Skólanefnd - Grunnskólamál

Númer fundar: 

02

Dagssetning fundar: 

Mánudagur, 19. nóvember 2018

Tími fundar: 

15:00

Mættir:: 

Einar Bjarnason formaður og fundarstjóri

Bolette Höeg Koch, skólastjóri

Kristófer Tómasson, sveitarstjóri

Anna Þórný Sigfúsdóttir sem ritaði fundargerð

Ástráður U. Sigurðarson

Ingvar Þrándarson

Anna María Flygenring

Elín Sólveig Grímsdóttir, fulltrúi foreldra

Kjartan Ágústsson, fulltrúi kennara

Fundargerð: 

2. fundur skólanefndar um grunnskólamál Þjórsárskóla haldinn í Árnesi 19. nóv. 2018  kl. 15:00.

Dagskrá

  1. Fjárhagsáætlun Þjórsárskóla

Fjárhagsáætlun lögð fram og kynnt. Farið yfir stöðuna miðað við 15.11. og borin saman við væntanlega stöðu í lok árs.

  1. Almennur hluti námskrár

Lagður var fram og kynntur almennur hluti Námskrár Þjórsárskóla fyrir skólaárið 2018 - ´19. Hægt verður að nálgast Námskrána á heimasíðu skólans undir Skólanámskrá. Námskrá samþykkt til útgáfu.

  1. Starfsáætlun

Lögð var fram og kynnt starfsáætlun Þjórsárskóla veturinn 2018 - ´19. Hægt verður að nálgast starfsáætlunina á heimasíðu skólans. Áætlun samþykkt til útgáfu.

  1. Jafnrétti

Lögð var fram og kynnt jafnréttisáætlun Þjórsárskóla fyrir tímabilið 2018 – 2020.

  1. Leiðbeiningar og gátlisti fyrir skólanefndir. Kynning á grunnskólahluta

Lagt var fyrir skólanefndina yfirlit yfir skyldur og ábyrgð skólanefnda sem fer með málefni grunnskólans í umboði sveitarstjórnar, samkvæmt lögum um grunnskóla. Ritið er gefið út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Stefnt er að því að fara skipulega í gegnum þá lagalegu eftirlitsþætti (gátlisti) sem varða skólastarf í sveitarfélaginu almennt sem skólanefndum ber skylda að fara í gegnum.

  1. Erindisbréf fyrir skólanefnd

Lagt var fyrir nýtt og uppfært erindisbréf fyrir skólanefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Skólanefnd samþykkti erindisbréfið fyrir sitt leyti.

Fundi slitið kl. 16:20

Næsti fundur verður haldinn í Leikholti mánudaginn 21. Janúar ´19