Stjórnendaskipti hjá Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Fimmtudagur, 22. apríl 2021

Eins mörgum mun vera kunnugt um hefur Kristófer Tómasson sveitarstjóri sagt upp störfum. Hann mun starfa til næstu mánaðamóta. Samþykkt var á fundi sveitarstjórnar í gær 21. apríl, að semja við Sylvíu Karen Heimisdóttur aðalbókara sveitarfélagsins um að hún taki tímabundið við verkefnum sveitarstjóra. Oddviti og varaoddviti munu taka við hluta af þeim verkefnum sem hafa verið á hendi sveitarstjóra. Verkaskipting þeirra verður tilgreind fljótlega. Jafnframt mun Hrönn Jónsdóttir þjónustufulltrúi fara úr hálfu starfi í fullt starf frá og með 1. júní næstkomandi. 

Bestu óskir um gleðilegt sumar

Fráfarandi sveitarstjóri