Númer fundar:
Dagssetning fundar:
Tími fundar:
Mættir::
Fundargerð:
19. Fundur sveitarstjórnar
Mætt til fundar:
Anna Sigríður Valdimarsdóttir, Björgvin Skafti Bjarnason, Einar Bjarnason, Ingvar Hjálmarsson og Matthías Bjarnason
Auk þess sat Kristófer A. Tómasson sveitarstjóri fundinn og ritaði hann fundargerð.
Spurðist oddviti fyrir um hvort athugasemdir væru við fundarboðið, svo reyndist ekki vera.
Mál til afgreiðslu og umfjöllunar:
1. Aðalskipulag 2017-2029 Viðbrögð við Skipulagsstofnun
Lögð fram drög að bréfi sem lagt verður fram sem svar til Skipulagsstofnunar vegna Aðalskipulags 2017-2029.
2. Tilboð til sveitarfélagsins í íbúðir
Lögð fram tilboð frá nokkrum aðilum um íbúðir til sveitarfélagsins
Auglýst var eftir aðilum sem vilja selja sveitarfélaginu íbúðir.
Tilboð báurst frá eftirtöldum aðilum. Hrafnshóli ehf, Selásbyggingum ehf, Tré og straumi ehf, Þrándarholt ehf og frá óstofnuðu félagi fyrir hönd Guðna VIlbergs Baldurssonar og Árna Svavarssonar.
Lagðar voru fram upplýsingar um íbúðirnar og verð þeirra. Samþykkt að kaupa tvær íbúðir. Eina í Árneshverfi og aðra í Brautarholtshverfi. Samþykkt að ganga til samninga við Þrándarholt sf og Tré og straum ehf um kaup á íbúðum, í ljósi þess að tilboð þeirra eru hagstæðust að mati sveitarstjórnar. Sveitarstjóra falið að leggja fram samninga þar að lútandi fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
Vísast til viðauka við fjárhagsáætun.
3. Fjárhagsmál- viðauki við fjárhagsáætlun.
Sveitarstjóri lagði fram rekstraryfirlit yfir janúar til mars 2019.Samhliða fjárhagsáætlun. Rekstur er í jafnvægi. Auk þess var lögð fram áætlun um sjóðsstreymi frá 17. apríl til 31. júlí.
Lagður fram viðauki við fjárfestingaáætlun. Hækkun vegna kaupa á íbúðum um 32 mkr eftir hækkun er gert ráð fyrir 59 mkr til þess verkefnis. Hækkun mætt með lækkun á handbæru fé 5. mkr og lántöku 27 mkr.
Lagður fram viðauki vegna ráðningar starfsmanns í þjónustustöð 6,35 mkr. Lykill 3128-1010
Gert er ráð fyrir að útgjöld vegna aðkeyptrar þjónustu og vinnu lækki sem þeirri fjárhæðí nemur. Lyklar 3751 og 3790.
Viðaukar samþykktir samhljóða
Sveitarstjóri óskaði eftir að heimild til töku yfirdráttarláns verði framlengd frá 30. apríl – 1. ágúst 2019, allt að 20 mkr. Ástæður eru útgjöld vegna framkvæmda á næstu mánuðum.
samþykkt samhljóða.
4. Leyfi Fossnes
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti
5. Hólaskógur Umsóknir um rekstur og uppbyggingu
Auglýst var í héraðsmiðlum eftir rekstaraðila í Hólaskógi. Frestur rann út 15 arpríl. Lögð fram umsókn frá Rauðakambi.
Auglýst var í hérðaðsmiðlum eftir leigutökum og rekstraraðilum að Hólaskógi. Umsóknarfrestur rann út 15. apríl. Ein umsókn barst. Hún kom frá Rauðakambi ehf. Kt 510816-0640. Í umsókninni kemur fram að Rauðikambur ehf hyggist nýta núverandi mannvirki og reisa fleiri byggingar til að mæta óskum ferðamanna um gistinu, veitingar og afþreyingu.
Samþykkt að ræða við fulltrúa Rauðakambs vegna umsóknarinnar og óska eftir ítarlegri upplýsingum um hugmyndir um reksturinn.
6. Reykholt - umhverfismat
Lagt fram og kynnt
7. Skeiðalaug samningur um rekstur
Sveitarstjóri lagði fram drög að samningi við Eyþór Brynjólfsson um resktur Skeiðalaugar. Samningsdrög samþykkt og sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
8. Fundargerð Skipulagsnefndar nr. 175. Mál nr.16 og 17 þarfnast afgreiðslu.
Fundargerð vísað frá vegna formgalla.
9. Ársreikningur 2018-Fyrri umræða
Lögð voru fram drög að ársreikningi ársins 2018. Auðunn Guðjónsson endurskoðandi fór yfir ársreikninginn og helstu stæðir reikningsins. Samþykkt að vísa ársreikningnum til síðari umræðu.
10. Skýrsla endurskoðanda
Auðunn Guðjónsson endurskoðandi lagði fram og fór yfir endurskoðunarskýrslu Skeiða- og Gnúpverjahrepps fyrir árið 2018. Ekki voru gerðar athugasemdir við skýrsluna.
11. Alda - félag um sjálfbærni og lýðræði
Kynning á starfsemi Öldu- félags um sjálfbærni og lýðræði
Guðmundur Haraldsson og Sævar Finnbogason fulltrúar Öldu- félags um sjálfbærni mættu til fundarins og sögðu frá verkefnum félagsins. Þau snúa að ýmsum samfélagslegum umbótamálum, svo sem áherslu á styttingu vinnuviku.
12. Mál til umsagnar. Nr 777. Þriðji orkupakkinn.
Lagt fram og kynnt
13. Mál til umsagnar. Nr. 778. Þjóðgarðar og þjóðgarðastofnun.
Lagt fram og kynnt
14. Mál til umsagnar. Nr. 782,791 og 792. Flutningskerfi raforku- raforkulög. Lagt fram og kynnt
15. Mál til umsagnar. Nr 784. Lög um gisti og veitngastaði. Lagt fram og kynnt
16. Mál til umsagnar. Nr. 798. Lög um Lýðháskóla.
Lagt fram og kynnt
17. Mál til umsagnar. Nr. 801. Hæfni kennara og skólastjórnenda.
Lagt fram og kynnt
Mál til kynningar:
18. Nónsteinn brunamál
19. Þjóðlendumál boðun fundar á Gömlu Borg
Fundi slitið kl. 12:50 Næsti fundur sveitarstjórnar ákveðinn síðar.
_______________________
Björgvin Skafti Bjarnason
_____________________________ ___________________________
Einar Bjarnason Ingvar Hjálmarsson
________________________ _______________________
Matthías Bjarnason Anna Sigríður Valdimarsdóttir