Skapandi starf fyrir alla í Þjórsárskóla 23. maí kl. 15:30

Miðvikudagur, 16. maí 2018
Þjórsárdalsskógur

Okkur langar að bjóða ykkur að koma í Þjórsárskóla miðvikudaginn 23. maí kl. 15.30 og taka þátt í skapandi starfi með fjölbreyttu skógarefni. Ólafur Oddsson kemur til okkar og sér um kennsluna sem er hugsuð til þess að kynna fyrir íbúum það sem við erum að kenna börnunum.  Við munum búa til nytjahluti og skrautmuni.

Með bestu kveðju 

Skólastjóri