Skeiða- og Gnúpverjahreppur valinn í tilraunaverkefni Íbúðalánsjóðs

Föstudagur, 14. desember 2018

Skeiða- og Gnúpverjahreppur er í hópi sjö sveitarfélaga sem valin hafa verið sem tilraunasveitarfélög í húsnæðismálum.

 

https://www.ils.is/um-okkur/frettir/frett/2018/12/13/Felagsmalaradherra-kynnir-sjo-tilraunasveitarfelog-i-husnaedismalum/

Tilraunaverkefnið getur meðal annars falið í sér nýbyggingar, endurbætur á eldra íbúðarhúsnæði eða breytingar á atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði.

·         Meðal fyrirmynda fyrir verkefninu eru lausnir frá Noregi en stórt hlutfall sveitarfélaga þar hefur tekist á við sambærilegar áskoranir og íslensk sveitarfélög á landsbyggðinni

·         Íbúðalánasjóður hvetur tilraunasveitarfélögin til samstarfs við Bríeti, nýstofnað landsbyggðarleigufélag í eigu Íbúðalánasjóðs

·         HIn sex sveitarfélögin sem urðu fyrir valinu eru Snæfellsbær, Norðurþing, Hörgársveit, Dalabyggð, Vesturbyggð og Seyðisfjarðarkaupstaður. 

Þess er vænst að þátttaka í verkefninu verði til heilla í húsnæðismálum í Skeiða- og Gúpverjahreppi.

Sveitarstjóri