Sveitarstjórn

Númer fundar: 

06

Dagssetning fundar: 

Þriðjudagur, 5. október 2010

Tími fundar: 

13:00

Fundargerð: 

06. fundur haldinn í sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps þriðjudaginn 05. október 2010  í Árnesi. kl.13:00.

Mætt:  Gunnar Örn Marteinsson,  Jón Vilmundarson,  Harpa Dís Harðardóttir,  Oddur Guðni Bjarnason og Björgvin Skafti Bjarnason.  Kristjana H. Gestsdóttir ritaði fundargerð.

Gunnar setti fund og athugaði hvort athugasemdir væru við fundarboð en svo reyndist ekki vera.

1. Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi kom á  fundinn og fór yfir skipulagsmál sveitarfélagsins, einnig kynnti hann forritið Granna og notkun þess  fyrir sveitarstjórn.

2. Fundargerð skipulags-og byggingarnefndar 27. fundur haldinn 23.09.10.
Fundargerð staðfest.

3. Fundargerð skólanefndar leikskólamál 1. fundur haldinn 01.07.10.
Fundargerð samþykkt.

4. Fundargerð skólanefndar grunnskólamál 2. fundur haldinn 10.08.10.
Fundargerð samþykkt.

5. Fundargerð menningar, æskulýðs, velferðar- og jafnréttisnefndar.
Sveitarstjórn samþykkir fundargerð með fyrirvara á lið þrjú sem þarf að rúmast innan fjárhagsáætlunar.

6. Fundargerðir afréttarnefndar Gnúpverjaafréttar haldnir 21.08.10 og 17.09.10. jafnframt lögð fram til samþykktar gjaldskrá fjallskila á Gnúpverjaafrétti 2010.
Fundargerð samþykkt.

7. Fundargerð Tónlistaskóla Árnesinga 153. fundur haldinn 10.09.10. 
Fundargerð lögð fram  til kynningar.

8. Fundargerð stjórnar SASS 437. fundur haldinn 22.09.10.
Fundargerð lögð fram.

9. Tillaga að reglum varðandi þátttökukostnað sveitarfélagsins á kaupum  námsmanna á strætókortum. 
Sveitarstjórn samþykkir reglurnar og vísar til endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar.

10. Ósk um styrk frá Eygló Jósephsdóttur v/reksturs myndlistaskóla uppsveita.
Erindið samþykkt og oddvita falið að ganga frá samningi.

11. Samanburður á magni undanfarin þrjú ár sem til fellur á gámasvæðum sveitarfélagsins.
Lagt fram.

12. Fundargerð starfshóps um sameiningarkosti sveitarfélaga á Suðurlandi 2. fundur haldinn 21.09.10.       Lögð fram.

 

13. Farið yfir fjarskiptamál sveitarfélagsins.
Fulltrúar Fjarska ehf mættu á fundinn og kynntu möguleika fyrir sveitarfélagið í fjarskiptamálum.

 

Mál til kynningar

A. Uppgjör jöfnunarsjóða sveitarfélaga vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2010.

B. Fundargerð 41. aðalfundar SASS haldinn 13. og 14. september 2010.

C. Yfirlit um verð skólamáltíða í nokkrum sveitarfélögum.

D. Vinnuhópur um framtíðarskipan í félagsþjónustu Uppsveita Árnessýslu, Hveragerðisbæ og Sveitarfélaginu Ölfus.

Fleiri ekki. Fundi slitið kl. 17:00