Umhverfisnefnd

Númer fundar: 

16

Dagssetning fundar: 

Fimmtudagur, 1. júní 2017

Tími fundar: 

20:30

Mættir:: 

 Anna María Flygenring, Páll Ingi Árnason, Sigþrúður Jónsdóttir og Kristófer Tómasson. Sigþrúður ritaði fundargerð

Fundargerð: 

16. fundur í umhverfisnefnd júní 2017 kl 20:30.

1.Gjáin og Stöng. Framkvæmdir við Stöng. Þar er búið að leggja breiða og langa göngustíga, göngubrú, bílastæði og timburpall með föstum borðum og stólum. Deiliskipulag var ekki auglýst fyrr en nýlega eftir að framkvæmdir voru að mestu búnar. Þar með gafst almenningi ekki kostur á að gera athugasemdir eins og lög gera ráð fyrir. Anna fór yfir ferilinn og ýmis gögn. Bréf er varða málið lesin:

 1. Bréf frá Forsætisráðuneytinu til  skipulagsfulltrúa Skeiða- og Gnúpverjahrepps 28. október 2015
 2. Bréf frá Umhverfisstofnun til Minjastofnunar þann 4. nóvember 2015
 3. Bréf frá Skipulagsstofnun til skipulagsfulltrúa Skeiða- og Gnúpverjahrepps
 4. Útdráttúr úr samtali við starfsmann Skipulagsstofnunar um málið.

Í þessum bréfum kom fram að ferillinn við undirbúning framkvæmda við Stöng hefur alls ekki verið á þann hátt sem gert er ráð fyrir í skipulagslögum.

Ákveðið að skrifa bréf til Minjastofnunar þar sem gerðar verða alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð sem þar voru viðhöfð.

Erindi vegna málsins verður samið og sent til sveitarstjórnar og farið fram á að það verði lesið upp.

Í  vettvangsferð 16. maí sést greinilega að ástand Gjárinnar er mjög alvarlegt og nauðsynlegt að grípa í taumana. Umhverfisnefnd leggur til að umferð um sjálfa Gjána verði bönnuð tímabundið á meðan landið er að jafna sig og fundin lausn til að forða frekari skemmdum. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að finna leiðir til þess.

 1. Nú liggur frammi til kynningar frummatsskýrsla Skipulagsstofnunar vegna Hvammsvirkjunar. Athugsemdafrestur er til 6. júlí.
 2. Umræða um aðalskipulag, sem er í vinnslu. Umhverfisnefndin mælist til að fá að mæta á næsta fund hjá vinnuhópi um aðalskipulagið.
 3. Gámafélagið ætlaði að gera spurningakönnun en ekkert bólar á henni.
 4. Umhverfismatsdagurinn hjá Skipulagsstofnun er 7. Júní. Anna mun mæta þar.
 5. Önnur mál.
  1.  Fólk hefur áhuga á  hreinsunarviku í júní.  Í ár er ástæða til að leggja sérstaka áherslu á að tína plast sem er á víðavangi og í ám og læknum. Auk þess er mikilvægt að fólk reyni eftir fremsta megni að minnka kaup og notkun á plasti.
  2. Senda ályktun nefndarinnar um stækkun friðlands í Þjórsárverum til umhverfisráðherra.
  3. Ungir umhverfissinnar hafa beðið um fund með sveitarstjóra og formanni umhverfisnefndar
  4. Erindi um friðlýsingu Gjárinnar er komið til ráðuneytisins og farið er að vinna í því máli. Rætt um friðlýsingu og hversu víðfeðm hún ætti að vera.

Fundi slitið kl 10.11