Sprikl fyrir alla í Brautarholti - námskeið á næstunni

Föstudagur, 1. október 2021
Brautarholt

Elin Moqvist á Húsatóftum hefur undanfarið boðið uppá svokallað sprikl í Brautarholti -almenna líkamsræktar tíma sem ættu að henta öllum. Framundan eru nokkur ný námskeið og má sjá tímasetningar á þeim hér fyrir neðan:

     - Þriðjudaginn 5. október og fimmtudaginn 7. október verða prufutímar í sprikli í boði fyrir karla – unga sem aldna . Tíminn byrjar kl. 20.10 – 21.00 og verður í salnum í Brautarholti.

Námskeið á næstunni:

4 vikna konusprikl byrjar þriðjudaginn 26. okt – 18 nóv.  Námskeiðið er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19:00-19.55

4 vikna karlasprikl byrjar þriðjudaginn 26. okt – 18 nóv. Námskeiðið er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20.10-21.00

4 vikna konusprikl byrjar þriðjudaginn 23. nóv – 16 des. Námskeiðið er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19:00-19.55

4 vikna karlasprikl byrjar þriðjudaginn 23. nóv – 16 des. Námskeiðið er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20.10-21:00

 

Verð fyrir 4 vikna námskeið er 10.000:- og ef borgað fyrir 2 námskeið strax kostar það 18.000:- Þetta eru fjölbreyttir timar þar sem mikið er unnið með eigin likamsþyngd. Lögð er áhersla á hreyfanleika og teygjur.

Fyrir skráningu eða frekari upplýsingar endilega hafið samband Elin:  8683006 Hlakka til að sjá ykkur!