Umhverfisnefnd

Númer fundar: 

19

Dagssetning fundar: 

Þriðjudagur, 13. March 2018

Tími fundar: 

16:15

Mættir:: 

Mætt: Anna María Flygenring, Páll Árnason, Sigþrúður Jónsdóttir, Kristófer A. Tómasson og gestur fundarins var Bjarni Ásbjörnsson.

 

 

Fundargerð: 

19. fundur í umhverfisnefnd 13. mars 2018 Árnesi kl: 16:15.
  1. Bjarni Ásbjörnsson, frá atvinnu- og samgöngunefnd kom á fundinn til að útskýra verkefnalista atvinnu stefnu sveitarfélagsins, sem snýr að umhverfismálum.
  2. Farið var yfir spurningakönnun vegna spurningakönnunar  um sorphirðumál. Ákveðið að leita til fagmanns um yfirlestur og úrvinnslu könnunarinnar.
  3. Flokkunarhandbók um sorphirðu er tilbúin, en eftir er að þýða hana yfir á ensku. Hún verður send út að því loknu.
  4. Efna til almennar hreinsunar á víðavangi og í kring um híbýli og útihús í vor. Hafa sérstakan fegrunardag í júní, til að hvetja íbúa til dáðaí þessum efnum. Ýmislegt rusl safnast yfir veturinn og nauðsynlegt er að hreinsa til.

Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið kl 18:00