Lokanir á starfsstöðvum og vegum vegna rétta

Þriðjudagur, 7. september 2021
Haustlitir

Búast má við umferðartöfum v. fjárrekstrar á Þjórsárdalsvegi frá hádegi og fram eftir degi fimmtudaginn 9. september, allt frá Búrfelli og niður í Fossnes.

Þjórsárdalsvegur verður lokaður á milli Bólstaðar og Sandlækjarholts frá kl. 16 - 18 föstudaginn 10. september vegna fjárrekstrar og búast má við umferðartöfum fyrir ofan og      neðan þetta svæði þann dag.

Búast má við umferðartöfum v. fjárrekstrar á Skeiðavegi, laugardaginn 11. september v. fjárrekstra úr réttum.

Réttafrí er á skrifstofu Skeiða- og Gnúpverjahrepps föstudaginn 10. september og skrifstofan því lokuð þann dag. 

Gámasvæðin í Árnesi og við Brautarholt verða lokuð v. rétta laugardaginn 11. september.