Skeiða- og Gnúpverjahreppur hyggst kaupa nýjar íbúðir

Miðvikudagur, 20. March 2019
Árneshverfið

Sveitarfélagið hyggst festa kaup á allt að tveimur nýjum íbúðum í þéttbýliskjörnunum við Árnes og í Brautarholti. Afhending fari fram fyrir árslok 2019. Eigi síðar en í byrjun árs 2020. Auglýst er hér með eftir tilboðum. Tilgreina þarf eftirfarandi í tilboði.

Verð og stærð íbúða.

Val á byggingarefni.

Reynsla og réttindi viðkomandi í byggingariðnaði.

Staðfesting um full skil á opinberum gjöldum og öðrum vörslugjöldum

Möguleika á afhendingartíma.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps áskilur sér rétt til að hafna eða taka hvaða tilboði sem er.

Áhugsamir aðilar sendi tilboð á netfang sveitarstjóra: kristofer@skeidgnup.is. Fyrir 25. Mars nk. Hann veitir nánari upplýsingar.