Umhverfisnefnd

Númer fundar: 

18

Dagssetning fundar: 

Fimmtudagur, 15. febrúar 2018

Tími fundar: 

20:00

Mættir:: 

Mætt: Anna María Flygenring, Sigþrúður Jónsdóttir og Kristófer Tómasson. Sigþrúður ritaði fundargerð. Páll Árnason forfallaðist á síðustu stundu.

Fundargerð: 

18. fundur í umhverfisnefnd 15. Febrúar 2018 kl. 20:00

 1. Erindi frá atvinnu- og samgöngumálanefnd.  Umhverfisnefnd fjallaði um eftirfarandi verkefni úr atvinnustefnu:
 • Nýta umhverfið til afþreyingar og á heilsueflandi hátt. (Hvað er átt við með Þjórsárskógi? Hann er ekki til).
  • Gott aðgengi er að Skriðufellsskógi.
  • Umhverfisnefnd setur varnagla við því að auka aðgengi að hálendi og fjöllum. Setningin er mjög víðtæk og skilgreina þarf nánar hvað átt er við. Aukið aðgengi getur valdið óhóflegu álagi á náttúruna eins og sjá má t.d. í Gjánni og á Gaukshöfða.
  • Heilsueflandi gönguferðir með fræðslu um menningu og náttúru þess svæðis sem gengið er um er áhugaverð hugmynd sem vert er að útfæra nánar.
 • Lágmarka kolefnisspor íbúa vegna verslunar og þjónustu. Nánari útskýringar þarf á því af hverju einungis verslun og þjónusta eru tilgreind en ekki annað sem hefur áhrif á kolefnisspor hreppsbúa.
 • Vinna að orkuskiptum í landbúnaði og samgöngum. Þetta er háleitt og gott markmið en það er varla á færi eins sveitarfélags.
 • Flokkun á úrgangi verði framkvæmd á öllum heimilum og öllum fyrirtækjum í sveitarfélaginu.
  • Það á nú þegar að vera gert  á öllum heimilum og fyrirtækjum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Því miður er misbrestur á því. Umhverfisnefnd hefur fjallað um þetta vandamál og hvatt fólk til ábyrgðar. Á síðustu tveimur árum hafa verið haldnir umhverfisdagar með fræðsluerindum m.a. um matarsóun, fatasóun o.fl.
  • Ný flokkunarhandbók er að koma út og verður hún send á hvert heimili í sveitinni.
  • Gera þarf bragarbót á sorpflokkun sumarhúsaeigenda og gera þeim auðveldara að flokka sorp.
 • Umhverfisnefnd er mjög hlynnt því að sett verði umhverfisstefna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Hún verður hins vegar að vera miklu víðtækari og taka til fleiri málaflokka en úrgangs. Vanda þarf alla vinnu við gerð slíkar stefnu.

         Umhverfisnefnd vill gjarnan eiga fund með atvinnu- og samgöngunefnd til að ræða nánar um þessi mál.

 1. Farið var yfir flokkunarhandbók sem er í vinnslu og verður dreift á öll heimili.
 2. „Fatasóunardagur“ var haldinn 11. nóvember. Stefán Gíslason umhverfisráðgjafi, flutti mjög fræðandi fyrirlestur um vandann sem ofgnótt fatnaðar í heiminum skapar. Að auki var fataskiptimarkaður. Það sem ekki gekk út var afhent Rauða krossinum sem kemur öllum textilvörum í réttan farveg.

      Fleira ekki tekið fyrir.

     Fundi slitið kl. 21:24.