Sveitarstjórn 2018-2022

Númer fundar: 

Vinnufundur

Dagssetning fundar: 

Miðvikudagur, 28. nóvember 2018

Tími fundar: 

13:00

Mættir:: 

Mætt til fundar: Skafti Bjarnason oddviti, Einar Bjarnason, Ingvar Hjálmarsson, Anna Sigríður Valdimarsdóttir, Matthías Bjarnason auk Kristófers Tómassonar sveitarstjóra. Hann ritaði fundargerð. Auðunn Guðjónsson frá KPMG, endurskoðandi sveitarfélagsins sat fyrri hluta fundarins. 

Fundargerð: 

1.     Fræðsluerindi frá KPMG. Auðunn Guðjónsson endurskoðandi sveitarfélagsins flutti ítarlegt fræðsluerindi um fyrir kjörna fulltrúa sveitarstjórnar. Í erindinu fór Auðunn yfir skyldur og ábyrgð kjörinna fulltrúa.

2.     Umfjöllun fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2019- 2022. Sveitarstjóri lagði fram drög að fjárhagsáætlun áranna 2019-2022. Lögð var áhersla á umfjöllun áætlunar fyrir árið 2019. Farið var gaumgæfilega yfir framlagðar tölur fyrir málaflokka. Auk þess eignasjóð, þjónustumiðstöð og B-hluta félög.  Miklar umræður urðu um áætlunina. Auk þess var umfjöllun um drög að gjaldskrá.

Farið var yfir framlagða fjárfestingaáætlun 2019.

Fyrri umræða var tekin 7 nóvember sl og verður síðari umfjöllun 5 desember nk, auk þess að fjárhags- og fjárfestingaáætlun verður lögð fram til samþykktar.

                        Fundi lauk um kl 18:10

 

Kristófer Tómasson