Umhverfisnefnd

Númer fundar: 

17

Dagssetning fundar: 

Fimmtudagur, 7. september 2017

Tími fundar: 

20:00

Mættir:: 

Mætt: Anna María Flygenring, Páll Ingi Árnason, Sigþrúður Jónsdóttir og Kristófer Tómasson. Sigþrúður ritaði fundargerð.

Fundargerð: 

17. fundur í umhverfisnefnd 7. september 2017 kl 20:00

 1. Gjáin og skoðunarferð. Þann 21. ágúst fóru Anna og Sigþrúður ásamt Björgvini Skafta og Höllu Sigríði  sveitarstjórarmönnum, Kristófer sveitarstjóra og Guðríði Þorvarðardóttur og Sigurði Þráinssyni frá Umhverfisráðuneytinu. Að lokinni ferð var fundur í Árnesi og þar bættist Ásborg Arnþórsdóttir við. Mikið sér á Gjánni vegna gríðarlegs ágangs ferðamanna. Gróður er dauður á köflum og göngutroðningar komnir út um allt. Hellirinn notaður sem náðhús.
  1. Fjallað um hvað sé til ráða til að vernda og laga Gjána og fyrirhugaða friðlýsingu.
  2. Rætt um hversu stórt friðlandið ætti að vera, aðeins Gjáin eða einnig Fossárdalur. Reglur geta verið mismunandi innan friðlýsts svæðis, t.d. gæti Gjáin notið meiri verndar en svæðið í kring.
  3. Rætt um hvað væri hægt væri að gera strax til að takmarka för um Gjána. Ákveðið að setja upp skilti með upplýsingum um umgengni og bannmerkjum við slóðir sem ekki á að fara. Skiltin eru að verða tilbúin og verða sett upp á næstu dögum.

        Umhverfisnefnd leggur til að sveitarstjórn sendi erindi til Umhverfisstofnunar um hvort hægt sé að loka för um Gjána tímabundið. sbr. 25. gr. Náttúruverndarlaga.

       Hugmynd kom fram um að afmarka bílastæði á ógrónu landi á austurbakka Gjárinnar, nokkuð frá þeim stað þar sem bílar leggja nú. Loka veginum sem liggur nú í slaufu að gjárbarminum og menn             gangi síðasta spölinn. Þá verða settir kaðlar á barminn til að sýna að ekki eigi að ganga þar niður. Þetta var skoðað á loftmynd. Hugsað sem tímabundið ráð þar til  aðrar og varanlegri lausnir finnast.

 1. Staðan í gáma og sorpmálum, spurningakönnun. Sveitarstjóri sagði frá spuningakönnun sem stendur til að legggja fyrir íbúa um sorpþjónustuna og er verið að undirbúa hana.
 2. Umhverfisverðlaun 2017. Verða ekki veitt árið 2017.
 3. Fatasóunardagur og endurnýtingardagur, undirbúningur. Anna hefur undirbúning. Stefnt á viðburðinn á milli rétta og jóla.
 4. Önnur mál.
  1. Nú er í auglýsingaferli drög að friðlýsingarskilmálum fyrir stækkað friðland í Þjórsárverum.

 

        Fundi slitið kl. 21:24.