrúður Jónsdóttir sendi fundarmönum tillögur að breytingum á skipunarbréfinu. Lagðar voru fram minniháttar breytingar á skipunarbréfinu, einkum á greinum 3,10 og 14, voru þær samþykktar samhljóða. Skipunarbréf : Sjá fylgiskjal nr. 1. Vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt að Matthías Bjarnason verði varaformaður nefndarinnar og Sigþrúður Jónsdóttir verði ritari.

2. Sorpmál. Sveitarstjóri greindi frá viðhorfskönnun meðal íbúa um sorpmál. Unnið verður úr niðurstöðum innan skamms. Talsverð umræða varð um flokkun á sorpi.

3. Önnur mál.

Á fundi sveitarstjórnar nr.3 þann 8. ágúst 2018,var eftirfarandi bókað : ,,Rætt var um ágengar framandi gróðurtegundir. Sveitarstjórn samþykkir að kanna leiðir til að hefta útbreiðslu gróðurs af því tagi og felur umhverfisnefnd að gera tillögur þar um“ Umhverfisnefnd samþykkir að óska eftir úttekt sérfróðra aðila um hvaða gróðurtegundir séu í raun ágengar á svæðinu, útbreiðslu þeirra og fyrirsjáanlegra vandamála vegna þeirra. Formanni falið að fylgja málinu eftir.

Fleira ekki tekið fyrir.

Fundi slitið kl 22:10.