Umhverfisnefnd

Númer fundar: 

13

Dagssetning fundar: 

Mánudagur, 30. maí 2016

Tími fundar: 

20:00

Mættir:: 

Mætt til fundar : Anna María Flygenring, Sigþrúður Jónsdóttir og Páll Ingi Árnason, ásamt Kristófer Tómassyni Sveitarstjóra sem ritaði fundarger

Fundargerð: 

30.05.2016 kl. 20:00 í fundarherbergi í Árnesi.

Gengið til dagskrár:

1.     Umhverfisdagurinn, hvernig tókst hann og fleira því tengt.  

Rætt var um hvernig til hefði tekist. Nefndarmenn og sveitarstjóri lýstu ánægju sinni með Umhverfisdaginn og töldu að vel hefði til tekist. Ummæli margra gesta ber vott um það. Sérstaka hrifningu nefndarinnar vakti framlag leikskóla og grunnskóla. Að mati nefndarinnar er full ástæða talin til að endurtaka viðburð sem þennan eigi síðar en að tveimur árum liðnum.

2.     Umsögn um matsskýrslu vegna endurskoðunar umhverfismats Hvammsvirkjunar. Matsskýrslan lögð fram til umræðu.

Umhverfisnefnd lýsir undrun sinni á að samfélagsleg áhrif skuli ekki vera tekin til skoðunar í matskýrslunni. Sem er ein af þremur stoðum sjálfbærrar þróunar. Umhverfisnefnd óskar eftir að útskýrt verði hvar það votlendi sem sagt er að verið sé að vinna að endurheimt á, er staðsett nákvæmlega. Þess er getið í kaflanum Lífríki 3.1.4  bls16 í áðurnefndri skýrslu.

Landsvirkjun lét nýlega vinna könnun um viðhorf íbúa og sumarhúsaeigenda til Hvammsvirkjunar. Umhverfisnefnd gagnrýnir handahófskennd vinnubrögð við framkvæmd könnunarinnar. Að mati nefndarinnar hlýtur það að teljast meðal grundvallaratriða að kannaður verði hugur fólks til breytinga á landslagi sem til koma vegna fyrirhugaðrar virkjunar. Þar sem landslag hefur áhrif á reynsluheim sjálfsmynd og menningu.

3.  Umhverfisverðlaun 2016. Tvívegis hefur verið auglýst í fréttabréfi eftir tillögum. Ein tilnefning hefur borist um umhverfisverðlaun. Umhverfisnefnd mun meta þá tilnefningu samkvæmt tilheyrandi gátlista.

4. Skipulagsmál. Íbúafundur var haldinn 17. maí sl. og vinna vegna nýs aðalskipulags kynnt.

Umhverfisnefnd hvetur íbúa til að fylgjast með aðalskiplagvinnunni sem nú stendur yfir. Ennfremur hvetur nefndin íbúa til að skila inn athugasemdum og ábendingum til sveitarfélagsins og skipulagsráðgjafa.

5. Merkingar friðlands í Þjórsárverum. Sigþrúður greindi frá því að Umhverfisstofnun sé með skilti í vinnslu sem sett veðri upp í Þjórsrárverum. Stofnunin muni setja upp skilti á inngönguleiðum í Þjórsárver. Umhverfisnefnd óskar eftir því að þegar bókuð er notkun á fjallaskálum á afrétti verði gert að vinnureglu að þeim sem ætla í Þjórsárver verði sendar reglur um umgengni.

6. Önnur mál. Friðlýsingarmál. Umhverfisnefnd lýsir ánægju sinni með gang mála við friðlýsingar Kerlingafjalla. Nefndin skorar á sveitarstjórn að vinna fyrir sitt leiti að undirbúningi friðlýsingar Gjárinnar svo fljótt sem auðið er. Umhverfisnefnd  hvetur íbúa til að huga að umgengni.

Fundi slitið kl 22.30.