Nýr starfsmaður á skrifstofu - fulltrúi

Miðvikudagur, 12. ágúst 2020
Stjórnsýslan er staðsett í Árnesi

Hrönn Jónsdóttir, í  Háholti,  hefur verið ráðin í starf fulltrúa á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hrönn er með BSc próf í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands og hefur stundað nám í búvísindum við Landbúnaðarháskólann. Hún er fagmenntaður leiðsögumaður. Hrönn hefur fjölbreytta reynslu af skrifstofustörfum, leiðbeinandastörfum og ýmsum félagsstörfum.

Við bjóðum Hrönn velkomna til starfa á skrifstofuna.