Skrifstofan er lokuð um tíma vegna COVID-19

Föstudagur, 16. október 2020
Árnes að hausti 2020

Sú staða er komin upp hér í sveitarfélaginu að einstaklingar hafa greinst smitaðir af Kórónuveirunni. Um er að ræða íbúa í hreppnum og einnig fólk sem starfar í hreppnum en er búsett annars staðar. Engin leið er að segja til um hvort fleiri bætist í þann hóp. Nokkrir einstaklingar munu einnig vera í sóttkví. Fullt tilefni er til að bregðast við þessum aðstæðum hvað varðar starfsemi sveitarfélagsins.

Ákveðið hefur verið að loka skrifstofu sveitarfélagsins fyrir öðrum en starfsmönnum frá og með 16. október, um óákveðinn tíma. Metið verður reglulega út frá aðstæðum hvenær æskilegt sé að opna að nýju. Þeir sem eiga erindi á skrifstofuna eru hvattir til að nota tölvupóst skeidgnup@skeidgnup.is eða síma 486-6100 í samskiptum við skrifstofuna. Gsm sími sveitarstjóra er 861-7150.

Afgreiðslutími á gámasvæðum verður óbreyttur  að svo stöddu. En þeir sem þangað leita verða spurðir um hvort þeir séu í sóttkví. Þeim sem svara því játandi verður vísað frá.

Aðgangur kostgangara að mötuneyti verður lokaður meðan ráðstafanirnar eru í gildi.

Starfsemi Þjórsárskóla og leikskólans Leikholts verður óbreytt að svo stöddu.

Opnunartímar sundlauga verður óbreyttir, en fjöldatakmarkanir gesta taka mið af sóttvarnarráðstöfunum.

Fjarfundatækni verður notuð við fundahöld í stað þess að fólk hittist, nema sérstakar ástæður kalli á annað.

Sveitarstjóri